Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.12.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 31.12.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, laugardaginn 31. desember 1927. 65. tbL Um víða veröld. Síðustu fregnir. Italir hafa nú verðfest líruna og vekur það ánægju þar í landi og hafa þeir fengið 25 miljóna sterlingspunda verðfestingarlán. Svissneska stjórnin hefur synjað Rússum leyfis til þess að hafa fasta skrifstofu í Genf til þess að fylgjast með störfum þjóðabanda- lagsins, því þeir óttast undirróð- ur af þeirra hálfu. — Sazanov, fyrrum utanríkisráðherra Rússa, er látinn. — Miklar deilur standa nú yfir í enska þinginu útaf breytingunum á helgisiðabókinni, sem áður hefur verið frá sagt í Lögrj. Hafa biskuparnir samið nýja helgisiðabók, sem reyna á að miðla málum milli íhalds og frjálslyndis og jafna muninn milli kaþólskrar og enskrar kristni. Baldwin fylgir breyting- unni, en innanríkisráðherrann Joynson Hicks er á móti og senni. lega Lloyd George, en hann hefur annars verið á báðum áttum. Mitchell heitir annars sá, sem mest talaði á móti breytingunni. Efri málstofan samþykti breyt- ingarnar, en neðri málstofan feldi þær, með litlum atkvæðamun rjett fyrir jólin, en biskuparnir leggja þær aftur fyrir þingið, eitthvað breyttar. — Franska þingið hefur afgreitt fjárlög með 55 milj. franka tekjuafgangi. — Flugkonan Miss Grayson sem lengi hefur ætlað að fljúga yfir Atlantshafið, lagði nýlega af stað, en hefur ekki komið fram og er ætlað að hún hafi farist. ___-o- Úr brjefi Fljótsdalshjeraði 10. des. 1927. Síðan jeg skrifaði Lögrjettu síðast hefur fremur fátt borið til tíðinda. Tíðarfar þetta ár í meðal- l.agi, nema vorkuldar um sumar- mál í allra lengsta lagi og miklir. Lógunarfje reyndist neðan við meðallag; var vorkuldunum um kent. Sláturfjárverð lægra en í fyrra, en gefnar vonir um upp- bót vegna sölunnar á frysta (og kælda) kjötinu. Kaupfjelag Hjer- aðsbúa á Reyðarfirði bygði í sum- ar frystihús. Frystingin er gerð með vjelum. Gert var ráð fyrir að húsið yrði fullbygt á byrjaðri siáturtíð, en það varð ekki fyr en á henni nokkuð áliðinni og urðu því minni not að húsinu þetta haust en annars. Heyrst hefir að kaupfjelagið hafi fryst rjúpur, og víst er það, að bifreiðar fjelags- ins hafa sótt nokkur hlöss af rjúpum upp á Hjerað. Það má með tíðindum telja, að í sumar var mjög litlu ekið um Fagradal á hestum. Olli mestu um það að Kaupfjelag Hjeraðsbúa flutti á tveim bifreiðum, er var vel stjórnað af bræðrum tveim frá Stóra-Sandfelli. Var ekið inn í Sandfell, út í Eiða og norður hjá Heiðarenda. Akstur fjell niður um miðjan nóv. en hófst svo aftur með des.; sem stendur er nógu autt, en svo blautt að ekki er ekið og líkast að vegurinn hafi skemst nú í nýafstaðinni stór- rigningu, sem sagt er að hin ný- bygða brú á Eskifjarðará hafi borið lægri hlut fyrir. Jeg má ekki hlaupa svo frá frásögn bif- reiðaflutninganna, að jeg geti ekki Guðna bifreiðarstjóra Jó- hannssonar. Hann ók í fyrrasum- ar og aftur í sumar. Hans bif- reið hefur af mörgum verið nefnd kaupmannabíllinn og af öðrum samkepnisbíllinn. Þessi nöfn eru nog til að gefa til kynna, að margir hafa þakkað Guðna, hve flutningur er orðinn ódýr. Sveinn Jónsson bóndi og veit- ingamaður á Egilsstöðum fjekk bifreið í sumar, sem hann ók um Fagradal byggingarefni til stein- steyptra peningshúsa, er hann bygði. Hann ók og heim heyinu utan af nesinu, flutti heyskapar- fólk á engið og sótti það aftur á kvöldin. Ekki hefur raforkan verið látin hlutlaus hjer á Hjeraði. Á Melum í Fljótsdal var rafstöð sett upp í vor til ljósa og suðu. Hafði Skarphjeðinn Gíslason útvegað vjelar, en maðurinn sem jeg gat um í fyrra, úr Fljóts- dalnum, og naut tilsagnar Skarp- hjeðins við uppsetning vjelanna á Sljettu, gekk frá vjelunum á Melum. Hann heitir Frímann Jónsson frá Bessastöðum. Á Skeggjastöðum í Fellum tók Sig- urður Jónsson á Seljamýri að sjer að setja niður rafstöð, er gæfi 18 hesta afl, fyrir ákvæðis- verð. Heimavinnu og flutning önnuðust ábúendur, sem eru þrír. Bilun kom fram í sept. og var hann þá ekki viðlátinn að koma til að lagfæra, því hann hafði tekið að sjer fyrir ákvæðisverð að byggja rafstöð á Brekku í Fljótsdal. Vildi þá svo vel til að á Skeggjastöðum var smiður, er til bráðabirgða gat greitt úr þessu. Nú er Sigurður að ganga frá stöðinni á Brekku. 1 Hnefils- dal á Jökuldal hefur Björn bóndi þar leitt kvísl úr Hnefilsá til raf- nota. Var það erfitt verk, því stórgrýti var á leiðinni. Þar er notað yfirfallshjól úr járni, sem Jóhann Hansson vjelasmiður á Seyðisfirði smíðaði. Jóhann ann- aðist um útvegun annars efnis til rafstöðvarinnar og setti hana upp. En svo illa vildi til að litlu á eftir bilaði hjól, sem ekki verð- ur til fyr en næsta sumar. Þó urðu þeir Jóhann og Björn ekki ráðalausir, og notuðu nú reim, svo Ijós eru nægileg og suða nokkur. Jeg veit það vel að það mætti liggja í þagnargildi er snurða hleypur á söguþráð raf- veitunnar, en jeg tel það ekki rjett. Því það er sýnt að bænd- ur hafa sterkan hug og vilja til að hagnýta sjer raforkuna. Svo er það og sýnt að gnægð er hjer af smiðum, sem geta smíðað flest það er til raforkunnar þarf, og að það verður alt ódýrara en að kaupa það frá útlöndum. Jeg man þá tíð að hjer á árunum ljet hátt í sumum föðurlandsvinum yfir því að Búnaðarfjelag Islands vantaði vísindalega mentan mann, og ætli það sje ekki vel lærður rafmagnsfræðingur, sem Búnað- arfjelagið ætti nú að senda um sveitir til að vera með í ráðum við rafmagnsstörfin. Rjett er að jeg biðji Lögrjettu að geta þess, að bærinn í Vopna- firði, sem jeg gat um í fyrravet- ur að rafmagnsstöðin hefði verið sett upp á, heitir ekki Ljósaland heldur Strandhöfn. Runólfur Bjarnason. Stuðlamál Menn kannast orðið við þessa bók, vísnasafn alþýðuskálda, um land alt. Annað hefti kom út í haust, og sagt er, að von sje á þriðja hefti innan skamms, en í því á að vera aðal-vísnavalið. Þetta nýkomna hefti virðist vera fremra því fyrsta að því leyti, að málið er yfirleitt hreinna og efni fegra. Sumir finna þó harðlega að þessu hefti. Svo langt er farið að telja nálega alt, sem í því er, „gersneitt bestu kostum góðra vísna", og ekki fleiri en 3—4 höfundar, sem eiga nokkrar góð- ar vísur. Það er sjálfsagt alveg satt, að fátt er um hreinar perlur. En það hefur verið fátt um þær á öllum öldum. Vitanlega er margt til af gömlum ágætisstökum, en þær hafa orðið til smátt og smátt á löngu tímabili. Fæstir höfund- ar munu hafa átt nema tiltölu- lega fáar slíkar. Við kunnum líka sand af stök- um, sem alls ekki hafa á sjer neinn perlugljáa, en þó hafa þær lifað af aldir. I þeim er eitthvað lífvænlegt, þótt kostirnir sjeu ekki margir — eitthvað, sem þjóðin gat hvorki grafið nje gleymt. Svona er áreiðanlega um marg- ar af stökum Stuðlamála. Þær hafa ýmsa kosti, ein þenna, önn- ur hinn, þótt hver einstök hafi langt frá alla kosti sameinaða. Vísa getur verið lagleg og þess verð, að hún sje geymd, þótt ekki glampi af henni eins og fægðum gimsteini. Slíkar stökur eru alt að því eins sjaldgæfar eins og undrabörn eru fágæt. Vísa verður að teljast góð fyr en hún er snildarverk. Varla er heldur við því að búast, að frá al- þýðuskáldunum, með þeirri ment- un, sem þeim flestum hefur verið skómtuð, komi ekki annað en hrein listaverk. Það ber við, að veila finst lík'a í verkum lærðu skáldanna. Snildarvísa hefur þá aðalkosti, að rímið er nákvæmt, stuðlaskip- un bragrjett, áhersla samkvæm rjettri málvenju, orðaröð eðlileg, orðatiltæki hnittileg, lýsingar skýrar, málið hreint og fagurt, efnið fallegt eða kröftugt, kveð- andin sljett og liðug, hljóðfallið mjúkt og ljóðrænt, hugsunin ótví- ræð og ljettfær, og — að hún er auðlærð. Fleiri kosti mætti telja. En nóg er talið til að sjá það, að snildarvísur, þessir fægðu gim- steinar, eru miklu fágætari en menn virðast ætla. Aftur á móti er til aragrúi af góðum vísum, sem hafa svo marga þessara kosta til að bera, að þær skapa verðmæti, þrátt fyrir alt. Slíkar vísur eru margar í Stuðlamálum. og fyrir það skilst mjer, að þeim sje haldið til haga. Jeg held því, að ekki sje alveg sanngjarnt að segja, að einirS—4 höfundar eigi nokkrar góðar vís- ur í Stuðlamálum. Rjettara mun hitt, að allir eigi þar einhverja góða stöku, sem grópast inn í hugann jafnskjótt sem maður heyrir hana eða les. Nú ætla jeg að leyfa mjer að sýna eina stöku eftir hvern þessara 16 hagyrð- inga, sem taldir eru óhæfir: Jón Björnsson: • Leysmjj. Roðna löndin lágt og hátt, linast vöndur saka. Frosta höndur missa mátt: Meyrna böndin klaka. Baldvin Stefánsson: Mannabein (fundin). Það í leynum liggur svar — lýðum einatt dulið: Varla beinin blásnu þar birta sveininn hver hann var.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.