Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA xxn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 14. desember 1927. 63. tbl. Um víða veröld. Sir William Robertson um styrjaldir. Einn af helstu herforingjum Bretaveldis, Sir William Robert- son marskálkur, hjelt nýlega eft- irtektarverða ræðu í London um styrjaldir og afvopnun. Það er fremur sjaldgæft, að hershöfð- ingjar gerist ákveðnir talsmenn afvopnunar, en svo var samt um Sir William. Hann sagði að her- búnaðurinn væri enganveginn til þess að tryggja friðinn, heldur ávalt til þess að knýja fram 6- frið. En ófriður væri gjaldþrot heilbrigðrar skynsemi. Marskálk- urinn talar ekki út í bláinn um þessi efni. Hann á að baki sjer 50 ára samfelda herþjónustu — og er eini hátt setti hershöfð- ingi Englands, sem komist hefir til vegs frá því að vera óbreytt- ur liðsmaður. Hann sagði að hernaðargjöld Breta væri orðin óbærilega mikil, 116 milj. pund á ári, eða 40 milj. meiri en fyrir stríðið. Hann sagði ennfremur að hernaður nútímans væri jafn eyðileggjandi fyrir þá, sem sigr- uðu, eins og hina, sem töpuðu og ætti mannfallið og fjársóunin að vera npkkur hemill á styrj- aldarlöngunina. Til dæmis segir hann að í orustunni við Arras hafi bretska stórskotaliðið notað skotfæri fyrir 13 miljónir punda, í Messines fýrir 171/2 milj. og í þriðju skothríðinni við Ypres, fyrir 22 milj. eða þrjár stuttar skothríðir kostuðu með öðrum orðum 52 milj. punda eða um 1200 milj. kr. Að mínu áliti, sagði hann að lokum, á að fara varlega í afvopnunarmálið. En jeg segi jafnframt, að það er skylda hvers manns og hverrar konu að beita öllu afli sínu til liðs viðleitninni til þess, að al- þjóðlegum deilumálum verði ráð- ið til lykta á skynsamlegri og mannúðlegri hátt, en þær eyði- leggjandi aðferðir eru, sem heim- urinn hefur hingað til reitt sig á. Mr. Frank Hodges um verkföll. Enski verkamannaleiðtoginn, Hodges, var nýlega á ferð í > Kaupmannahöfn og flutti m. a. erindi á stúdentafundi. Þar sagði hann m. a.: Við Bretar höfum orðið fyrir ægilegasta atburðin- um sem sögur fara af í iðnaðar- málum, kolanámuverkfallinu og allsherjarverkfallínu. Þetta er nú liðið hjá og jeg vona, að engin þjóð þurfi nokkru sinni að lifa annað eins. Sumir menn halda, að allsherjarverkfallið hafi bor- ið sigurvænlegan árangur. Jeg vil leggja áherslu á það, að úr því varð ótvíræður ósigur og það var hræðilegur misskilningur að leggja út í það. Afleiðingar þess hafa verið örlögþrungnar fyrir okkur alla. Fyrir kommunistana voru deilurnar heppilegur jarð- vegur. En stjórnarskípun Eng- lands stóðst allar árasir og nú hafa verkamannafjelögin sjálf losað sig við 611 áhrif kommun- ista og á Edinborgar-fundinum sagt sundur með sjer og Rúss- um. Enska verkamannahreyfing- in er fylgjandi löglegum starfs- aðferðum og hefur enga löngun til þess að hnekkja stjórnarskip- uninni. Friðarrerðlaun Nobels fyrir árið í ár hafa nýlega verið veitt og skift milli tveggja manna, Þjóðverjans Ludvig Quid- de og Frakkans Ferdinands Bu- isson. Þeir eru báðir aldraðir menn, en alkunnir fyrir starf- semi sína í þágu friðarmála. Bu- isson er nú 86 ára og var lengi þingmaður fyrir París og hefur einkum látið skólamál til sín taka. Hann var einnig um nokk- ur ár, kringum aldamótin, pró- fessor í Svartaskóla og hefur skrifað ýms rit um trúmál og siðfræði. Quidde er nær sjötugur og hefur lengi verið formaður þýska friðarfjelagsins, eins og hinn hefur verið formaður franska mannrjettindafjelagsins. Hann vakti einkum athygli á sjer á fyrstu stjórnarárum Vilhjálms keisara vegna ákafrar andstöðu sinnar gegn keisaravaldinu. Gaf hann þá út ádeiluritið Caligula og var dæmdur í fangelsi. — Friðarverðlaunin hafa sjálfsagt verið i góðu skyni gefin og eitt- hvað orðið til þess, að vekja at- hygli á friðarstarfsemi, sem sjálfsagt er einhver nauðsynleg- asta starfsemin í milliríkjamál- um, þótt lítill hafi árangur oft orðið og sje enn, því þjóðirnar vígbúast nú engu síður en áður og treysta meira á hnefarjett grimmilegra og heimskulegra styrjalda, en heilbrigða skyn- semi og rjettlæti. Gunnar Heiberg. Norska skáldið Gunnar Hei- berg varð sjötugur 18. f. m. Hann er nú talinn snjallasta leik- ritaskáld Norðmanna og er að vísu í bestu leikskálda röð í Ev- rópu. En leikir hans áttu lengi erfitt uppdráttar, enda var nokk- urt nýjabragð bæði að formi þeirra og efni og auk þess komu fyrstu leikir hans út á mestu velmaktardögum Ibsens, en hans frægð skygði þá á flestra annara. Sum sjerkennilegustu rit Hei- bergs lágu því óleikin í 20 til 30 ár. En út af öðrum varð mesti gnýr og gauragangur, t. d. Bal- konen, sem varð til þess að Chr. Collin og ýmsir aðrir Björnsons- sinnar rjeðust ákaft á stefnu Hei- bergs og ýmsra annara jafnaldra hans, og töldu hana losaralega og siðlausa. Heiberg hefur tekið ýms efni til meðferðar í ritum um sínum, bæði úr þjóðfjelags- lífi og sálarlífi einstaklingsins. 1 tilsvörum hans er oft mikil list, lipur og skörp. Fyrstu rit hans voru kvæðaflokkar, en helstu leikrit hans eru Tante Ulrikke, Kong Midas, Gerts have, Kærlig- hed til næsten og Kærlighedens Tragedie. Auk þessa hefur Hei- berg að staðaldri starfað sem blaðamaður, en löngum dvalið er- lendis. Úrvali úr greinum sínum hefur hann safnað í nokkrar bækur og eru þær margar fjör- ugar og meinskarpar. Ekkert af ritum G. H. hefur verið leikið hjer og er illa farið. Vjelbátaúfvegurinn aldarf jórðungs gamall. Á síðustu árum hafa orðið miklar og örar breytingar á ís- lensku atvinnulífi. Þær hafa mest stafað af ákafri aukningu útgerðarinnar, en útgerðargróð- inn hefur orðið grundvöllur margra helstu framkvæmda og fjárveitinga og framtakssemi út- gerðarmanna og sjómanna orðið hvöt á ýmsum öðrum sviðum. Jafnframt hefur samt útgerðar- vöxturinn valdið raski í þjóðlíf- inu, sem enn er ekki sjeð fyrir endann á. Síðasta breytingin á útveginum er mjög ung, s. s. veiðarnar á gufuskipum og senni- legt að fyrir höndum sje enn nokkur breyting, eins og fyrr er um rætt í Lögrj. Næsta stig- ið á undan var vjelbátaútvegur- inn, sem enn er í góðu gengi víða, og kom að nokkru leyti í stað seglskipanna, sem á sínum tíma voru mikil framför, og róðrarbátanna. En vjelbátaútveg- urinn er nú rjettra 25 ára og má af því marka nokkuð, hversu hraðfara framkvæmdirnar hafa verið. Fyrsta bátavjelin, sem hingað til landsins var flutt, kom til Isafjarðar í nóvember 1902 fyrir atbeina Árna Gíslasonar nú fiskimatsmanns, góðkunnugs manns í ísl. útvegsmálum. Var það tveggja hesta Möllerupsvjel og sett í bát sem Árni átti með Sophus Nielsen kaupmanni, en vjelar þessar voru þá- nýjar á heimsmarkaðinum. Fór vjelunum nú sífjölgandi og reyndust vel. En það mun hafa verið Vest- mannaeyingur, Sigurður Sigur- finnsson, sem fyrstur kom á vjel- bát hingað til lands frá útlönd- um. Vjelbátarnir hafa haft mjög mikið gildi fyrir íslenskar fislri- veiðar. Nú munu ganga hjer hátt á sjötta hundrað þiljaðir vjel- bátar og mesti fjöldi opinna vjel- báta, sem skýrslur eru ekki til um, segir Ægir. Mest eru notað- ar Alpa vjelar (155), þá Dan (91), Hein (61) og Skandia og Tuxham vjelar (34) og Bolinder (21). Vjelskip (minni en 12 smál.) voru (1924) rúml. 19% alls fiskiflotans, álíka og þilskip (önnur en botnvörpungar, sem eru rúml. 52%). Róðrarbátar eru tæpl. 9%. Hafa hlutföllin breytst mikið síðan í ófriðarbyrjun t. d. Þá voru vjelskipin hlutfallslega ennþá fleiri, eða 32.4% en botn- vörpungar ekki nema um helm- ingur þess, sem þeir voru 1924, en róðrarbátarnir slöguðu þá aftur á móti hátt upp í botn- vörpungana. Seglskipunum hefur jafnframt þessu farið sífækkandi. Þau voru árið 1912 rúml. 76% j fiskiflotans, en 1924 tæpl. 4%. Það er vonandi að íslenskur út- vegur megi vaxa framvegis á heilbrigðan hátt og hagnýta sjer hverja hagkvæma nýjung sem til bóta horfir, í anda þeirra, sem verið hafa forgöngumenn undanfarið, ekki einungis til aukins gróða, en einnig til auk- innar tryggingar á lífi og hag- sæld hinnar fengsælu og 6- trauðu sjómannastjettar. Jón S. Bergmann Tíminn vinnur aldrei á elstu kynningunni. Ellin finnur ylinn frá æsku-minningunni. Ferekeytlur 1922. Þegar mjer barst með síman- um fregnin um fráfall og jarðar- farardag míns gamla fermingar- bróður, Jóns sál. Bergmanng, rifjaðist margt upp fyrir mjer frá æskuárum okkar. Jeg ætla ekki að skrifa hjer æfisögu hans, aðeins með fáum frumdráttum minnast þeirra kynna okkar, sem nú eru aðeins í endurminningu löngu liðinna ára. — Við vorum báðir Mið- firðingar. Skyldu leiðir okkar að mestu fermingardaginn, flutt- umst von bráðar af æskustöðv- unum, en eins og gengur, sinn í

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.