Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.11.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.11.1927, Blaðsíða 2
2 LOGRJETTA LÖQRJBTTA Utgefandi og ritstjóri f'orittÍHD (JÍBÍanon ÞingholtR»tr»ti 17. Simi 178. ínnheimtn og affrrciðsla i Miðstrætl 3. J>ó getað verið mun minni. Hefðu heimamenn unnið með heimilis- hestum jarðvinsluna alla, þá hefðu beinu útgjöldin út úr bú- inu orðið mjög óveruleg. Og það er einmitt það, sem að ber að stefna. Jarðvinsluna á ekki að kaupa að! Hún á að vera heim- ilisverk, sjálfsögð árleg önn á hverju sveitaheimili. — Eins og enn er ástatt víðast í sveitum, er það að vísu viðunandi, þó bændur kaupi plæginguna að. En herfinguna skyldi enginn bóndi láta vinna öðru vísi en með heimahestum, svo framarlega, sem þeir eru til. Síðan, þegar hestarnir eru orðnir vanir því að ganga og draga saman fyrir herfinu, er sjálfsagt að setja þá einnig fyrir plóginn og spara þannig aðkaup dýrrar vinnu. Þá fyrst — þegar allflestir fara orð- ið með plóg og herfi og búið er að venja vel flesta hesta við þau verkfæri — er vissa fyrir því að verulegur rekspölur komist á ný- ræktina og að hún verði annað en kák eða ómynd. Þúfnabanar og dráttarvjelar eru að vísu góð verkfæri, þar sem þau eiga við. En eins og ástatt er nú í flestum Islandssveitum, mega þau heita, svo að segja, gjörsamlega óstað- hæf hjer. Og þó að fjölda manns vanti nú bæði kunnugleik og skarpskygni til að sjá að þetta er þannig, vænt jeg þó hiklaust hins, að þessi skoðun verði fyr eða síðar viðurkend og kölluð rjett. Og það þori jeg að full- yrða: Þess verður langt að bíða að nýyrkjan verði almenn hjá oss, verði ekki núna á næst- unni gengið að því með atorku að kenna almenningi handbrögðin að henni! „Búnaðarfjelag Holtamanna" hefur lagt niður þann sið, sem mörg búnaðarfjelög munu þó halda uppi enn: að senda búnað- arvinnumenn á milli bænda að vorinu. I stað þess hefur það nú tekið upp á því, að verja tekjum sínum í styrkveitingar til verk- færakaupa. Slái fimm eða fleiri nágrannar sjer í fjelagsskap um að kaupa jarðyrkjuverkfæri, leggur búnaðarfjelagið þeim til alt að einum fjórða hluta kaup- verðsins. Ein þrjú verkfærafjelög hafa nú verið stofnuð í sveitinni og fleiri eru á uppsiglingu. Auk þess hafa einstakir menn keypt nokkur herfi, sumir smíðað sjer dágóð gaddaherfi. En þau ættu að vera til á hverjum bæ. Og eru svo ódýr, að engum er ofætlun að eignast. Verkfæraskorturinn er ef til vill einhver allraversti þrándur- inn í götu þess, að nýyrkjan verði almenn og góð. Fjárhagur bænda er yfirleitt svo örðugur og veltufjeð svo lítið, en jarðyrkju- verkfærin hinsvegar svo dýr, að það er ofur eðlilegt, að þeir veigri sjer við þeim kaupum meðan sá sannleikur ekki stígur þeim til höfuðs, að þau eru óhjákvæmileg búsáhöld á hverjum bæ! En það má benda á leið til að bæta úr þessu! Til þess að allir bændur á Islandi eigi sæmilegan aðgang að jarðvinsluverkfærum, þarf í kring um þúsund pör plóga og herfa. Ein verkfæri handa hverjum sex nágrönnum gætu nægt til að byrja með. Og nægileg verkfæri til að vinna allflesta jörð með eru þessi: Plógur, fjaðraherfi, skurðherfi (diska- eða spaðaherfi) og flag- hnyðja eða valtari. Þessi verk- færi öll munu kosta um 400—600 krónur eftir gæðum. Eða um 500 krónur til jafnaðar. Viðunandi verkfærakostur handa öllum Is- landsbændum, myndi þá kosta um hálfa miljón króna! Tvö síð- ustu árin hefur ríkissjóður borg- að út í beinan jarðabótastyrk, samkvæmt II. kafla jarðræktar- laganna, hátt á þriðja hundrað þúsundir króna. Hefði nú sú að- ferðin verið höfð, sem áreiðan- lega væri mun heilladrýgri fyrir búnaðinn í landinu: að borga styrkinn ekki út í beinhörðum peningum, eins og gert hefur verið hingað til, heldur í jarð yrkjuverkfærunt, sáðfræi eða er- lendum áburði, væri á hálfum tug ára hægt að byrgja alla bændur landsins að þeim verk- færum, sem nægja myndu þeim, hverjum og einum, til að vinna sjálfir nýræktarstörfin öll. Og það er takmarkið sem að ber að stefna og miklu að kosta til, að sem allra fyrst náist. Fyrri verð- ur hjer ekki um neinn verulegan ræktunarbúnað að ræða! Hið æskilegasta væri það, að ríkið lánaði bændunum jarð- yrkjuverkfæri til að byrja með út á jarðabótastyrk þann, er síðar myndi að sjálfsögðu falla þeim til handa. — Þessa uppástungu mína vildi jeg mega biðja þá að athuga, sem nú í vetur eiga að hugfjatla endurskoðun jarðræktarlaganna frá 1923. Jeg er viss um að hún myndi reynast vel og verða til hamingju og flýtis framförunum. Og jeg sje enga þá annmarka á henni, sem svo eru miklir, að þeirra vegna geti þessi leið ekki talist fær. Áhrifamesta nýrækt- arhugvekjan, sem hingað til hef- ur verið flutt í Holtunum ætla jeg að verið hafi sáðsljettur þeirra Lýtingsstaða-feðga. Þeir hafa nú um þrjú sumur undan- farin sáð höfrum til grænfóðurs og grasfræi til gxæðslu. Hafrarn- ir hafa oftast vaxið mjög vel hjá þeim og staðið þjettir og þroska- miklir alt fram á haust. En skamt frá túngarði á Lýtings- stöðum er skilarjett sveitarinnar. Hefur því f jöldinn allur af Holta- mönnum sjeð hafraakrana þar og fengið að sannfærast um að ný- ræktin er ekki eintómur tilkostn- aður. Rótgræðslan hefur annars ver- ið venjulega rceðferðin á plóg- flögunum hjer eystra. Hún er og hægust og kostnaðarminst. En allajafna síst og verst til að gera gott eða mikið gagn. Enda ekki á öðru von eins og oftast er að henni búið. Það er ekki von á, að það flag grói vel eða verði góð sljetta, sem illa er unnið og ekk- ert borið í. Sú trú virðist vera alt of algeng, að til þess að koma einhverjum móa í rækt, sje nóg að plægja hann og herfa! Nei góðir hálsar! Hann verður sami óræktarmóinn svo lengi sem ekki er svikalaust borið í hann eða á! Ríkasti bóndinn í Holtunum ljet í fyrravor plægja hjá sjer 5 dagsl., mest í ófrjóum lingmóa. Síðan ljet hann herfa þetta land og lauk við það snemma í vor sem leið. Sú vinna var snildar- lega af hendi leyst, svo varla var hægt að hugsa sjer flag betur mulið eða jafnað. Hann var mjög eggjaður á að halda nú myndar- skapnum áfram og bera vel í flögin og sá í þau síðan. En þar stóð hnífurinn í kúnni! Þann til- kostnað taldi hann annaðhvort ó- þarfan eða tímdi ekki að leggja í hann!! — Því standa flögin hans ennþá svört og dauð og ó- frjó eins og móarnir áður voru. Holtamönnum og öðrum aust- anvjerum vil jeg gefa þetta heil- ræði: Komið að Rauðalæk og sjáið hvernig hægt er að herfa og jafna hina körgustu móa svo að eggsljettir verði yfir að líta. En lengur megið þið heldur ekki fylgja fyrirmyndinni, sem þar er gefin. Framhald hinnar rjettu meðferðar á flögunum getið þið svo sjeð á Lýtingsstöðum eða annarsstaðar þar sem frjósam- astar sáðsljettur er að finna. Gleymið því ekki, að aðalatriði ræktunarinnar er ekki það að rífa móana niður, heldur miklu frem- ur hitt: að frjóvga þá og græða. Gera þá að ræktaðri og frjó- samri jörð. 1 Holtunum hyllir nú undir dagsbrún nýrrar tíðar — túna- ræktunarinnar. Fullur helmingur af bændum sveitarinnar hefur nú byrjað á að leggja undir sig ó- ræktina. Hinir koma svo á eftir hver af öðrum og svo koll af kolli. Ræktunaraldan hefur nú risið svo í sveitinni, að hún fell- ur naumast aftur. Og það eru enn fleiri vormerki á baugi í sveitinni en þetta. Fátt er um dauðsföll, en fæðingar all- margar. Og aldrei í mannaminn- um hefur unga fólkið í Holtun- um gengið eins kappsamlega að því verki að velja sjer maka eins og einmitt nú í ár. En bágt er ef þetta unga fólk verður flest að hröklast burt úr sveitinni sinni, vegna ónógra lífsskilyrða þar. Því óhætt væri Holtamönn- um að tífalda tölu sína, eða jafn- vel tvítugfalda, án þess að land- rýmið þryti þá, væri þess aðeins gætt að auka nýræktina eftir þörfum og haga sjer að öðru leyti eftir ástæðunum. — Fjelagslyndið þarf að færast í auka og leggja undir sig fólkið. Nýræktarandinn á að vaka og leggja undir sig landið. Helgi Hannesson. _-----o------ Gestur Pálsson Ritsafn hans, sem áður er sagt frá, er nú komið út. Er það stór bók, um hálft sjötta hundruð síður, prentuð á vandaðan papp- ír og með mynd G. P. Fremst í bókinni er alllöng og fróðleg grein um Gest, líf hans og list, eftir Einar H. Kvaran, sem var honum nákunnugur um helsta starfsskeið æfi hans. Eru m. a. í grein þessari leiðrjettar nokkrar fyrri missagnir um Gest. 1 bók- inni kemur annars í fyrsta skifti fram heildarútgáfa af ritum Gests, þannig, að safnað er sam- an á einn stað skáldritum hans fyrst og fremst, sem áður eru prentuð en nú orðin ófáanleg, og svo fyrirlestrum hans og blaða- greinum, sem verið hafa á tvístr- ingi í blöðum og bæklingum hing- að og þangað, algerlega óað- gengilegar og ókunnar flestum núorðið, nema helst fyrirlestur hans um Reykjavíkurlífið, sem að sjálfsögðu er allur tekinn upp í Ritsafnið. En í blaðagreinum Gests, bæði í Suðra, sem hann vann að hjer heima, og Heims- kringlu, sem hann stjórnaði vestra, eru margar snjallar grein- ar og fjörlega ritaðar, sem lýsa vel manninum og samtíma hans. Einnig er í safninu nokkurt efni, sem aldrei hefur verið prentað áður og er helst að geta um fyr- irlestur þann, sem Gestur hjelt hjer í Rvík 1889, um „Nýja skáldskapinn" og sýnir vel af- stöðu hans til íslenskra bók- menta. Þá eru loks teknar í safn- ið nokkrar þýðingar Gests, úr ritum Turgenjews og Henriks Pontoppidans og síðast er sagt frá svip, sem Gestur sá eitt sinn heima í Mýrartungu. 1 bókarlok er svo brot úr dómi G. Brandesar um sögur Gests og eftirmáli Þor- steins Gíslasonar, sem gefið hef- ur safnið út og valið efnið í samráði við E. H. Kvaran. Alls eru í safninu allar 10 sögur Gests, úrval úr kvæðum hans, milli 20 og 30 kvæði, þ. á m. sum óprentuð áður, allir, 3, fyr- irlestrar hans og um 20 greinir úr blöðum hans, sumar langar. s. s. ferðasagan vestur um haf og dómurinn um kvæði Matthí- asar Jochumssonar. Ritsafnið er óvenju ódýr bók og líkleg til þess að verða vin- sælt rit, eins og sögur Gests hafa ávalt verið, að maklegleikum. En um þær sagði G. Brandes svo, er nokkrar þeirra voru þýddar á dönsku: Bak við þær má eygja hámentaðan, skarpskygnan rit- höfund, mannþekkjara, sem ekki lætur blekkjast, verulegt skáld, bæði tilfinningaríkt og skarp- hæðið. Esperantðfjelag er verið a3 stofna hjer. Ferðamannaf jelag er nú í ráði að stofna hjer, í líku sniði og tíðkast víða erlendis. Á það að taka að sjer að greiða fyrir ferða- mönnum hjer, kynna landið er- lendis og hæna hingað ferðafólk.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.