Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 30.11.1927, Side 4

Lögrétta - 30.11.1927, Side 4
4 LÖGRJETTA AuglýSing um viðauka við auglýsingu 10. des. 1926 um innflulningsbann. Með því, að gin- og klaufnaveiki hefir gosið upp að nýju í Danmörku og Svíþjóð, er auk þeirra vörutegunda, sem taldar eru upp I auglýsingu 10. desember 1926 hér með samkvæmt lögum nr. 22, 15. júní 1926, um innflutningsbann á dýrum o. fl., bannað fyrst um sinn að flytja til landsins frá þessum löndum smjör, osta, egg, þuregg, hverskonar fóðurvörur frá mjólkurbúum, tusk- ur allskonar, ull, brúkaðan fatnað, fiður, fjaðrir og dún. Ennfrem- ur er bannað að flytja til landsins frá sömu löndum stráábreið- ur, körfur úr strái, dýrahár og vörur úr því, svo sem burstavör- ur aliskonar, pensla, kústa og hrosshársborða, nema vörumar hafi verið sótthreinsaðar undir opinberu eftirliti áður en þær voru fluttar á skip og vottorð um það fylgi farmskrá skipsins eða farmskírteini yfir vörurnar. Auglýsing þessi öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 21. nóvember 1927. Tvyggvi Þórhallsson Vigfús Einarsson. Æfisagð Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Afneitun Pjeturs. Aðeins tveir af lærisveinunum höfðu snúið aftur, er þeir allir flýðu, og fylgdu síðan álengdar eftir hópn- um, sem flutti Jesú bundinn til borgarinnar. Þessir tveir voru þeir Símon Jónasson og Jóhannes Zebedeusson. Jóhannes var eitthvað kunnug- ur þjónustufólki Kaífasar og fór inn um garðshliðið hjer um bil samhliða Jesú, en Pjetur vildi ekki fara ixm og nam staðar utan við hliðið. Þegar inn var komið, tók Jóhannes eftir, að fjelaga hans vantaði. Gekk hann þá út aftur og fjekk konuna, sem dyr- anna gætti, til þess að leyfa Sím- oni inn. En um leið og hann gekk inn, þóttist hún kannast við hann og sagði: „Ert þú ekki líka einn af lærisveinum þessa manns?“ En Símon ljet sem hann þyktist við spuminguna og kvaðst ekki skilja, hvað hún ætti við. Þeir Jóhannes settust svo við eld, sem þjónamir höfðu kveykt í garðin- um, því nóttin var köld, þótt í apríl væri. En dyragætslukonan gekk á eftir þeim til þess að gá nánar að Símoni og sagði aftur: „Þú varst líka með Jesú frá Naza- ret“. En Símon neitaði aftur og kvaðst ekki þekkja hann. Konan hristi þá höfuðið, en gekk aftur til dyranna. En þeir, sem við eld- inn sátu, fóru þá að veita Símoni nánari eftirtekt og einhver þeirra sagði: „Víst ertu einn af hans mönnum; málfæri þitt kemur upp um þig“. En þá tók Símon að neita í ákafa og sverja fyrir, að þetta væri rjett. Einn af þjón- unum, frændi Malkusar, sem Símon hafði höggvið af eyrað, sneri sjer þá að honum og sagði: „Sá jeg þig ekki með honum úti í garðinum?“ En Símon neitaði að svo gæti verið og kvaðst ekk- ert þekkja þennan mann. Um leið og þetta gerðist, leiddu varðmennimir Jesú bundinn gegnum garðinn áleiðis frá Ann- asi til Kaífasar, sem bjó hinu- megin í húsinu. Jesús heyrði, hvað Símon sagði og leit til hans. Það var engin ávítun í augna- ráði Jesú, heldur mildi og blíða. En alt fram til dauða síns gat Símon aldrei gleymt því, er Jes- ús leit þama til hans þessa hræði- legu nótt. Nú hefði hann ekki framar getað neitað. Hann var lamaður, blóðið steig honum til höfuðsins og bálið í garðinum varð honum eins og helvítis eld- ur. Hann reis með erfiðismunum á fætur og skjögraði til dyranna. Þegar hann kom út fyrir hliðið, heyrði hann í næturkyrðinni hana gala í fjarlægð, og þetta fjöruga gal hafði lík áhrif á hann og óp, sem vekur möratroð- inn mann af svefni. Hann reikaði frá hliðinu með höfuðið byrgt í kápu sinni og grjet sáran. Gráttu, Símon, meðan guð ann þjer sælu iðranarinnar. Gráttu yfir sjálfum þjer og öllum, sem á sama hátt hrasa. Hver er sá, sem ekki hafi að minsta kosti einu sinni gert það sama, sem Símon gerði? Hve margir okkar, sem fæddir era innan kirkju Krists og hafa beðið til hans með bamavöram okkar, hafa síðan að- eins af ótta við eitt bros sagt: Jeg hef aldrei þekt hann? ----o--- I, A. Lefolii. Það hefur frjetst hingað, að I. A. Lefolii, fyrverandi eigandi „Eyrarbakkaverslunar", sje lát- inn, 67 ára gamall. Lefoliiamir, | eldri og yngri, voru í nærri 3 ald- | arfjórðunga eigendur þessarar I verslunar, sem í mörg ár var tal- | in með stærstu verslunum hjer á i landi, sem skiljanlegt er, þar eð ; flestir bændur úr þremur stór- ! sýslum: Ámes-, Rangárvalla- og j Skaftafellssýslum, þá versluðu á Eyrarbakka. Lefoliiamir voru I kunnir fyrir orðheldni og áreið- anleik í viðskiftum, og með rjettu, þar eð þ eir ekki aðeins fullnægðu sjálfgefnum loforð- um, heldur einnig þeim loforðum, sem verslunarfulltrúar þeirra gátu hafa gefið í verslunarsök- um, þó þau loforð, ef til vill, stundum hafi verið gefin í flýti og haft allmikil útgjöld í för með sjer. Eyrarbakka, 20. nóv. 1927. Kunnugur. Fjárlðg Dana. Neergaard fjármálaráðherra lagði nýlega fyrir danska þingið fjárlög fyrir árið 1928—29. Af- koma síðasta fjárhagsárs, sem endaði 1. apríl s. 1., var þannig að tekjumar voru 369 miljónir kr. og gjöldin 362 milj. eða 7 milj. kr. tekjuafgangur og er það 5 milj. kr. meira en ráð var fyrir gert. Mest voru tekjurnar ýmsir neytsluskattar, 209 milj., en tekjuskattur nam 87i/2 rnlij, og eignaskattur 41 milj. Sjerstakur kaffihúsaskattur nam 16 milj. og skemtanaskattur 5 milj. Ríkis- eignir voru taldar 337 milj. kr., eða 43 milj. kr. meiri en árinu áður. Ríkisskuldir um c. 30 milj. kr. en samt era danskar ríkis- skuldir ennþá 1163 milj. kr„ og þar af 528!/2 milj. erlendar skuld- ir. Frá fjárlögum þessa árs hafði Bramsnæs gengið, þótt Neergaard tæki við áður en fjárhagsárið var útrannið. Á hinum nýju fjárlög- um Neergaards er gert ráð fyrir 16 milj. afgangi á ríkisrekstrin- um, á pappímum, en í raun og eru er gert ráð fyrir c. 5 milj. halla, vegna þess að á ríkiseigna- lið fjárlaganna er ráðgerður c. 20 milj. halli, sem rekstursafgang- urinn gengur upp í, en sá halli á aftur að koma fram í aukinni sjóðeign á öðram lið svo að meginniðurstaða reikninganna á að verða c. 16 milj. aukning ríkis- eignanna, svo afkoman, sem fjár- lögin gera ráð fyrir er í heild sinni talin góð. Á hinum nýju fjárlög- um er gert ráð fyrir niðurskurði á flestum sviðum, nema hermál- um, þar er upp undir 4 milj. hækkun. Hefur Lögrjetta áður sagt frá niðurskurðaráætlun dönsku stjómarinnar. Helstu gjaldliðirnir eru nú til þarfa inn- anríkisráðuneytisins nærri 68 milj., til ýmsra mentamála 6iy2 milj. til heilbrigðismála nærri 42 milj., til hermála 58 milj. (og þykir mörgum óþörf eyðsla), til búnaðarmála rúmar 11 milj., til samgöngumála 8 milj., til kirkju- mála c. 3 milj. og til þingkostn- aðar nokkuð á 3 milj. Alls eru gjöldin nærri 316y2 milj. kr. ----o---- Sjerhver hefur verið leikinn nokkram sinnum og þótt fara vel úr hendi. Minni er samt aðsókn- in, en ætlað mun hafa verið, enda var aðgangurinn í fyrstu seldur óhæfilega dýrt og öllum almenningi um megn, en hefur verið lækkaður. En af Adam Poulsen, sem hefur veg og vanda af þessum leik, er nú farið nýja- bragðið fyrir Reykvíkingum, svo hann dregur ekki sjerlega mikið að, þótt hann sje góður leikstjóri. Dans. Danskennaramir Ásta Norðmann og Lilla Möller hafa nokkrum sinnum undanfarið sýnt dans milli sýninga í Gamla Bíó, við góðan orðstír. Þær hafa num- ið dans í Kaupmannahöfn, Lond- on og París og haft fjölsóttan dansskóla' hjer í bænum undan- farið, bæði fyrir böm og full- orðna. En þær dansa prýðilega sjálfar og þykja ágætir kennarar. Strand. Nýlega strandaði vjeL skipið Aldan frá Vestmannaeyj- um, við Araarstapa. Til tolleftirlits hefur stjómin sent menn í nokkura helstu kaupstaði og verða þeir lögreglu- stjórum þar til aðstoðar. Nýr viti er nú reistur á Flat- eyrartanga 1 önundarfirði og logar frá 1. ágúst til 15. maí. Gin- og klaufasýki hefur aftur gosið upp í Danmörku og Sví- þjóð og allskæð að sogn. Hefur atvinnumálaráðherra þess vegna hert á innflutningsbanninu, sem sett var 10. des. 1926, og er nú til viðbótar við það, sem þá var bannað, heftur innflutningur S ýmsum vöram, sbr. auglýsingu, sem athygli skal vakin á. Jónas Sveinsson læknir hefur undanfarið verið erlendis, mest ! Vínarborg, til þess að kynnast nýjustu yngingaraðferðum Eisel- bergs prófessors. Hann sat einn- Ig læknafund í Búdapest, þar sem Voronoff talaði um tilraunir sín- ar. Hefur Jónas sagt í viðtali við erlent blað, að hann hafi í hyggju að gera hjer nokkrar Voronoffs tilraunir á sauðfje, en þær eru nú gerðar í stórum stíl fyrir til- stilli frönsku stjómarinnar, til kynbóta, og hefur Lögrjetta áður sagt allrækilega frá þeim, eftir skýrslu Voronoffs sjálfs. Bráðapest hefur dálítið gert vart við sig hjer í nærsveitunum. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.