Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.11.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 30.11.1927, Blaðsíða 3
LOGKJÍÖ'f TA Ný bök. 1 „Álfagullið" heitir æfintýri ný- komið á markaðinn. Höfundur þess er Bjarni M. Jónsson, skóla- stjóri í Grindavík. „Kóngsdóttir- in fagra" kom út eftir hann í fyrra. Hefir það æfíntýri orðið vinsælt. Tryggvi Magnússon hstamaður hefír prýtt Álfagullið með mörg- um prýðisvel gerðum. myndum. Pappírinn er góður, ytri umbún- aður laglegur. Prentið er stórt og sjerlega gott til lestrar fyrir börn. Galli er það á rjettritun, að é er notað fyrir je, sem er lögboð- in skólarjettritun. Allar bækur barna skyldu þannig ritaðar með- an svo er ákveðið. Enginn viðvaningsbragur er á máli, stíl og meðferð efnis. Og stígandi frásagnarinnar er þann- ig, að eftirtektin hefir nóg að gera. Tökin eru fastari og leikn- in meiri en í fyrra. Aðalpersónur æfintýrisins þjóna einni lund og stefna sínar götur. Launin verða ólík, en eftir verð- leikum uppskeran. Þetta er und- irstraumur æfíntýrsins. Það er leitast við að greiða úr gátunni um álfagullið, sem lætur steina fyrir steina, tómlæti og myrkur fyrir kaldar undirtektir, en gefur gull fyrir góðverk. Andstæður eigast við, en það góða hefir öll tök og heillar hug- ann. Fyrrum voru myrkravöldin máttug og grimm. Hjer hafa þau felt fjaðrir sínar. „Álfamóðirin alvísa" heyrir ekki hróp Bjarnar, því að: „móð- ir vor heyrir andardrátt blóm- anna og skóhljóð dags og nætur. En hún heyrir ekki hróp þeirra hjartna, sem mæla af grimd". segir í Álfagullinu. Það er ekki með öllu vanda- laust að fara svo með efni æfin- týra, að það verði ekki annað- hvort hjegómlegt og væmið eða útþynning annara þynninga. Og það er ekki minni vandi að taka mátulega mikið og margt, en hugsa ekki um að tæma alt. Þyk- ir mjer höf. hafa leyst þenna vanda vel. Það er einkenni æfintýra, að þau eru auðug af myndum og dautt og lifandi, dýr og menn mælast við eins og maður við mann. Þetta dillar ímyndun og eyrum og er því einkum hugnæmt börnum. En barnagullin tákna jafnan eitthvað úr heimi þeirra vöxnu, frá veröld alvörunnar. Þannig er það líka um vel gerð æfintýri, þessi barnagull bók- mentanna. Alvaran býr á bak við gullin. Og „álfagullið" verður nokkuð þann veg, sem hver vill. Sje efnið klætt úr og krufið til mergjar, koma löngum í ljós sannindi, sem öllum má verða gagn í að heyra, bæði vaxandi og vöxnum. Þannig hygg jeg að verða muni um þetta nýkomna æfíntýri. Og það virðist í engu bregðast þeim vonum, er menn gerðu sjer um höf. í fyrra, þegar „Kóngsdótt- irin fagra" kom út. Þetta er jólaæfintýri. Mun mörgu barninu þykja jólakertin brenna óþarflega ört við lestur þess. Isak Jónsson. In memoriam. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku 1850—1927. Þeirra skyldi hæsta hrósið og heiður eftir lífsins dag, best sem hafa borið ljósið með birtu yfir þjóðarhag. Þeirra' er gáfu dæmin dýru dygða' og starfa öðrum lýð; göfgis deildu gulli skíru, — gjöfum bestu hverri tíð. Vænlegra' yrði um vinatrygðir, vit og iðju' og hjartans ment, ættu landsins breiðu bygðir bragna marga' er ljetu kent fólki' að iðka fræðin góðu, fægðan.skjöld að bera hátt, unna' og meta andans sjóðu, eyða stríði, græða sátt. Mörg fekk blómgast bygðin fríða best, af gerðum einstaks manns. Menning óx í lífí lýða af láni, viti' og drengskap hans. Hann rjeð hugsa, horfa' og vaka, hann rjeð starfa dag sem nátt; heimsku' og lygð frá stafni stjaka, stýra af snild á allan hátt. Hvað er fólksins ment og menning móti' ei hugsjón líf og strit? Stoðar lítið starf og kenning stýri' ei iðju framsýnt vit. Baráttu' eiga brautryðjendur byrgði stör þeim valin er. Sá í þrekraun sífelt stendur, sem að merkið fremstur ber. Fjöldinn best sjer farnast lætur forsjá studdur göfugs manns. Flestur* verður maður mætur merki undir höfðingjans. Hver ein sveit er sára döpur sje þar hvergi rausnarból, líkt og auðn, er næðir nöpur norðri mót, og fjærri sól. II. Þú varst hinn fremsti' að þreki' og dáðum þú hefur vaxtað mikið pund/ Hygginn að viti, heill í ráðum, höfðingi' að rausn og skörungs- lund. öllum var hús þitt athvarf hlýjast að því bar margan þreyttan gest. Orðtakið það er elst og nýjast, að auðurinn hjartans vegur mest. Vinátta þín var sviklaus sjóður, soralaust hjartað, hvergi tál. Það var ei stopull góugróður, sem greri' í þinni hlýju sál. Það var æ bjart í þínu geði, þar var ei skuggi ofstopans. Fögur er ætíð góðs manns gleði, gott er að dvelja í návist hans. Þú hefur elskað, þráð og lifað, þú hefur glaður beðið hel. Þú hefur miklu bjargi bifað úr brautinni niðja. — Farðu vel! III. Við helfregn er oft eins og húmi af nótt og hveini strengir, er sundur hrukku Yfir dauða þínum er dagskin rótt og dýrðarómur af jólaklukku. 1 nóv. 1927. Þorst. Krístjánsson. Töframagn helgisiða. Eftir Jón Árnason. Nl. Djáknavígslan er sú lægsta af hinum hærri vígslum kirkjunnar og lyftir þeim, sem hana fær, á hærra stig og gerir hann mót- tækilegan fyrir sjerstaka orku- tegund. Hann má því vinna á- kveðin verk í kirkjunni. Prestsvígslan er að mun hærri og voldugri og veitir meiri rjett og meira vald, eins og sjest á því, að hann má miklu meira gera en djákninn. Loks er biskups vígslan hæst þeirra allra og veitir alt það vald og hæfileika, sem til þess útheimtast að fara með all- ar athafnir kirkjunnar, eins og áður hefur verið minst á. Að maðurinn verður þannig opnaður og gerður farvegur fyr- ir æðri öfl, er meðal annars fyr- ir þá sök, að hann er á því stigi í heildarkerfi náttúrunnar, sem eru takmörkin á milli hins lægra og æðra. Hann hefur hægri fót- inn í hinum æðri heimum, heim- um, sem eru fyrir ofan hina mannlegu þróun, en sá vinstri er í heimum lægri þróunar. Dýrin hafa eigi þessa stöðu og því er eigi unt að gera þau að stöðug- um farvegi fyrir æðri öfl. Sjö aflstöðvar eru í mannin- um og eru þær meðal annars þessi sambandsliður. Aflstöðvar þessar víkka við vígslurnar og fer því miklu meiri orka í gegn- um þann mann, sem vígslu hefur þegið, en hinn, sem enga vígslu hefur. Við sjerhverja athöfn, sem framkvæmd er, kemur nýtt yf- irstreymi andlegrar orku og fell- ur flóð þetta yfir kirkjuna og söfnuðinn og hefur áhrif á stóru svæði umhverfis. Verður hið innra líf allra þeirra er búa á staðnuni fyrir meiri og minni á- hrifum frá töfraniagni þessu, vekur þá og tendrar ijós með þeim og lyftir þeim smátt og smátt í áttina til hinnar innri og æðri vitundar. Kornloftið. Tilgangur og töframagn siðaat- hafna er að opna leiðir fyrir sjer- stakar tegundir andlegrar orku og leiða hana niður til vor, sem á jarðríki búum. Gerist það með þeim hætti, sem að framan getur. Orku þessari er stöðugt veitt um hin æðri svið tilveru, en hún nær eigi að komast niður í jafn- ríkum mæli og í því ástandi að við getum notið hennar. Þess vegna þarf að gera farvegi fyrir hana. Fyr meir var það siður kaup- manna að geyma kornbirgðir uppi á lofti í vöruhúsum sínum. Var kornið látið í afmarkaða bása eða stíur. Trjepípur, víðar nokkuð, lágu í gegnum loftið niður í búð- ina og þurfti eigi annað en að draga frá rennilok, þá streymdi kornið niður. Settu menn svo poka undir og ljetu renna í hann. Hinum æðri sviðum mætti líkja við kornforðabúr, þar sem upp væri safnað andlegri orku mann- kyni til aðstoðar og blessunnar, en kirkjan sem helgisiðakerfi er einskonar pípa, sem kraftur þessi flýtur um til allra þeirra, sem setja poka sinn undir og láta fylla hann. Við þetta niðurstreymi fá menn tækifæri til þess að styrkja hið innra líf sitt og veita því ætíð nýja næringu, því sakra- mentin, náðarmeðölin, hafa verið gefín öllum án tillits til ytri að- stöðu. Einungis traust, hollusta og einlægni ætti að vera skilyrði fyrir viðtöku þeirra. Slík forðabúr eru til og þau eru notuð í þarfir mannkyns og þeir, sem vinna óeigingjarnt, þeir, sem vilja fórna hæfileikum sínum, þekkingu, efnum og lífl í þjónustu mannkyns, þeim eru opnaðar þessar voldugu upp- sprettur afls og orku, því þeir eru orðnir miðlar, en eigi eig- endur. Þegar einhver stofnun hefur orðið fyrir því óhappi, að sjálfs- elskan, valdafýknin og eigingirn- in eru setstar í hásæti hennar, jafnvel þó að hún hafi ráð á náðarmeðölum, þá smáþornar hún upp og verður loks hismið eitt, andlaust og skorpið. En meðan fórnin, þjónustan, hinn sanni miðlari situr á veldisstóli, þá streyma stöðugt um hana endurnýjunarstraumar, — hún er síung. Niðurlag. 1 framanskráðum línum hef jeg | gert tilraun til að lýsa nokkrum j þeim atriðum, er standa í sam- ! bandi við helgisiði og ætlunarverk þeirra. Jeg hef ýmislegt sagt, sem eigi er sannað, og haldið fram því, sem jeg eigi hef rökstutt. Hef jeg orðið að gera það, því eins og gefur að skilja, er hjer um dulspekileg atriði að ræða. Mjer hefur virtst nauðsynlegt að taka þetta mál lítillega til at- hugunar, því nú gera menn meiri kröfur til helgiathafna en áður. Því er eigi úr vegi að gera stutt yfirlit yfir aðalatriðin í þessu máli, sem að minni hyggju er bæði beinlínis og óbeinlínis svo mikilsvarðandi fyrir framtíðar- þroska manna. Helgisiðirnir eru einn öflugasti þátturinn í heims- rásinni. ------o------ Milliþinganefndin í búnaðar- málum er nú fyrir nokkru tekin til starfa hjer, en í henni sitja Jör. Brynjólfsson, Þór. Jónsson og Bernharð Stefánsson. Ekki mun hún ljúka öllum störfum sín- um í vetur, en þau eru marg- þætt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.