Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 14.12.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 talað „ lla“ um sig, sennilega í grein n.inni í Bjarma, þar sem jeg hj alt því fram, að háskóli vor væri meginstöð ofsóknar- stefniinnar gegn Kristi eða trúnni á hann, og þá skilst mjer að hann álíti það ilt verk að draga úr dýrð Krists meðal mannanna og rýra vegsemd hans á jörð, en hvað gerir svo þessi háskóli á sama tíma til þess að auka dýrð frelsarans og þá eink- um guðfræðideildin ? Hún fær unitara frá Ameríku til þess að halda fyrirlestra við háskólann, boða þar trú sína, eða skyldu uni- tarar hafa tekið það upp á stefnuskrá sína, að reyna að auka dýrð Krists á jörðu hjer og viðurkenna þeir hann nú orðið sem Drottin og Guð? 1904 var það svo, að þeir einir gátu orðið meðlimir unitarasafnaðanna, sem afneituðu Kristi sem Guðs syni, og einn safnaðarmeðlim þeirra átti jeg tal við, sem átti tvo kálfa og nefndi annan þeirra „Jesú“, en hinn „Krist“; þetta fanst mjer ekki benda í þá átt, að þeir sem töldust til þessarar stefnu, legðu þá sjerstaka áherslu á að auka dýrð Krists á jörð. Unitarar kölluðu sig að vísu játningarlausa þá, eins og þeir gjöra enn, en það var og er sennilega ennþá þeirra kredda þetta, að afneita Jesú Kristi og Heil. Anda, eða neitandi trúar- játning, eins og nafnið „unitari“ á að benda til. Útdráttur sá, sem jeg hef sjeð í blöðum, af fyrirlestrum uni- tara þessa, sem háskólinn hefur fengið til þess að beina lærisvein- um sínum á rjettan veg, finst mjer líka bera þess ótvíræðan vott, að hann sje fremur hlut- drægur trúboði, en óhlutdrægur vísindamaður, því margt það er hann segir að sje skoðun íhalds- stefnunnar í trúmálum, er ann- aðhvort ósannindi eða afbakað að miklum mun, sýnilega gjört í þeim tilgangi að lokka menn til hinnar nýju stefnu eða unitara- kirkjunnar, þ. e. a. s. ef rjett er frá skýrt í blöðunum. Dæmi: „Gamla stefnan álítur manninn sjálfan ekkert geta lagt til þess að skilja lífið, hann verði að fá ait sem gjöf frá Guði“. Gamla stefnan álítur að maðurinn geti og eigi að gjöra margt og mik- ið til þess að skilja lífið, en að það sjálft og hæfilegleikar mannsins til starfanna sje gjöf frá Guði. 2. dæmi: „Rjetttrún- aðurinn fullyrðir að maðurinn geti ekki tekið slíkum siðgæðis- vexti; frjálslynda- stefnan trúir hinu gagnstæða“. — Fyr má nú rota en dauðrota. — Það er ekki undarlegt þótt menn vilji koma rjetttrúnaðarstefnunni fyrir katt- amef, ef hún hjeldi þessum vit- leysum fram, að maðurinn geti ekki tekið „siðgæðisvexti“. Und- arlegt að lærður maður skuli bera slíkt á borð fyrir áheyr- endur sína, ber sýnilega ekki mikið traust til andlegs þroska þeirra; en þó er nærri því undar- legra að slíkur maður skuli vera fenginn til þess að kenna guð- fræði við evangel. lút. presta- skóla. Og hvað er það annað, en að starfa gegn Kristi, að fá uni- tara hingað til lands til þess að hvetja menn til þess að falla frá trú sinni á Krist og styðja hann til þessa trúboðs síns á alla lund. Þetta eitt ætti að færa mönn- um heim sanninn um það, að baráttan snýst í raun og vem gegn Kristi eða trúnni á hann, þótt annað sje stundum látið í veðri vaka gagnvart alþýðu, meðan verið er að grafa undan trúarrótinni hjá henni, því exm hefur trúin á Krist fastar rætur í hjörtum alþýðunnar yfirleitt. Árásin á kenningu kirkjunnar um meyjarfæðinguna er aðeins einn liður í baráttunni; þegar búið er að kippa þeirri stoð und- an, má auðveldlega nota það, að er Jesús hafi fæðst í þenna heim af manni og konu eins og aðrir menn, þá sýni það, að hann hafi þá fæðst til nýs lífs og ekki verið lifandi frá eilífð, sem sönn- un þess, að hann hafi verið maður aðeins. Hingað til hefur nýguðfræðingum ekki þótt það neitt fráleitt að fara þvílíkar hringferðir í sönnunum sínum, sbr. krítikkina um Jóh. guðspjall og Opinberunarbókina. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að allar þessar þrjár stefnur starfi gegn trúnni á Krist, meira eða ; minna ákveðið og opinskátt og ' þá skilst mjer að þær muni af- ] neita honum, enda þótt einstaka menn, sem telja sig til þeirra, sjeu ekki fyllilega ákveðnir af- neitendur hans, eigi bágt með að slíta sig algjörlega frá trú feðranna og sinni eigin bamatrú. Mjer þætti vænt um, ef þeir, sem lesa „Morgun“, og önnur flokksblöð þessara þriggja stefna, vildu athuga hvaða rit þar er lokið lofsorði á, hvort það em þau rit, sem reyna að auka festu í trúnni á Krist og vegsama nafnið hans, og þau sem, styðja vilja evangel. lút. kirkju eins og vjer höfum erft hana frá feðr- um vomm, eða hin, sem leitast við að kveikja efa um guðdóm Krists og áfella kirkjuna á ýmsa lund, sem, í einu orði, leitast við að sundra og koma á sem mestri ringulreið í trúmálum vomm. Af því má aftur marka með hvaða stefnu ritstjóramir hafa mesta samúð og þá sennilega þessar þrjár stefnur yfirleitt. Annari spurningu Einars H. Kvaran langar mig til þess að svara nokkram orðum, en hún er þetta: Hvaða merki em til of- sókna gegn þeim, sem halda fast við trúna á Krist? Þau merki em þetta: Þeim er bægt frá öU- um þeim embættum þar sem mestar líkur eru til að þeir geti baft áhrif á æskulýðinn, frá guðfræðisdeild háskólans, frá kennaraskólanum, frá barna- kenslu eins og hægt er — sbr. að prestar mega helst ekki vera baraakennarar —, frá lýðskólum o. s. frv. Sannanir fyrir því að þetta sje gjört að yfirlögðu ráði get jeg lagt fram ef æskt verður, en sleppi þvi í bráð, því alUr munu sjá hvernig ástandið er og skilja —, ef þeir vilja skilja —, að það muni ekki vera tóm tilviljun, að enginn kirkjulegur íhaldsmaður situr í þessum embættum eða þeim af þeim, sem stjómin á veitingarráð á. Þetta em að vísu ekki sams- konar ofsóknir og kristnir menn urðu að líða fyr á tímum, enda vænti jeg þess, að áhrif kristn- innar vari enn um nokkra tugi ára, þótt svo kristindóminum al- ment verði hafnað, svo að ekki þurfi að óttast, að kristnir menn verði fyrst um sinn fyrir sams- konar ofsóknum og þá vegna trúar sinnar. Þó getur hatrið gegn Kristi orðið mengt enn sem fyr, það má sjá af þessum orð- um kvenmiðils nokkurs, sem segir að sjer verði gramt í geði, þegar hún sjer krossmark yfir altari eða annarstaðar og að það grípi sig einhver óskiljanleg löng- un til þess að rífa það niður og troða það undir fótum. Það er þessi óskiljanlega löng- un einstakra manna, til þess að rífa niður krossmark kirkjunnar og troða það undir fótum, sem jeg óttast, og jeg álít að kirkjan þurfi og eigi að reyna að vernda merki sitt fyrir hverjum þeim, sem þessi ástríða sækir á. Að lokum verð jcg að biðja Einar H. Kvaran að afsaka, að jeg get ekki svarað fleiri fyrir- spurnum hans að þessu sinni, því jeg hefi ekki ráð á neinu blaði að rita í, og býst við að ritstjór- um blaðanna þyki þetta vera orð- ið fulllangt mál hjá mjer. Af þeirri sömu ástæðu verð jeg að ganga fram hjá hnútum þeim, sem hann hefur kastað að mjer persónulega, enda gerir minna til með þær, jeg bjóst altaf við þeim úr þeirri átt og tel þær lofi betri. Guðm. Einarsson. ---n----- Páll ísólfsson hefur nú lokið hljómleikaflokkum sínum í Fríkirkjunni á þessu ári. Hefur hann nú síðast haldið fimm hljómleika í röð og farið með verk um 20 höfunda, fornra og nýrra og mega alt heita úr- valsverk. Fyrirferðarmestur hef- ur Bach verið og að verðleikum, enda er hann kunnastur hljóm- listarvinum hjer frá fomu fari. Af öðmm höfundum er helst að geta um Max Reger og César Franck, en annars hefur Páll far- ið með lög ýmsra annara önd- vegishöfunda s. s. Liszt’s, Hánd- els, Griegs og yngri höfunda, eins og Boellmann’s, Merikantos o. fl. Þ á er þess ekki síst að geta, að hann hefur flutt lög eft- ir tvö íslensk tónskáld, tvö eftir Sigfús Einai'sson og eitt eftir Jón Leifs. Em það ánægjulegir viðburðir og á þeim væntanlega eftir að fjölga eftir því sem ís- lenskri hljómlist vex fiskur um hrygg. Ætti það að vera áhuga- mál íslenskra tónlistarmanna, að túlka sem mest af því, sem best kemur fram í innlendri list, með því er örfaður viðgangur hennar og vöxtur. — Það væri tilgangs- lítið að ætla að fara að rekja einstök verkefni þessara hljóm- leika eða meðferð þeirra í ein- stökum atriðum, enda ekki nema á sjerfróðra manna færi að gera slíkt, eða njóta þess. Hjer er að- eins ástæða til að minna á það, að þessi hljómleikaflokkur hefur sýnt það enn greinilegar en áð- ur hversu ágætum manni íslensk hljómlist á á að skipa, þar sem P. I. er. Verður þessum Frí- kirkjuhljómleikum væntanlega haldið áfram í sama horfi og hafið er. Þeir eru merkilegur og skemtilegur liður í bæjarlífinu og munu eiga mikinn þátt í auknum listarþroska og skilningi. En að- sóknin að þeim bendir á merki- legan áhuga og það, að hjer sje bætt úr þörf, enda hefur verið tekin sú rjetta stefna að selja vægu verði innganginn, þótt ann- ars sje mest að því stefnt hjer, að selja aðgang, jafnvel að ve- sælustu samkomum, hátt úr hófi fram og efnum fólks. ---O---- Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). Kaífas. Rjett nafn Kaifasar er Jósef. Kaífas er auknefni og hef- ur sömu þýðingu og auknefni Sí- monar, þ. e. klettur. Annar er bjargið, sem hin forna kirkja stóð á, hinn bjargið, sem hin nýja kirkja skal reisast á. Ráðið var nú komið saman og beið eftir Jesú. Fyrir utan Ann- as og Kaífas, sem voru forsetar þess, vom þama saman komnir helstu menn yfirstjettanna. I ráð- inu áttu sæti 23 prestar, 23 skriftlærðir menn, 23 öldungar og 2 forsetar, alls 71 maður. Þennan dag vom þó ekki allir komnir, sem þar áttu sæti. í fyrsta lagi vantaði þá, sem vom hræddir um, að þetta tiltæki mundi valda óspektum og möttu friðinn meira en hitt, að koma refsingu fram við þann ákærða: þar næst vant- aði þá, sem engan þátt vildu eiga í því, að hann yrði dómfeldur, þótt þeir hinsvegar ekki vildu koma fram sem verjendur hans. Meðal þessara manna vom án j efa þeir Nikódemus og Jósef frá ] Arimateu, er síðan sáu með j mestu umhyggjusemi um greftr- I un hans. Nógu margir vom þó komnir til þess, að dómur mætti fram fara, og fulltrúar musterisins, skólans og fjármálamannanna voru fastráðnir í því, að setja nöfn sín undir dauðadóminn. Hinn stóri garður var fullur af fólki. Fyrstu geislar dagsins vom að brjótast þar inn og blysin, sem áður höfðu lýst, voru að fölna. 1 þessum ljósaskiftum sátu nú dómendumir og biðu. Þeir sátu í hálfhring, gamlir menn og sverir, breiðir í sætinu, með bogin nef og ygldar brýr, í hvít- um kápum og með höfuðskýlur, stmku skegg sín og störðu fram- undan sjer með föstu augnaráði. Utan þessa dómhrings var salur-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.