Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.12.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 07.12.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, miðvikudagimi 7. desember 1927. 62. tbL Um v'ða veröld. Spengler um jafnaðarstefmina. Oswald Spengler hefur á und- anförnum árum verið einhver mest umtalaði heimspekingur Ev- rópu, eða síðan út kom hið mikla rit hans um „Hrun Vesturlanda", í ófriðarlokin. Um meginskoðan- ir hans í því riti var fyrst skrif- að hjerlendis í greinaflokki í Lög- rjettu. Síðan hefur Spengler ritað nokkrar bækur, m. a. um þjóð- fjelagsmál og einnig endurskoðað meginrit sitt, einkum í þeim greinum, sem helst urðu fyrir áiasi sjerfræðinga. En aðalkenn- ingum sínum hefur hann haldið óbreyttum og er ritum hans enn mikill gaumur gefinn. Meðal þeirra mála, sem Spen- gler hefur látið til sín taka, er jafnaðarstefnan. 1 skýringum sínum og samanburði á menn- ingarskeiðum mannkynssögunnar gerði hann jafnaðarstefnu nútím- ans hliðstæða stóustefnunni grísku og rómversku og indversku Búddhastefnunni og hefðu allar stefnunnar komið fram á „vetr- ar"- og hnignunarskeiði sögunnar, þegar menningin fer að verða stórborgamenning og hneigjast í áttina til trúleysis, efa og hag- nýts-siðgæðis, en sköpunarmagn sálarinnar þverr. Annars segir Spengler að bæði það sem meðhaldsmenn og mót- stöðumenn jafnaðarstefnunnar segi um hana sje jafnrjett — að hún sje ímynd framtíðarinnar og tákn hnignunarinnar. Við erum allir jafnaðarmenn, án þess að vita það. Við aðhyllumst jafnað- armensku sem lífsstefnu eða til- finningu, hvort sem við viljum eða viljum ekki, og jafnvel and- staðan gegn henni ber merki hennar. Að þessu leyti eru nú all- ir jafnaðarmenn eins og menn síð- fornaldarinnar voru stóumenn án þess að vita um það. Þrátt fyrir sjónhverfingar yfir- borðsins er jafnaðarstefnan ekki kerfi samúðarinnar, mannúðar- "innar, friðarins eða framfærslu- hjálparinnar. Hún er kerfi viljans til valdsins. Alt annað er sjálfs- blekking. Tilgangurinn er hver- vetna vald og yfirráð, vaxandi velferð, ekki hinna veiku, heldur hinna starfasterku, sem hljóta eiga frjálsræði starfsins, óbundn- ir af hömlum eigna, ættar eða erfða. Siðgæðisboðin fara í sömu átt. Þekkingin er ekki framar dygð, eins og hjá Sókratesi, hun er vald, eins og Bacon sagði. Alt veltur á starfinu, framkvæmd- inni. Hliðstæð kröfu Forn-Róm- verja um brauð og leiki — panem et circences —, er krafa vest- rænnar nútímamenningar um rjettinn til vinnunnar, sem endar í kröfunni um skylduna til að vinna. öll jafnaðarstefna hvílir að þessu leyti á þýskum grundvelli, úr heimspeki Fichtes. Fornmaðurinn hafði ekki sögu- legan skilning á lífinu. Gullöld hans var í fortíðinni. Nútíma- maðurinn, jafnaðarmaðurinn, skoðar alt sögulega. Hann er mað- ur framtíðarinnar. Tilgangur hans er ekki einungis sá að vita fram- tíðina, heldur einnig sá, að skapa hana. Þriðja ríkið, sem Ibsen kallar svo, er hugsjón hans, ger- mönsk hugsjón. Líf Alexanders var undursamlegur líðandi draum- ur. En líf Napóleons var afskap- legt starf, — ekki fyrir sjálfan hann og ekki fyrir Frakkland, heldur fyrir framtíðina alla. En í þessum efnum verður saga jafn- aðarstefnunnar einnig sorgarsaga. Því hún er ómegnug þess að skapa framtíðina. Maðurinn hefur á ekkert að vona. Menn geta verið meinskarpir, þegar um það er að ræða, hverju eigi að eyða, hvaða verðmæti þurfi að meta að nýju, eins og Nietzsche var. En hann varð þvoglulegur og hvers- dagslegur þegar hann átti að gera þess grein hvert skyldi stefna og ofurmenni hans varð einber hje- gómi. Eins var ^um Ibsen, Wag- ner, alla. Inst inni finnur jafn- aðarmenskan, og öll vestræn menning til þess, að alt starf hennar og alt tal hennar um þriðja ríkið er örvæntingarfull sjálfsblekking, einmitt það sem Ibsen sjálfur kallar lífslygar. Vegna þessa alls, segir Speng- ler, er jafnaðarmaðurinn deyjandi maður, jafnaðarstefnan fylgi- stefna hnignunarinnar og vottur deyjandi menningar. H. J. Muller og erfðarannsóknir. Nýlega sagði Lögr. dálítið frá erfðarannsóknum nútímans, en þeim málum er nú víða mikill gaumur gefinn meðal mentaðra manna. Fyrir skömmu var í Berlín haldinn alþjóðafundur fræðimanna sem við þessi efni fást. Merkasta erindið, sem þar var flutt, er talið erindi það, sem ameríski háskólakennarinn H. J. Muller flutti um rannsóknir sín- ar. Hann er kennari í dýrafræði við háskólann í Texas, en það er allstór háskóli með um 70 kenn- urum. Tilraunir sínar gerði Mull- er aðallega með svonefndar ban- anflugur, en þær ná fullum þroska á hjer um bil þremur vikum og má því rannsaka marg- ar kynslóðir á einu ári. En til- raunir hans eru í því fólgnar, að láta x-geisla verka á kynsellur skordýranna og sjá hvaða áhrif það hefur á erfðirnar. Við þess- ar tilraunir hefur það merkilega fyrirbrigði komið í ljós, að með geislunum er unt að breyta grundvelli erfðaeinkennanna. En þar með telja fræðimenn að fenginn sje merkilegur grundvöll- ur undir þýðingarmiklar kyn- bótatilraunir og opnuð mikils- varðandi leið til merkilegra at- hugana á eðli og möguleikum erfðanna. Áhersla er samt á það lögð, að enn sjeu rannsóknir þess- ar skamt á veg " komnar, þótt gerðar hafi þær verið bæði á plöntum og ýmsum dýrum. Á mönnum hafa þær ekki verið gerðar enn. Því þótt möguleikar eigi að vera til þess, samkvæmt tilraunum, að koma upp einungis góðkynjuðum úrvalsmönnum, geta geislaáhrifin undir vissum kringumstæðum einnig haft þau áhrif á kynsellurnar að fram kæmu fábjánar, og kunna menn ekki enn til fulls með þetta að fara. En það er álit erfðafræð- inga, að með tilraunum Mullers sje hið merkasta framfaraspor stigið. En líffræðin er einhver merkasta fræðigrein nútímans. Líffræði og trú. Þróunarkenningu í einhverri mynd aðhyllast nú langflestir, þótt margt hafi fræðimenn að athuga við ýmsar einstakar skoð- anir í kenningum brautryðjenda í þessum efnum, eins og Lamarkes og Darwins. Út af þessum málum stendur nú mikil rimma í Bret- landi, eins og fyr er frá sagt í Lögrj., vegna ummæla Barnes biskups. Kanúki við Pálskirkj- una, Bulloch-Webster, varð til þess við hámessu er Barnes pre- dikaði að ákæra hann í heyranda hljóði fyrir villutrú og guðlast og væri nærvera hans í hverri kirkju svívirðing gegn guði almáttugum. I frásögnunum um þetta hefur venjulega verið lögð mest áhersla á skoðanamuninn milli biskupsins og andmælenda hans um þróunar- kenninguna, enda hafnaði biskup- inn eindregið bókstaflegri sköpun- arsögu ritningarinnar, þar sem allir málsmetandi líffræðingar viðurkendu nú, að maðurinn hefði þróast úr öðrum verum óæðri. 1 brjefi, sem erkibiskup- inn í Kantaraborg reit út af þessu segir hann einnig að ástæðulaust sje að gera hávaða út af því þótt boðuð sje í kirkju svo algeng og gömul fræðikenning sem þróunarkenningin. Hinsvegar er það annað atriði í afstöðu Birmingham-biskupsins, sem vald- ið hefur öllu meiri gremju ýmsra enskra hákirkjumanna. En það er skoðun hans á kvöldmáltíðar- sakramentinu og afneitun hans á eðlisskiftum brauðsins og vínsins, en kenninguna um þau taldi hann leyfar trúarskoðana frá lægra menningarstigi, en kristnir menn stæðu nú á. En þetta er bæði gamalt deilumál og nýtt. Ensku kirkjudeilunni er ekki lokið enn. Síðustu fregnir. Afvopnunarmálin ganga enn í þófi í þjóðabandalaginu og horf- ir þunglega. Afvopnunarnefndin hefur frestað fundum sínum þangað til í mars. Allsherjar af- vopnunarráðstefna er ráðgerð á næsta ári. I ofsaroki á Kaspía- hafi drukknuðu nýlega 620 fiski- menn. 1 Kína eru enn mestu ó- eirðir vegna borgarastyrjaldar- innar. 1 Buenos Aires hefur Al- jechin nýlega unnið heimsmeist- aratitil í skáktafli, af Capablanca. Hver er að afneita Kristi? Þessa spurningu leggur Einar H. Kvaran fyrir mig í síðasta hefti „Morguns", þar sem hann átelur mjög hvernig jeg segi frá skoðun minni á stefnu skólanna og stjórnarinnar í kirkjumálum hin síðari ár; hann virðist kunna betur við að staðið sje þjett í þann fótinn, sem frá Kristi og kirkju snýr, og sannleikann má ekki segja upphátt, þegar fröm- uðir" og „brautryðjendur" hinna nýju trúarbragða eiga í hlut. Hafa þessir „frömuðir" eða „brautryðjendur" svo litla trú á sínum eigin málstað, að þeir blygðist sín fyrir sín eigin orð og skoðanir þegar þær koma skýrt og umbúðalausar fram í dags- ljósið, eða álíti það móðgun fyrir sig, að sagt er frá stefnu þeirra og markmiði? Ein af þessum slæðum, sem sannleikurinn er hjúpaður í, er þessi spurning: Hver er að af- neita Kristi? Því hún gefur í skyn, að það geri enginn, hvorki nýguðfræðingar nje andatrúar- menn og guðspekingar maske ekki heldur, enda virðist „Morgunn" skoða þessar þrjár stefnur sem náskyldar eða að minsta kosti sem þrjá fóstbræður og berjast að sama marki, og er það að því leyti rjett að þær eru allar í meiii eða minni andstöðu við evangel. lút kirkju eða þá kirkju, sem íslenska ríkið á að styðja samkvæmt stjórnarskrá sinni. En þá er spurningin þetta, hvort þessar stefnur sje í and- stæðu við kirkjuna í grund-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.