Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 21.12.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 21.12.1927, Blaðsíða 3
4 LOGKJETTA Nýju j arðyrkjuverkíærin eru nú að fullu endurbætt og vandlega smíðuð og kosta, hingað komin frá Noregi: Skeraherfið kr. 250,00 en rótherfi 3ja hesta kr. 125,00, en 2ja hesta rótherfi kr. 100,00. Auk þess hefi eg látið smíða nýtt ávinsluherfi (slóða), sem einnig hefir reynst vel, og kostar kr. 60,00. Hemlur 3ja hesta kosta kr. 25,00, en 2ja hesta kr. 15,00, og dráttarlínur kr. 6,00, parið. Þeir, sem vildu fá sér eitthvað af þessum verkfænim, eru beðnir að senda pantanir sem fyrst. Reykjavík, Miðstræti 6, 14. des. 1927. | Veðdeildarbrjep. irifHHIIIIIIIIIIIIMIIIIIIHIIIIIHIIIItllHIIIIIIUIIIIHIIIIIIHIIIIIItllllllllllUIIIIIIIIIIIUHIHtl Bankavaxtabrjef (veðdeildarbrjef) 7. flokks veðdeildar Landsbankans fást | keypt í Landsbankanum og útbúiun I hans. jDropar Jeg er fyrir löngu orðinn frá- bitinn því að skrifa um bækur. Þess vegna fæ jeg alt af sting í hjartað, ef mjer er send ný bók, og hann versnar, ef bókin reyn- ist góð. Þá kemur mjer alt af í hug gamla vísan: Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: „Jeg fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mjer I krummi, nafni minn“. Það er synd að vera ræktar- lausari en krummi. Hann yrði ■ðflaust samviskusamur ritdómari, ef hann kynni að skrifa. Jég fjekk „Dropa“. Þeir voru mjer hið mesta augnayndi. Bók- in er svo fagurlega og smekk- víslega úr garði gerð, að jeg man ekki í svipinn, að jeg hafi sjeð betur gert hjer á landi. Pappír- inn, letrið, myndimar — eftir Einar Jónsson, og Kjarval, og úrvalsmyndir af íslenskri nátt- j uru — alt var með mestu prýði j og útgefanda (frú Guðrúnu Er- iingsson) til sóma. Þá var eftir að vita, hvað feldist í þessum íogru umbúðum. Jeg las bókina undir eins frá upphafi til enda. Og jeg varð ekki fyrir vonbrigð- um. Jeg var í góðum fjelags- skap. Þarna voru 14 íslenskar ikáldkonur: Sumar eru áskungar, sumar álfkungar, sumar dætur Dvalins. Þær koma með endurmizming- ar sínar, smásögur, ljóð og æv- intýri, alt svo hlýtt og heilbrigt, móðurlegt og kvenlegt. „Guði sje íof“, hugsaði jeg, „íslenskar skáldkonur eru ekki að verða að karlmönnum“. Móðir, kona, meyja meðtak lof og prís. Svo lagði jeg aftur bókina og íeit á titilblaðið. Jeg hafði í fyrstu ekki kunnað við nafnið, en nú datt mjer í hug: „hjarta- styrkjandi". Ekkert er eins hjartastyrkjandi og hjartaslög ^óðra kvenna. G. F. ----o---- Gistihús. Oft er um það talað að gott gistihús vanti hjer í bæn- um og einkum sagt, að ekki megi við svo búið standa 1930. Að sögn er nú að rætast úr því máli, fyrir samninga milli ríkis- og bæjarfjelags og einstaks manns. sem nægilegt fjármagn hafi og taka vilji að sjer að koma upp fyrir 1930 og reka stórt fyrsta Lúðvík Jónsson. flokks gistihús, með nokkurum atbeina hins opinbera (ókeypis lóð og skattfrelsi um nokkur ár?) Helst er talað um að gistihúsið standi suður af Nathan og 01- sens-húsi, sem Islandsbanki á nú. Landhelgin. öðruhvoru koma fram í enska þinginu kvartanir eða fyrirspumir um landhelgis- gæsluna hjer og þykir bretskum útgerðarmönnum, sem þeir verði hjer hart úti. Chamberlain utan- ríkisráðherra hefur áður svarað fyrirspumum þessum drengilega, sagt að landhelgisbrot væm bretskum sjómönnum ekki til sóma og eðlilegt og löglegt að fyrir þau væri hegnt hjer. Fyrir nokkmm dögum gerði Kenworthy þingmaður enn fyrirspum um þrjá enska togara, sem síðast vom sektaðir nyrðra og það, hvort stjómin ætlaði ekki að mót- mæla sektunum eða fá þær lækk- aðar. Chamberlain svaraði að skipstjóramir hefðu játað á sig brotið og gæti hann ekki tekið frekari afstöðu til málsins fyr en hann hefði lesið málsskjölin. — Það er skiljanlegt að þungar sektir geti komið óþægilega við pyngju útgerðarmanna, en það er áreiðanlega ástæðulaust að ætla, að erlendir landhelgisbrjót- ar sæti hjer ósanngjamri með- ferð eða harðneskjulegri en lög standa til. Það er á almannavit- orði, að þeir vaða hjer talsvert uppi í landhelgi og næst eflaust ekki til þeirra nærri altaf og ekki nema sjálfsagt að þá sjeu þeir látnir sæta löglegri ábyrgð fyrir athæfi sitt. Guðmundur á Sandi hjelt fyrir- lestur í fyrrakvöld á Akureyri um ástandið í Rússlandi og það, hvað af því mætti læra. Hann er ákveðinn andstæðingur kommun- ismans og rússneskra byltinga- kenninga, en hafði boðið til frjálsra umræða á eftir erindi sínu og einkum boðið Einari 01- geirssyni kennara, sem er ákveð- inn kommunisti og andmælti Guðmundi ákaft. Umræður kváðu hafa verið fjömgar. Halastjama Pons Winnecke hefur sjest hjer undanfarin kvöld. Norskt skip er talið af, fór það með farm bræðslusíldar frá Krossanesi 30. f. m. og hefur ekki spurst til þess síðan. Á því vom 10 Norðmenn og 1 Islendingur. Hnífsdalsmálin. Sýnishom af rithöndum atkvæðaseðla þeirra, sem um er deilt, hefur nú verið sent til álits sjerfræðinga hjá lögreglu Lundúna og verður frest- að að kveða upp dóm í málinu uns álit er komið þaðan. Vextir af bankavaxtabrjefum þessa | flokks eru 5%, er greiðasí í tvennu lagi, 2. janúar og 1. júlí ár hvert. Söluverð brjefanna er 89 krónur fyrir 100 króna brjef að nafnverði. Brjefin hljóða á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. 2 É~ LANDSBANKI ÍSIJVNDS. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiuiiuiiiiiiiiiitiiitiuiiiiiiMiMiiiiiiimiiuHmiiimmiiiuiiimiHiwiiHiWiummmiiiiiiiiiiiiiiiiiÍ Útgerð með samvinnusniði er ! nú verið að undirbúa á ísafirði. Frón heitir ný stúka, sem ! stofnuð hefur verið hjer í bæn- : j um og hafa gengið í hana ýmsir ! kunnir menn, helst mentamenn j og kaupsýslumenn. Á Akureyri stjórnar nú Har. i Björnsson sýningum Leikfjelags- ins og hefur sýnt Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar og er látið vel af. Hann leikur sjálfur Loft, en Svafa Jónsdóttir Stein- unni. Á sýningunni í Khöfn hafa auk ! þeirra mynda, sem áður eru tald- ! ar, selst þrjár vatnslitamyndir ! eftir Ásgrím og 1 teikning eftir : Kjarval. Innflutningur nam í nóvember j 3 milj. 855 þús. kr. Þar af koma j í hlut Rvíkur einnar 2 milj. 638 i þús. kr. Fálkariddarar urðu á fullveldis- daginn síðast 8 karlar og 1 kona. Dómstjóri hæstarjettar, L. H. Bjamason var sæmdur stórridd- arakrossi með stjömu, stjömu- lausir stórriddarar urðu Magnús Helgason skólastjóri og Ragnar ólafsson á Akureyri. Riddarar urðu Guðmundur læknir í Stykk- ishólmi, Guðmundur bóndi í ó- feigsfirði, Hjörtur hreppstjóri Líndal, ólafur bóndi á Hvallátr- um og Júlíus útbússtjóri á Akur- eyri og Kristbjörg Jónatansdóttir kenslukona á Akureyri. Tólf málarar eiga myndir á ísl. sýningunni erlendis. Kjarval á flestar (48) en þá Guðm. Thor- steinsson (33) og Jón Stefánsson (32) og Ásgrímur (27). Júlíana Sveinsdóttir á 16, og sömuleiðis Gunnl. Blöndal og hinir svipað eða nokkru minna, en þeir em Finnur Jónsson, Guðm. Einars- son, Jón Þorleifsson, Kristín Jóns- dóttir, Sig. Guðmundsson og Þór. B. Þorláksson. Sýningin hefur hlotið góða blaðadóma. Úr manntölum. Hjónavígslur voru hjer á landi síðastl. ár 627, ; en 2659 böm fæddust, þar af 71 andvana og af þeim öllum 371 óskilgetið. Á fyrsta ári dóu 131 I barn og fer ungbamadauði sí- Vilhj. Þ. Gíslason: íslensk endurreisn Eggert Ólafsson íslensk þjóðfræði Fæst hjá bóksölum. felt rjenandi og einnig mann- dauði alment, er nú orðinn um helmingi minni, en hann var fyr- ir hálfri öld, eða 11 af þúsundi, 585 karlar og 549 konur og stendur Island í þessum efnum einungis að baki Hollandi, Dan- mörku og Noregi. Vesalingamir. Fjórðu bókinni, sem heitir Draumur og dáð, verð- ur lokið nú um áramótin og kem- ur þá út sjerprentuð. Sagan er sífelt mjög mikið lesin og má ætla að ekki minki athygli sú, sem henni hefur verið veitt, þeg- ar síðasta bókin hefst, upp úr nýárinu. Hún heitir Jean Valje- an og era í henni ýmsir best skrifuðu og mest „spennandi" kaflar allrar sögunnar. Reýnt verður að koma henni út sem fljótast og með sem hagkvæm- ustu fyrirkomulagi fyrir lesendur. Marius Hægstad prófessor and- aðist í Osló 21. f. m. Hann var íslenskumaður góður og kom hingað um aldamótin er hann var orðinn prófessor í norskri mállýskufræði og fór allvíða. Hann var í helstu málfræðinga röð í Noregi og einhver mesti máttarstólpi nýnorskunnar, en fjekst einnig á fyrri árum við blaðamensku og stjómmál og var stórþingsmaður um skeið. Krishnamurti. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefur gefið út þýðingar á ræðum hans og kvæð- um „við eldana í Ommen“ s. 1. ár, snyrtilegt kver. Frú Kr. Matt- híasson á Akureyri hefur einnig þýtt erindi sem dr. Annie Besant hefur haldið um komu mann- kynsfræðara. Bókaverslun Arinbj. Svein- bjamarsonar hefur nú bætt stór- um húsakynni sín, fengið stóra og mjög vandaða nýja sölubúð. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.