Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 07.12.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.12.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA öOgejitta 3 LÖGBJBTTA Útgefandi og ritsfjóri Þorsteinn ÍS í s I » s o n ÞingholUstrjetí 17. Shni 178. Innheimtn 0£ afpreiðslji i Mið»tr*ti 3. vallaratriðum hennar, hvort þær afneiti Kristi, sem Guðs syni ein- getnum og endurlausnara mann- anna, eða hvort þær aðeins skýri þetta á annan veg en verið hefur, en játi hann samt sem sannan Guð frá eilífð til eilífðar, þótt hann væri maður á jörð. Jeg veit að það má leggja margskonar skilning í þessa spurningu: „Hver er að afneita Kristi?" vinda hana til á ýmsa vegu og smjúga svo í gegnum sjálfan sig fram og aftur enda- laust á henni, en jeg get ekki eltst við það, heldur vil jeg reyna að svara því og sýna fram á það, hvort þessar stefnur afneiti Kristi, sem sönnum Guði jöfnum föðurnum að dýrð og veldi, af- neiti honum sem frelsara og frið- þægjara mannanna; afneiti yfir- leitt guðlegri þrenningu. Þessar stefnur hafa víst engar eða fáar fastar kreddur ennþá, starf þeirra hefur meir snúist að því að rífa niður en byggja upp til þessa, kreddur, sem hægt sje að benda á, sem allir fylgjendur þeirra telji sjer skylt að játa, nema ef vera skyldi guðspeki- stefnan, enda munu fylgjendur hennar naumast firtast þótt jeg segi að þeir afneiti Kristi, sem sönnum Guði, jöfnum föðurnum að dýrð og veldi, því mjer skilst að þeir fari ekki dult með það, að Jesús Kristur sje einn af þeim mönnum, sem þeir nefna „meist- ara", hafi verið maður á nokkuð hærra þroskastigi en þá gerðist alment er hann var uppi, og því góður kennari og leiðtogi, en enganveginn verið sannur Guð. Andatrúarmenn virðast aftur á móti ekki allir hafa fyllilega sömu skoðun á Kristi, sumir ekki fjarri því að hann hafi verið guðleg vera að einhverju leyti, eða láta svo í veðri vaka, að minsta kosti, en aðrir afneita honum aftur algerlega. Þegar spurt er um hvort þessi stefna afneiti Kristi verður maður þvi að hugleiða hvað aðalmenn henn- ar kenna um Krist, því einmitt það verður að skoðast sem stefna þessa flokks í því máli sem öðru. Mjer þykir leitt hve lítið jeg hef af ritum andatrúarmanna til þess að taka hjer upp eigin orð þeirra, en það nægir næstum því að tína saman það sem stendur skráð í þessu eina hefti af „Morgni", til þess að finna út hver skoðun þeirra muni vera á Kristi: Sir Oliver Lodge segir: „Vjer (þ. e. andatrúarmenn) getum að- hylst hverja sem helst mynd trú- arbragðanna", þ. e. a. s. jafnt Múhamedstrú, Buddhatrú og hverskonar heiðin trúarbrögð eins og kristindóminn. Sir Arthur Conan Dayle segir: „1 mínum augum er spiritisminn grundvöllurinn og trúarbrögðin eru svo og svo mörg blóm, sem upp af honum spretta". J. Hewat Mackenzie segir: „En mótmælendur halda því fram, að Jesús geti haft samband við aðra menn, en neita því að slíkt sam- band geti átt sjer stað annara á milli". Þetta finst honum „alls- kostar órökrjett", sem von er, þegar litið er á Jesúm sem mann aðeins, sem hann sýnilega geng- ur út frá að allir verði að gera. Dr. Adolf v. Harnack segir: „Sonurinn á ekki heima í fagn- aðarerindinu, eins og Jesús hefur boðað það, heldur faðirinn einn", og Har. Níelsson prófessor gerir enga athugasemd við þessi til- færðu orð, að þau sjeu ekki rjett, enda þótt hann bendi á aðrar skekkjur hjá Harnack, t. d. neit- un hans á kraftaverkum, verður því að líta svo á, að prófessorinn telji þau rjett vera. Og loks sjest á bls. 230 í þess- um sama „Morgni", að Kvaran sjálfum fellur það mjög illa, að prestar skyldu samþykkja á síð- ustu. prestastefnu jafn sjálfsagða og eðlilega áskorun til stjettar- bræðra sinna eins og þetta: „að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, samkvæmt biblíunni". Hjer eru nú tilfærðar skoðanir allra þeirra sem ritgerðir eru | eftir í þessu umrædda hefti af „Morgni" og mjer finst þær ó- mótmælanlega benda í þá átt að þeir afneiti allir Kristi, sem Guðs syni og sönnum Guði. I einni bók andatrúarmanna, sem dáðst var mjög að hjer á landi fyrir nokkrum árum, stóð, að það sem allir andatrúarmenn hlytu að aðhyllast, hverjar sem skoðanir þeirra annars væru, væri þetta: að „syndafyrirgefn- ing væri ómöguleg". Er þessi kredda þeirra ekki eitthvað í þá átt að afneita Kristi? Það sem bjargaði mjer frá, að sökkva mjer of djúpt niður í andatrú, sem með dulspeki sinni og ýmsum óþektum fyrirbrygð- um, er mjög laðandi fyrir leit- andi æskumenn, var ritgerð eftir Einar H. Kvaran, þar sem mjer fanst af orðum hans, að anda- trúin og trúin á Krist, sem Guðs eingetinn son og endurlausnara manna, gæti ekki farið saman, en án Krists gat jeg ekki og get ekki verið, hann er sól lífs míns, sem allar mínar dýrmætustu von- ir eru tengdar við, þess vegna hallaði jeg mjer heldur að honum en andatrúnni. Fyrir þá grein er jeg nú þakklátur Kvaran, hve skýrt hann talaði þar; en hafi jeg skilið hann rjett, þá hefur hann sjálfur tekið andatrúna framyfir Krist og afneitað hon- um. Coulson Kernahau segir í bók sinni: Svartir hlutir: „Hvað sem takmark andatrúarmanna kann að verða í framtíðinni, virðist mjer takmörk þeirra nú vera það, að eyða trúnni á friðþæg- ingu Krists, og leiða oss hann fyrir sjónir sem miðil en ekki sem enduriausnara". Og á öðrum stað segir hann: „Rannsóknir mínar og öll hin mörgu brjef sem jeg hef fengið um þetta mál, benda á, að hinn éini tilgangur andatrúarinnar er, með öllum brögðum, að eyðileggja kristin- dóminn". Af þessu sjest að það eru fleiri en jeg, sem líta svo á, að andatrúin hafi það ekki fyrir aðalmarkmið að auka dýrð Krists meðal mannanna og leiða synd- uga menn til krossins á Golgata, enda þótt þeir láti stundum svo í veðri vaka, þykist styðja bæði kirkju og kristindóm. öll þessi hræsni og alt þetta undirferli, sem mjer finst skína svo oft í gegnum greinar margra andatrúarmanna og sumra ný- guðfræðinganna er mjer mjög ó- geðfeld og gerir máske það að verkum, að orð mín verða óþarf- lega hvöss, en hví segja menn ekki hreint út meiningu sína, ef hún nokkur er, hví þessar dylgj- ur og hálfsögðu orð, hví verið að nota gömul kirkjuleg orðatiltæki þegar alt annað er meiningin með þeim en verið hefur? Hver maður hefur rjett til þess að hafa sína skoðun um andleg mál fyrir sig, en enginn hefur rjett til þess að þykjast styðja þá kenningu eða þá trú, sem hann er að reyna að kollvarpa, shkt hefur frá fornu fari verið talið ódrengskapur hjer á landi eins og annarstaðar. Nl. Guðm. Einarsson. Tvær bæktir E. Stanley Jones: Kristus og Indien. O. Loshe, Kbh. 1926. (kr. 2.50). Olfert Ricard: Drag Jesus mig. O. Loshe, Kbh. 1927 (kr. 1.50). Hjer skal vakin athygli manna á tveim bókum, sem allur þorri þeirra, er dönsku skilja munu hafa gaman og gagn af að lesa. Einkum vildi jeg mæla með því, að þær væru keyptar fyrir lestr- arfjelög. Þau eru nú í flestum kaupstöðum og sveitum landsins, sem betur fer.. En sá galli mun á þeim sumum hverjum, að þeir sem sjá um bókakaupin, vanda hvorki valið sem skyldi, nje láta sjer umhugað um að hafa það sem víðtækast. Sumstaðar afla menn sjer eingöngu íslenskra bóka. Víða er aðaláherslan lögð á skemtibækurnar, rjettara sagt það, sem forráðamennirnir halda, að almenningur hafi mest gaman af, sem að dómi flestra þeirra er alt það, sem kallað er skáldsögur, þó sumar þær bækur, og það jafnvel ekki síst þær, sem lesnar eru af flestum, sjeu sannnefnt rugl. En þeir, sem kaupa til lestr- arfjelaganna, ættu ekki einungis að hugsa um hvað flestir girnast mest að lesa, heldur hvað allir ættu að lesa og hefðu mest not af. Og þá verða þeir að! reyna að útvega sjer jafnt útlendar sem innlendar bækur. Eins af sem flestum bókmentagreinum. Svokallaðar kristilegar bækur eru víst fáar keyptar í lestrar- fjelög nú. Mest líklega af því að menn standa í þeirri trú, að þær hljóti að vera leiðinlegar og eins muni enginn kæra sig um að fræðast af þeim. Hvorttveggja er mesti misskilningur. Þær bækur eru oft svo ritaðar að öllum geta verið til skemtunar, hvort sem þeir kalla sig trúaða eða trúlausa. Eins fýsir almenning miklu meira í fræðslu um þessi efni, en marg- ur heldur. Það sýnir hve vel gengur sala þeirra fáu bóka, sem hjer koma út af þessari tegund til dæmis Prestafjelagsritsins og Kvöldlestranna. En af því svo lítil völ er slíkra bóka á voru máli, er því meiri ástæða og nauðsyn til að almenningur eigi kost á að kynna sjer útlendar bækur af þeirri tegund. Er þá helst um þær að ræða, sem frum- samdar eru eða þýddar á Norður- landamálunum þremur: dönsku, norsku og sænsku, því þau skilur allur þorri landsmanna. Bækurn- ar, sem nefndar eru hjer að ofan, eru báðar tilvaldar í þessu efni, báðar skemtilegar aflestrar og gagnlegar. Sú fyrnefnda er eftir amerísk- an trúboða á Indlandi, og er eig- inlega samsafn fyrirlestra, sem hann hjelt í Ameríku 1924—25. 1 bókarformi hefur hún komið út sex sinnum á ensku. 1 fyrra var hún þýdd á dönsku. Þessi bók er mjög merkileg. Hún er eins skemtileg aflestrar og skáldsaga vegna skýrleika, orðheppni og dæmaf jölda höfundarins, en því meira nýja bragð er að henni og fróðleik á henni að græða, Á ensku heitir hún: The Christ of the Indian Road: Kristur á Ind- landi eða Kristur meðal Indverja, og tilgangur höf. er að lýsa hvaða áhrif Kristur hafi þegar haft á Indverja og hvernig líkindi eru til að hann umskapi þjóðina. Það sem honum er mest í mun að gera mönnum ljóst, er að Indverj- ar þarfnist og taki Kristi sjálfum tveim höndum, aftur á móti vilji þeir hvorki nje geti tileinkað sjer kristindóm Vesturlanda í alger- lega óbreyttri mynd. Fyrst og fremst ber bókin áþreifanlegan vitnisburð um gildi Krists fyrir heiminn, en jafnframt fræðir hún vel um margt í þjóðlífi Indverja. Og þetta verð jeg að segja: Jeg hef fáar bækur lesið, sem mjer hafa virtst bera merki víðsýnni anda og kristilega hugarfars en þessi. Jeg tek fyllilega undir með próf. Sigurði Sivertsen, er getur þess í Prestafjelagsritinu að æski- legt væri, að hún væri þýdd á íslensku. En meðan það er ógert ' geta menn lesið hana í dönsku þýðingunni. Síðari bókin er föstuhugleiðing- ar. Richard er með rjettu talinn einhver mesti ræðuskörungur danskra kennimanna. Hann er altaf fjörlegur og hressandi, skýr og orðheppinn, en líka ákveðinn og öruggur, hvetjandi og trúar- glaður. Þessi umgetna bók lýsir honöm ágætlega. Og þar sem víða hjer á landi, sömu hugvekj- urnar eru lesnar frá ári til árs, sökum þess að menn geta ekki fengið eða hafa ekki efni á að kaupa nýjar húslestrarbækur, er jeg viss um að margur yrði feg- inn, að geta fengið þessa og lík- w ar bækur í lestrarf jelögunum. Þó þær verði varla lesnar upphátt, vilja sjálfsagt flestir þeir á heim- ilinu, sem skilja málið lesa þær með sjálfum sjer. Og þeim mun þykja tíminn, sem til þess fer, góðar stundir. G. Á. --------o--------1 Minningar Einar Þorkelsson rithöfundur hefur sent nýja bók á markaðinn. Ferfætlingar komu í fyrra en nú Minningar. Eru það þrjár sögur. Fyrsta sagan, „Fósturbörnin", er um Imbu á Gili. Hún er ein þeirra kvenna, sem alt leggur í sölurnar til þess að hjálpa og hjúkra þreyttum og þurfandi mönnum og dýrum. Imba á Gili hugsar ekkert um að láta sjálfri sjer líða vel. Hún er bundin Gleipnissterkum böndum við kot- ið sitt, heiðina sína — sveitina sína. Útþráin hefur aldrei vakið öldugang á hugsunarhofi hennar. Hún finnur sælu í því að hjúkra og seðja sjerhverja lifandi veru, sem hún getur; ljósið sitt lætur hún skína að nóttunni til þess að leiðbeina viltum vegfaranda og sjálf er hún „ljós kærleikans", V. Hugo. VESALINGARNIR. burtu. Mabeuf stóð á virkisbrúninni, fölur og augu hans voru æðistrylt. Hann veifaði fánanum yfir höfði sjer og hrópaði aftur — Lifi lýðveldið! — Skjótið, hrópaði röddin og aftur skall kúlnahríð á virkinu. Gamli maður- inn fjell á knje, stóð aftur upp, misti fánann og datt svo aftur á bak ofan á götuna. Uppreisnarmennirnir urðu gripnir hrifningu. — Þvílíkir menn voru ekki þessii kóngsbanar! sagði Enjolras. En Courfeyrac hvíslaði að honum — Jeg vil ekki sljákka hrifninguna, en jeg get sagt þjer það, að hann var alt annað en kóngsbani. Hann hj'et Mabeuf, jeg þekti hann. Jeg veit ekki hvað kom að honum í dag. En víst er um það, að hann var hraustur, gamall jálkur. Enjolras hóf rödd sína og sagði — Borgarar! Þetta er dæmið, sem ellin gefur æskunni. Við hikuðum, hann kom. Við drógum okkur í hlje, hann sótti fram. Þetta er boðskapur þeirra, sem skjálfa af elli, til hinna, sem skjálfa af ótta. Þessi maður er virðulegur fyrir augliti föður- lands síns. Hann hefur hfað löngu lífi og dáið dýrðlegum dauða. Við skulum vernda þennan gamla mann dáinn eins og hann væri faðir okkar lifandi og láta nærveru hans meðal okkar gera virkið óvinnandi. Orðum hans var tek- ið með ákafa og fögnuði. Hann lyfti höfði öldungsins og kysti á enni þess. Svo færði hann hann varlega úr jakk- anum, sýndi fjelögum sínum blóðug götin á honum og sagði — Þetta er nú fáni okkar. Síðan breiddu þeir dökt sjal af madömu Hucheloup yfir Mabeuf gamla. Sex menn gerðu börur úr byssum sínum og báru hann berhöfðaðif hátíðlega inn á borðið í gestastofunni. Ungu mennirnir gleymdu sjálfum sjer svo í hinu heilaga starfi sínu, að þeir hugsuðu ekki hót um hættu þá, sem þeir voru staddir í. Götustrákurinn var sá eini, seni ekki hafði yfirgefið stað sinn meðan á öllum þessum ó- sköpum stóð. Honum sýndust nokkrir menn nálgast virk- ið og kallaði samstundis: Sjáið! Stúdentarnir komu í kös út úr vínstofunni. En það var næstum því orðið of seint. Þeir sáu blika á fjölda byssustingja rjett hjá virkinu. Herflokkur nálgaðist. Stundin var alvarleg. Á næsta augnabliki gat virkið verið sigrað, því hermennirnir voru að þokast inn í það. Bahorel rjeðst á þann fyrsta, sem bjóst til inngöngu og drap hann samstundis og sömu- leiðis þann næsta. Einn hafði ráðist á Courfeyrac og ann- ar miðaði byssusting sínum að götustráknum. En strák- urinn tók umsvifalaust byssu Javerts og miðaði henni á móti, en ekkert skot kom, því byssan var óhlaðin. Her- maðurinn fór að skellihlægja og mundaði aftur stingnum á strákinn, en í sama bili var hann lostinn höfuðskoti og f jell aftur á bak. En annað skot skall á þann, sem ráðist hafði að Courfeyrac og fjell hann einnig flatur til jarð- ar. Þetta voru handaverk Maríusar, sem nýkominn var inn í virkið. Maríus kom rjett í því að fyrst laust saman flokkun- um. Hann var hálf utan við sig fyrst, en bardagagnýrinn vakti hann af öllum efa og öllu hiki. Hann steypti sjer út í bardagann með báðar skammbyssur sínar. Með fyrra skotinu bjargaði hann götustráknum og með því síðara Courfeyrac. í hávaðanum klifruðu uppreisnarmenn upp á virkið. En hermenn voru einnig komnir upp á brúnina ut- anverða, á mikinn hluta garðsins. Þeir störðu inn í skuggalegt virkið eins og inn í ljónskjaft. Maríus var nú vopnlaus, hafði hent frá sjer skammbyssunum er hann hafði skotið úr þeim. En svo kom hann auga á púður- tunnuna við dyrnar. Hann var að snúa sjer í áttina til hennar, þegar hermaður miðaði á hann byssu sinni. En þegar hann ætlaði að hleypa af skotinu var hendi brugðið fyrir hlaupið og eyðilagði það skotið. Þetta gerði einhver, sem alt í einu hafði hlaupið fram. Það var ungi verka- maðurinn. Skotið hljóp í hönd hans og ef til vill annars- staðar í hann, því hann fjell við, en kúlan kom ekki við Maríus. Maríus varð þessa varla var — en hafði óljósa hugmynd um það — því reykjarmökkurinn var dimmur, og hann var að flýta sjer inn í vínstofuna. Nokkur ring- ulreið var á uppreisnarhópnum. Foringjarnir stóðu hlífð- arlausir beint við skotum óvinanna og reyndu að koma reglu á vörnina. — Gefist HfP. kallaði einn foringi árás- armanna. — Skjótið, svaíaði Enjolras. Báðir flokkar skutu í einu og alt hvarf í ríVkjarmökkinn. Þegar mökkn- um Ijetti, sást það, að báÖ,^ höfðu fylkingarnar þynst. En alt í einu var kallað )fumuröddu — Burt, eða jey sprengi upp virkið. Allir ^ru sjer í áttina til raddar- innar. Maríus var kominn &x í vínstofuna og hafði náð í púðurtunnuna og hjelt á Wsi. Allir störðu á hann í draugalegri reykjardimmuii111* þar sem hann stóð sem ímynd hinnar ungu byltingai' er kom á eftir hinni gömlu. — Þykist hann ætla að spr€a£ja upp virkið, sagði ungur liðsforingi - og sjálfan sig '^! — Og sjálfan mig líka, sagði Maríus, og bar blysið ^ð púðurtunnunni. En virkið varð mannlaust. Árásarherii"1 skyldi eftir fallna menn og særða og brast flótti í liðí' og hjeldu menn undan, sem fætur toguðu, á ringulreið. lrkinu var bjargað. Allir hópuðust kringuiH ^ríus. Courfeyrac fjell um hálsinn á honum. — SæU l,g blessaður. — En sú hepni, sagði Combeferre. — Þú ko'nst svei mjer mátulega, kall- aði Bossuet. — Þjer á jeí> ^ að launa, sagði Combe- ferre aftur. — Hvar er foriQ&inn? spurði Maríus. — Þú ert foringinn, sagði Enjolraí; Maríus hafði gengið á glóð- um allan daginn, nú var É,lls og hann bærist burt með hvirfilvindi. Honum virtist '^*n vera óralangt frá lífinu. Þessir tveir töfrandi máu1 lr ásta og unaðar og hin skyndilegu endalok þeirr*; Varf Cosettu, fall Mabeufs fyrir lýðveldið, hann sj^ r sem foringi uppreisnar- mannanna — alt virtist hoí ^ hetta eins og ægileg mara. Til þess þurfti andlega áré11^ að minnast þess, að það væri veruleiki, sem í krin^1. hann var. Maríus var far- inn að þekkja of mikið af J'jlnu til þess að vita það ekki, að ekkert er eins yfirvof <h og það ómögulega og að það, sem nauðsynlegast e'.að sjá fyrir, er það ófyrir- sjáanlega. Hann hafði horft sJálfs síns leik eins og eitt- hvað óskiljanlegt. 1 I vímu huga síns hð* ^ann ekki þekt Javert, sem ekki hafði bært hið minS^' a sJer, meðan öllu þessu fór fram, en horft á byltinguna með jafnaðargeði píslar- vottsins og tign dómarans. Maríus hafði varla sjeð hann. Liðið var kannað. Eins uppreisnannannsins var saknað. Hvers? Eins þess ágætasta. Eins hins ástsælasta. Jeans Prouvaire. Hans var leitað meðal hinna særðu. Þar var hann ekki. Hans var leitað meðal hinna dánu og hann var ekki þar. Hann var auðsjáanlega orðinn fangi. Combe- ferre sagði við Enjolras — Þeir hafa vin okkar, við höf- um spæjara þeirra. Er þjer fast í hendi líflát spæjarans? — Já, en jeg vil heldur líf Jeans' Prouvaire. — Gott, sagði Combeferre, jeg festi þá vasaklútinn minn á staf- inn þinn eins og friðarmerki og fer og býð þeim manna- skifti. — Hlustaðu sagði Enjolras. I strætinu heyrðist vopnagnýr og þeir heyrðu karlmannsrödd hrópa — Lifi Frakkland! Lengi lifi Frakkland! Lengi lifi framtíðin! Þeir þektu rödd Prouvarie. Blossi sást og hvellur heyrð- ist. Þögn. — Þeir hafa drepið hann, sagði Combeferre. Enjolras rendi augunum til Javerts og sagði — Nú voru vinir yðar að skjóta yður. Maríus hafði farið til að líta eftir minna virkinu. Þegar hann var að fara aftur heyrði hann nafn sitt nefnt veikri rödd í dimmunni — Herra Maríus. Honum hnikti við, því hann þekti sömu röddina, sem kallað hafði á hann í Plumetgötu tveimur stundum fyr, þótt veik væri. Hann horfði í kringum sig, en sá engan. Hann hjelt að sjer hefði misheyrst og gekk áfram. En þá var aftur sagt — Herra Maríus. í þetta iskifti var hann þess viss. að hafa heyrt rjett, en sá ekkert. — Fyrir fótum yðar, sagði röddin. Hann leit niður og sá eitthvað mjakast að fótum sjer í dimmunni. — Þekkið þjer mig ekki? — Nei. — Epónína. Maríus beygði sig fljótlega niður. Sannar- lega var þetta vesalings stúlkan. Hún var klædd í karl- mannsföt. — Hvernig komstu hingað? Hvað ertu að gera hjerna? — Jeg er að deyja, sagði hún. Maríus æpti upp yfir sig — Þú ert særð. Bíddu, jeg skal bera þig inn. Þeir hjálpa þjer. Er það alvarlegt? Hvernig á jeg að bera þig, svo að jeg meiði þig ekki? Hvar finnurðu til? Hjálp. Guð minn góður. En því komstu hingað ? Hann reyndi að reisa hana við, en hún stundi — Meiddi jeg þig, spurði Maríus. — Dálítið. — En jeg kom aðeins við hendina á þjer. Hún rjetti Maríusi hendina, og hann sá svart gat í miðjum lófanum. — Hvað gengur að þjer í hendinni? sagði hann. — Hún er brotin? — Brotin? — Já. — Af hverju? — Af kúlu. — Hvernig. — Sáuð þjer ekki, að byssu var miðað á yður? — Jú, og hönd stansaði það. — Hendin á mjer. Maríus nötraði. — Þvílíkt æði. Veslings barn. En það er gott, að það er ekki meira. Komdu inn í rúm. Þeir binda um sárið. Handarsár er ekki banvænt. Hún stundi. — Kúlan fór inn um lófann, en fór út um bakið. Það er þýð- ingarlaust, að ætla að færa mig úr stað. Jeg skal segja yður hvernig þjer getið hjúkrað mjer betur en nokkur læknir. Setjist þjer niður á steininn þann arna. Hann hlýddi. Hún lagði höfuð sitt í knje honum og sagði, án þess að líta á hann. — Ó, þetta er svo gott, svo þægilegt. Svona. Núna finn jeg ekki framar til. Hún þagnaði um stund, snjeri svo höfðinu með erfiðismunum og horfði á Maríus. — Vitið þjer hvað, herra Maríus. Mjer gramdist það, að þjer skylduð fara inn í þennan garð. Það var heimskulegt, því það var jeg, sem sýndi yður húsið, og svo hefði jeg getað sagt mjer það sjálf, að ungur maður eins og þjer. . . . Hún þagnaði, en hjelt svo áfram bros- andi — Yður þótti jeg ljót, ekki satt? Þjer sjáið að nú er úti um yður. Enginn kemst út úr virkinu. Það var jeg sem leiddi yður hingað. Þjer gangið nú áreiðanlega út í dauðann. En samt, þegar jeg sá þá miða/á yður, þá bar jeg hendina fyrir skotið. Það var skrítið. En það var af því að jeg vildi deyja á undan yður. Þegar jeg varð fyrir skotinu drógst jeg hingað svo enginn sá mig. Jeg beið yðar og sagði: Kemur hann nú ekki. Ef þjer vissuð það. Jeg beit í treyjuna mína, jeg kvaldist svo mikið. En nú líður mjer vel. Munið þjer daginn þegar jeg kom inn í herbergið yðar og skoðaði mig í speglinum yðar, eða þeg- ar jeg hitti yður í trjágötunni. En hvað fuglarnir sungu fallega. Það er langt síðan. Þjer gáfuð mjer hundrað sú-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.