Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 07.12.1927, Qupperneq 3

Lögrétta - 07.12.1927, Qupperneq 3
4 LÖGRJETTA ef unt er að nota það orð um breyska mannssál. önnur sagan heitir „Svörtu göngin“. Mjer finnast frásagnar- tök höf. enn fastari og hagfeldari en í fyrstu sögunni, og er þó ekki viðvaningssnið að finna þar. Jóka, trúgjarn fáráðlingur, hrekklaus og hjárænulegur sökum uppeldis- áhrifa, á ekki marga sína líka, en þeir munu vera til, og það er nóg til þess að sagan getur ekki talist ótrúleg. Sumir telja það höfuðkost á skáldsögum, að þær segi frá sem allra ótrúlegustum fyrirburðum. Mjer finst að slík- ar sögur hafi minna gildi í sjer fólgið en þær, sem byggjast á viðburðarreynslu í lífinu sjálfu, og stefna að því að bæta mann- eðlið með lýsíngum á hversdagsleg um atvikum. En sleppum þessum útúrdúr. Einar Þorkelsson skrifar ekki reifara, en jeg les sögumar hans í einni lotu, og síðast en ekki síst ljek mjer hugur á að vita um lyktir síðustu sögunnar: „Bjargað úr einstigi". Algengustu erfiðleikar á gömlu tímunum verða í höndum höf. að æsandi lýsingum. Solveigu fylgir vakandi lesandi með vaxandi athygli og nákvæmni. Og andlegur þykk- skinni er sá, sem ekki finnur til 4 ótta á 5. kaflanum. Verður Sol- veig út? Hefur hún sig heim í bæinn? Því fer ekki Atli að leita? Spumingar þessu líkar svífa um hugann við lesturinn og manni finst jafnvel, að Atli verði rolu- legur, alveg óþolandi silakeppur. En höf. missir e^ki marks. ör- vænting og skelfing þarf að kom- ast á hátt stig og „æ fer efum betur“, að lyktum. Sögur Einars em skýrar myndir og lithreinar; þær spegla lífssannindi þjóðanna. Hjálpsemi, næmur skilningur á sálarlífi þeirra, sem kalla mætti „glerbrot á mannfjelagsins haug“, eins og skáldið orðar það, fómar- fús vilji, kærleiksauðug um- hyggj a fyrir öllum lífverum. Þetta er boðskapur skáldsins í fæstum orðum sagt, klæddur í smekklegan, hreinan og tildurs- lausan búning íslenskunnar. Það er eins og mild en svalandi haf- gola á sólhitamollu að sumardegi að lesa stíl Einars. Það er svo hreinn og göfugur aðalssvipur yfir efni og orðfæri hans, að góð- ar hvatir lesandans glæðast og skilningur á mannlífinu víkkar. Má í sambandi við það, minna á kaflann um heimkomu Solveigar. Jeg þykist ekki taka ofdjúpt í árinni, þótt jeg staðhæfi að hreinna mál en á „Minningum“, finnist ekki á samtímasögum (eða bókum). Fom og fögur orð og orðasambönd eru uppvakin frá dauðum. Allir muna, hve mikið lof skáld- ið fjekk fyrir „Ferfætlinga". En að þjálfaðri frásagnarsnild standa „Minningar“ framar, en ekki að orðkyngi, og er þeirra kafla þó síst skortur sbr. t. d. bls. 13, sem minnir á smellnustu setningar í „Pilti og stúlku“. 24. nóv. 1927. Margeir Jónsson. ----o----- Óðinn | er nýkominn, júlí-desemberheftið. Hefur honum seinkað nokkuð vegna vjelarbilunar í prentsmiðj- j unni og nokkuð af efni því, sem l átti að koma í þessu hefti verð- í ur að bíða þess næsta. í þessu hefti j er að vanda margt mynda, æfi- 1 sagna, kvæða og annars fróðleiks. I Alls eru í heftinu um 30 myndir manna og mannvirkja. Myndir eru af Magnúsi Einarssyni dýra- j lækni, fyrverandi og núverandi j landsstjóm, Indriða Waage leik- í hússtjóra, leiðtogum Hjálpræðis- | hersins, Jóhannesi í Saltvík á j Tjömnesi, Erlingi í Sólheimum, ! Tómasi á Barkarstöðum, Þor- björgu Magnúsdóttur á Búðum, Guðrúnu Jónsdóttur í Viðfirði, Ara Hálfdánarsyni á Fagurháls- mýri, Snorra á Læk, Þorvaldi á Víðimýri, Ásgeiri prófasti í Hvammi, Bjarna á Uppsölum, Kristínu Eggertsdóttur á Akur- eyri, Oddi Bjamasyni, Stóra-Ás- hjónunum í Borgarfirði, Jóni og Þorgerði, Bjama Einarssyni byggingarmeistara, Jóhanni frá Víðivöllum, Einari Hjaltasyni, Kerlingadal, Stephani G. Steph- anssyni og Magnúsi bæjarfógeta í Hafnarfirði. öllum þessum myndum fylgja greinir. Kvæði era í heftinu eftir Sigurjón Frið- jónsson, T. H. Kvaran, Stein Sig- urðsson, Einar Sigurðsson, Hall- dór Helgason, Guttorm J. Gutt- ormsson, og Guðm. Guðmundsson. Þá eru í heftinu nokkrar stuttar bókafregnir og loks alllangur kafli af æfisögu sr. Friðriks Frið- rikssonar, sem mikið er lesin og seinna mun einnig koma í bóka- formi í einni heild. í óðni er nú, auk ýmislegs annars fróðleiks og skemtilegs efnis, komið hið mesta og besta safn til íslenskrar mann- fræði, bæði í myndum og grein- um með æfilýsingum og ættar- tölum, skrifuðum af fjölda fróð- leiksmanna víðsvegar um land. Er þetta í senn merkileg söguheim- ild og skemtileg minningabók, enda hefur mikið verið að því gert, að halda óðni saman og safna honum í eina heild og fá hann þannig færri en vilja, því sumir árgangar era þrotnir og aðrir að þrotum komnir. o- Sýslumaðurinn í Barðastrandasýslu, Einar M. Jónasson, hefur verið settur frá embætti um stundarsakir vegna embættisafglapa. Neitaði hann að afhenda bækur og skjöl embætt- isins í hendur settum eftirmanni sínum, Bergi Jónssyni og kvað sjálfur upp í málinu úrskurð, sem er jafn einkennilegur að efni og formi. Sagði svo mikilsvirtur lög- fræðingur um þann úrskurð, að ef það hefði ekki verið ljóst áð- ur, að víkja ætti valdsmanninum frá, hlyti það að vera ljóst eftir úrskurðinn. Sendi stjómin Her- mann Jónasson fulltrúa vestur og setti hann hinn nýja sýslu- mann inn í embættið með fógeta- Nýja bókaverslun hefi jeg undirritaður opnað í Bankastræti í Reykjavík. Jeg hefi tekist á hendur umboð hjer á landi fyrir nokkra hina stærstu og góðfrægustu bókaútgefendur á Bretlandi (Oxford University Press, Heinemann, Methuen, Pitman, Watts, o. fl.), enda hefi jeg miklu meiri og margbreyttari birgðir góðra enskra bóka en áður hafa sjest í íslenskri bókaverslun. Auk þess sel jeg enskar bækur vægara verði en mjer er kunnugt um að nokk- ur annar hafi selt þær hjerlendis síðan jeg kom aftur heim til íslands fyrir sjö áram. Jeg hef einnig gott val danskra bóka, einkum frá Gyldendal og Aschehoug. Mjer er, held jeg, óhætt að segja, að um flest hugsanleg efni hafi jeg einhverjar bækur, enda hef jeg alveg heil slík heimsfræg söfn eins og The World’s Clas- sics, The World’s Manuals, The Forum, o. fl. Ennfremur hef jeg þau sambönd erlendis, að hvar sem bókin er gefin út get jeg útvegað hana, svo framarlega sem hún er fáanleg. Skilvísum mönnum úti um land sendi jeg bækur gegn eftirkröfu, hvort sem þær era íslenskar eða erlendar. Everyday English for Foreign Students, sem jeg auglýsti í Lögrjettu nýlega, kostar 4 kr. 20 aura. Eftir því sem birgðir endast verða ýmsir enskir bókalistar sendir ókeypis þeim mönnum, sem þess óska. Gerið svo vel og látið mig vita hvað yður vanhagar um; sennilegast er að jeg geti bætt úr því. Snæbjörn Jónsson valdi. Að sögn hefur sýslumað- ur kvartað um framkomu stjórn- arinnar bæði við konung og for- seta sameinaðs þings, kveðst hann ekki vilja beygja sig undir vald dómsmálaráðherra, sem liggi undir þeim áburði að vera ærulaus og ekki undir lands- stjórn, sem hafi ekki sannað það að hún væri þingræðisstjóm, enda sje framkoman gagnvart sjer móðgun við konungsvaldið o. s. frv. Stjórnin hefur ekki gert þess grein, sem rjett hefði samt verið, hverjar helstu afsetningar- ástæðumar sjeu, í einstökum at- riðum. En hitt er efalaust, að hún hafði rjett til afsetningar- innar og er ekki nema gott eitt um það að segja, að embættis- færsla valdsmanna sje rannsökuð, ef það er gert hlutdrægnislaust, og röggsamlega tekið í taumana þar sem óreiða er. -----o---- Selfoss á Villemoes að heita framvegis og hefur Eimskipafje- lagið keypt hann fyrir 140 þús. kr. og tekur við honum nú um áramót. Landsstjómin keypti skipið 1917 og hafði það mest í föram fyrir Landsverslun. Það er upphaflega norskt, bygt 1914 og er 775 brattólestir. Það á fram- vegis að ganga milli Hamborgar og Hull og íslenskra smáhafna aðallega. Prestvígður er nýlega cand. theol. Sigurður Z. Gíslason. Fullveldisdagurinn var hátíð- legur haldinn hjer eins og áður fyrir forgöngu stúdenta og fór vel úr hendi, en samt eru nokkuð tilbreytingarlítil hátíðahöldin. Fombúningur. Mesta athygli almennings dró það að sjer á fullveldisdaginn, að Oddur gamli af Skaganum gekk þennan dag um götumar í fornbúningi, sem góðkunningjar hans höfðu gefið honum, samskonar þeim, sem sumir hafa verið að skreyta sig með hjer undanfarið og þótt þjóðlegt og kurteisi. Kvað Oddur (Fyrsta og önnur bók). eftir Vilhjálm Þ. Gíslason segir frá mönnum og menningu Islend- inga á einhverju merkasta og mikilsverðasta skeiði sögu þeirra, og er fyrsta rækilega raimsókn- in og frásögnin um þetta tímabil. Út era komnar tvær bækur, Tímamótin í menningu 18. og 19. aldar og Eggert Ólafsson, hvor um sig skrifuð sem sjálfstætt rit og fást hjá öllum bóksölum, hvor um sig eða báðar saman. Ritsafn eftir Gest Pálsson ' er besta og ódýrasta jólagjöfin. ekki hafa borið skartið síður en i hinir og bar hann spjót og skjöld og hafði verið völlur á hon- um og mannfjöldi mikill í kring- um hann. Það mun hafa verið tilgangur þeirra, sem gáfu hon- um skrúðann, að hnekkja nokk- uð „fQmbúnings“-hreyfingunni og hefur Oddur stundum verið hafður í það, sem verra er. Dáinn er 29. f. m. Magnús Blöndal kaupm. hjer í bænum, fæddur 12. sept. 1852, sonur Gunnlaugs Blöndal og Sigríðar, systur Ben. Gröndal skálds. Hann fjekst lengst af við verslunar- störf, en ljet einnig stjórnmál til sín taka um skeið og var rit- stjóri Reykjavíkur 1908—09. Hann var vinsæll maður og vel gefinn. Stúdentaf jelagið hefur nýlega kosið formann sinn Gunnar Viðar hagfræðing. Sig. Kristinsson, forstjóri Sís, hefur legið allþungt haldinn und- anfarið, en er á batavegi. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.