Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 31.12.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 31.12.1927, Blaðsíða 2
t LOGRJITTA LÖGRJBTTA S I k—-------------------------* I LÖGRJBTTA Utgefandi og ritstjóri \* o r 11 e i n n ðfilason Þingholtsstræti 17. Simi 178. lanhelmtn ogr nfgrelðnla 1 Miðstrseti 3. I ----------- —ii I Sigfús Sigfússon: Prestur ávítar. Finst þjer von jeg fái hrós fyrir birtu mína, fyrst þú, drottins dýrðarljós, dugir lítt að skína. Jósep Jónsson: Baugabrot. Brýt jeg saman vota voð, verst ei lengur strandi; flýtur lek og fúin gnoð feigðar- upp að -sandi. Emil Petersen: Á Hotsatrietti. Sólin valla sefur blund. Svanir snjallir kvaka, hlustar fjall og fífusund. Faglar allir vaka. Pjetur Sigurðsson: Skopvísa. Brúðkaupsgildið gestum jók gleði margra nátta. Loksins mjer þó leiðast tók, — langaði til að hátta. Steinn Sigurðsson: Iðunnarvísa. Iðunn góða gullinn sjóð gefur þjóð í fræðum; lesa fljóðin úrvals óð yfir hlóðaglæðum. Þessari stöku skipaði Magnús Jónsson, dócent, á bekk með þeim vísum, sem hann kallaði „bragð- góðar“. „Er það kannske besta vísan“, segir hann, og var þó um fjölda vísna að ræða. (Iðunn: IX, 1). — Valdimar S. Long: VeðrabrigSi. Dimmir höllum drafnar í, dynja fjöll af veðragný, sveiflast mjöllin, sortna ský, sveipa völlinn klæði ný. Hannes Jónasson: Vor. Vorið barm sinn býður hlýja, beiska harma rekur fjær; vonararma opnar nýja, — unaðsbjarma á lífið slær. Baldur Eyjólfsson: Vorvísur. Nú er grund á grænum kjól, 4 grös af blundi vöknuð; vetrar undan vefjarstól voðin sundur röknuð. Valdimar Benónýsson: Vorhljómar. Fossar sprengja frera þröng fram af hengibjörgum; heyra vengi lotulöng ljóð af strengjum mörgum. Guðmundur Eyjólfsson Geirdal: Kvöldþankar. Aftanglit á öldusveip eru’ á liti geymin. Máni situr sinn við keip, — silfurritar heiminn. Ólína Jónasdóttir: Morgunn. Hressist fjólan hýr á ný, hreld af njóluvöldum. Grund og hólar glitra í gyltum sólaröldum. Pjetur Jakobsson: Siglingavísa. Seglin teygir kyljan kná, kyrð svo eigi finnist. Hafsins meyja hýr á brá hægt við fleyið mynnist. Hjörleifur Jónsson: BaugabroL Huga sundrar helst um of, heykjast stundum bökin, þegar hrundra heima rof hefir undirtökin. Steindór Sigurðsson: Baugabrot. Þó mig ávalt uppi ber eftir næturþjarkið, næsta morgun að jeg er aftur til í slarkið. Jeg held að flestum hljóti að koma saman um, að allar þessar stökur eigi sæti með góðum vís- um, og sjeu líklegar til að lifa, enda þótt þær nái ekki hámarki listarinnar. Og jeg er ekki viss um, að nokkurntíma hafi verið betur kveðið yfirleitt — nema með undantekningum. Hinsvegar mundi það gleðja alla „vini fer- skeytlunnar“, að þessi „sjerstæða grein skáldskaparins" mætti taka sem mestum framförum með næstu kynslóð. Og ekki vil jeg víta neinn mann fyrir það, þó að hann setji hugsjónahámark al- þýðukveðskaparins á tind sannr- ar listar, eins og annars skáld- skapar. Þangað ber að keppa, þó að fáum auðnist að hafa þann tind undir fótum. Við reynum að halda áfram að yrkja laglegar vísur, enda þótt við sjáum það fyrir, að við verð- um undirmál á strangasta kvarð- ann. Steinn Sigurðsson. HMrjMnr Nú er verið að breyta hús- dýra-sóttvamarlöggjöfinni og er þar sjerstaklega tekið tillit til munn- og klaufaveikinnar. En komi veikin hjer upp, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir, — hvað á þá að gera? Eitthvað hefir sjálfsagt verið hugsað um það meira en að drepa og brenna all- an þann fjenað, sem grunur leik- ur á að sje sýktur. Með því móti einu stöðvast veikin seint, auk skaðans sem af því hlýtst. Bretar og Norðmenn hafa að vísu haft þessa aðferð, auk eftir- lits eða varða um staðina á víð- um hring. Hinn kvalafulli gestur hjelt samt áfram þó varðmenn og dýralæknar lokuðu öllum manna- vegum. Bretar töldu sig eiga við ramman reip að draga þar sem rottumar voru; þær skeyttu ekk- ert um landslög nje varðlið*). Hvemig sem Norðmönnum tekst að verjast, þá er sagt að þeir gmni krákumar um lögbrot. Hvaða vamingur eða smituber- ar yrðu okkur íslendingum hættu- legastir? Þetta er alvarleg spum- ing. Vonandi þarf reynslan ekki að færa okkur svar við henni. Jeg vil benda á þann smitubera sem jeg álít hættulegastan fyrir okkur ef munn- og klaufaveikin kemur til landsins, en það er hrafninn. Naumast er nokkurt það bam í bygðum landsins, sem skilur og talar eitthvað, að það þekki ekki hinn stóra, svarta, en fallega fugl, — hann krumma og krunkið *) Bretar töluðu líka um fugla sem smitubera, krákur og máfa. hans. Til eru þjóðsagnir um vel- famað þeirra, sem gefa hrafnin- um mat og verfamað hinna, sem hrekkja hann. Að skjóta hrafn var talið ólánsmerki, sjerstak- lega ef það var bæjarhrafninn. Væri þetta satt, hafa margir fall- ið í ólánsforina fyrir það að skjóta eitt skot. En líkast til hafa færri hlotið happabyrði fyrir krummamat. Ekki eru neinir bráðapestar smituberar skæðari en hrafninn og flakkandi hræhundar; sem betur fer em þeir þó ekki víða. En hrafninn er alstaðar og sundr- ar bráðapestarkindum oft ótrú- lega fljótt. Ullinni dreifir hann um hagann í nágrenni skrokks- ins, en kjöti og einkum innýfl- um stráir hann víðsvegar. Skeit- ir krummi því ekkert hvort hann sleppir bitanum niður hjer eða þar. Hvemig ætli krumma yrði við ef hann fyndi hjálparvana eða dauða kind úr munn- og klaufaveiki. Jeg býst ekki við að hann mundi bregða vana, heldur að hann sundraði henni og breiddi veikina þannig út. Það hafa að líkindum engir sjerstakir hrafnavinir átt sæti á sýslufundi í Borgarfjarðarsýslu síðastliðið vor 1926, því þar var samþykt (eftir, sögn tveggja sýslunefndarmanna) að leggja 50 aura til höfuðs hverjum hrafni. Jeg vona að þeir sjeu ekki neinir ólánsmenn fyrir þetta, heldur miklu fremur lánsmenn fyrir það, að vega að gömlum kredd- um. Hrafninn er orðinn landinu að plágu og hefur verið það. Því meir sem hann fjölgar og smit- andi húsdýrasjúkdómar aukast, því tilfinnanlegra tjón gerir hann. Jeg vil beina því til þings og stjómar, hvort ekki sje hægt með lagaákvæði að fækka hröfnum, rottum og músum. Þessi ófögnuð- ur á sinn þátt í skaða þeim sem bráðapest og fjárkláði valda ein- staklingum og þjóðinni. Guðm. P. Ásmundsson, (frá Svínhóli). ----o--- Ameríkupistlar ----- Frh. Vestur-Islendingar em fyrir löngu hættir að álíta sig útlend- inga í Ameríku. Hin eldri kyn- slóð var landnámsfólk. Það kom hjer að óbygðu landi. Það braut skóginn, braut mörkina, bygði heimilin, reisti fyrstu skólahúsin í nýbygðinni og lagði þeim oft- ast til bæði kennara og nemend- ur. Hjeruðin, þar sem þeir tóku sjer bólfestu, vom annaðhvort alveg nýlega, eða alls ekki búin að öðlast stjórnmálalegt sjálfs- forræði. Þeir hjálpuðu til að þroska þau til sjálfstæðis. Það er ekkert í menning eða vel- gengni kjörlandsins sem þeir hafa ekki hjálpað til að skapa. Þeir voru brautryðjendur en engir beiningamenn. Þeir komu hingað til þess að byggja en ekki til þess að þiggja og þegar fróð- leiksfúsir Ameríkumenn á kom- andi öldum, taka að rannsaka uppruna sinnar eigin þjóðar og yrkja um afrek feðranna, verður þeirra að einhverju getið. En þó við Vestur-íslendingar sjeum þjóðhollir þegnar tveggja enskumælandi menningarlanda, höfum við enganveginn gleymt ættlandi vom eða uppruna. Vest- ur-Islendingar hafa, frá fyrstu fmmbýlisámm fram á þennan dag, starfrækt ýmsan fjelagskap til viðhalds íslensku máli og menning hjer í álfu. Þeir hafa viðhaldið íslenskum blöðum og tímaritum, og lagt dálítinn skerf til íslenskra bókmenta. Lestrar- fjelög eru í nálega öllum bygðum sem kaupa það nýtilegasta sem út er gefið á íslandi svo almenn- ingur hjer fylgist vel með mál- um heima. Viðhald móðurmálsins og ís- lensks þjóðemis hefur þó að langmestu leyti hvílt á herðum | kirkjunnar. Menningarsaga Vest- ur-Islendinga er að langmestu , leyti kirkjusaga. Menn yrkja hjer naumast vísu, prenta blað, eða semja sögu, svo að þar sje ekki meira eða minna talað um j trúarbrögðin, og uppistaðan í okkar „skáldskap“ er æði oft margendurtekin árás á kirkjuna. Landnemamir fluttu kristin- i dóminn með sjer að heiman — | guðsorðabækurnar í kistunni, en vanhelgaða trúarsiði feðra sinna í ógleymanlegum endurminning- um frá æskudögunum. Guðrækn- isathafnir í íslenskum sveita- kirkjum, í þá daga, voru máske hvorki hrífandi eða hugðnæmar í augum þeirra heimsborgara, sem margt höfðu heyrt og mik- ið sjeð, en þær voru nógu and- | aktarfullar til þess að lyfta dal- j búunum upp yfir dranga hvers- dagslífsins. Þar hafði þeim liðið einna best. Þar hafði andi þeirrji svifið hæst, lífssjónarmiðið ver- ið stærst. Kirkjan hafði verið þeim — þó þröngt væri þar til veggja og lágt undir loft — nokkurskonar hliðskjálf, sem opnaði þeim innsýni í dýrðar- heima hugsjónanna. Það var í alla staði eðlilegt að menn flyttu þá framtíðar paradís með öllu út yfir takmörk lífs og dauða. Fáir dirfðust á þeim árum, að vonast eftir miklum mannlífs- þroska hjemamegin grafar. Um það leyti sem vesturflutn- ingar hófust, ríkti mikil kyrð yfir trúarlífinu heima. Menn voru alment hættir að rannsaka þau rök sem kirkjan lagði til grund- vallar fyrir kenningunni. Þeim var það nóg — flestum — að undir hennar lofgjörð, bænum og boðskap, urðu þeir, að minsta kosti stundum, fyrir þeirri hrifn- ing, sem sál þeirra þráði og þarfnaðist, enda naumast í aðra staði að leita eftir andlegri leið- sögu á þeim áram. Þannig mun trúarlífi allmargra hafa verið háttað, þó einstöku menn hefðu, fyrir eina eða aðra ástæðu, ímu- gust á kirkjunni. Þó ríkisvaldið ljeti okkur af- skiftalausa í trúmálum, og innan kirkju höfum við verið einna mest út af fyrir okkur, þá kom- umst við ekki hjá að verða fyr- ir allmiklum áhrifum frá hjer- lendum kirkjuhreyfingum. Frh. H. E. Johnson. ----o---- Helsingjar heitir ný kvæðabók eftir Stefán frá Hvítadal. Fyrri hluti hennar eru andleg kvæði, kaþólsk, en í síðari hlutanum eru kvæði ýmislegs efnis. Mynd eftir Thorvaldsen hefur Hansen konsúll, formaður sýn- ingaraefndarinnar íslensku, gefið listasafni Islands. Er það mynd af Ganymed. Skuggsjá heitir leikrit, sem V. Hugo. VESALINGARNIR. in friðar. Morguninn eftir vaknaði hann næstum því glað- ur. Honum fanst borðstofan töfrandi falleg, þótt hún væri hræðileg og flutningur Toussaint væri þar á rúi og stúi. I einum bögglinum á borðinu sást í einkennisbúning Je- ans Valjean. Cósetta hafði látið færa sjer inn í herbergi sitt og sýndi sig ekki fyr en um kvöldið. En hún bragð- aði þá ekki mat, bar fyrir sig höfuðverk og bauð Jean Val- jean góða nótt og fór aftur til herbergis síns. En Jean Valjean borðaði með góðri list. Meðan hann var að því tautaði Toussaint — Herra minn, það gengur eitthvað á, þeir era að berjast í borginni. En hann var sokkinn í sín- ar eigin hugsanir og tók varla eftir orðum hennar. Hann gekk löngum skrefum milli gluggans og dyranna og varð aftur alvarlegri og alvarlegri. Hann hugsaði um Cósettu. Hann hugsaði um framtíðina, og hugsaði um hana með ánægju eins og hann var vanur. Þegar öllu er á botninn hvolft virtist honum ekkert vera til fyrirstöðu hamingju- sömu lífi þeirra. Stundum virtist honum alt ómögulegt og stundum virtist honum alt auðvelt. Jean Valjean átti nú eina af þessum góðu stundum. Þær koma venjulega á eftir þeim slæmu, eins og dagur á eftir nóttu, samkvæmt því lögmáli áframhaldsins og andstæðanna, sem er grund- völlur sjálfrar náttúrunnar. I þessari friðsamlegu götu, sem Jean Vaiijean var setstur að í, losnaði hann við alt það, sem áður hafði valdið honum óróa. Hanri fór að verða bjartsýnni. Ef til vill var samt betra að fara til Englands. Hvaða máli skifti það, hvort hann var í Frakk- landi eða Englandi, ef Cósetta var hjá honum? Meðan hann gekk svona hugsandi tók hann alt í einu eftir einhverju einkennilegu. I spegli, sem hjekk gengt honum yfir borði, sá hann þessar 4 línur: „Elsku, pabbi vill endilega að við föram undir eins. Við verðum í kvöld f Rue de l’Homme Armé no. 7. Eftir viku förum við til Eng- lands. Cósetta. 4. júní“. Jean Valjean varð sem þrumu lostinn. Cósetta hafði lagt skrifbókina á borðið fyrir fram- an spegilinn þegar hún kom og gleymt' henni þar í hrygð sinni og gremju og ekki einu sinni tekið eftir því, að hún skildi hana eftir opna og opna einmitt þar, sem hún hafði þerrað línurnar, sem hún sendi Maríusi. Línumar sáust koma fram á hinu blaðinu og sáust í speglinum svo að Jean Valjean gat lesið þær. Hann gekk að speglinum. Hann las línurnar aftur, en gat ekki trúað þeim. Þær höfðu á hann sömu áhrif og ofbirta. Þetta var sjónhverf- ing, þetta gat ekki átt sjer stað. Smámsaman varð hugs- un hans skýrari. Hann skoðaði blaðið sjálft, en skildi ekki hvernig í þessu lá og sagði við sjálfan sig: Þetta skiftir eigi máli; hjer er ekkert skrifað. Svo andaði hann rólega. Hann hjelt á blaðinu og hló næstum því að heimskunni í sjálfum sjer. En svo varð honum aftur litið í spegilinn og sá aftur sömu sjónina. Þar sást lesmálið greinilega og rjett. Nú var ekki framar um að villast. Endurtekin opin- beran er veruleiki. Nú skildi hann. Jean Valjean ljet blað- ið síga og fjell niður á stól og draup höfði undrandi. Có- setta hefði áreiðanlega skrifað einhverjum þetta. Hann tók viðbragð inst inni í sál sinni. Reynið að svifta ljónið hvolpinum, sem það hefir tekið í búr sitt. Þótt undarlegt megi virðast hafði Maríus ekki fengið brjefið, þegar þessu fór fram. Tilviljunin hafði komið þvi fyr í hendur Jeans Valjean. Jean Valjean bar einungis föðurlega ást til Cósettu. Hann var henni eins og dóttur sinni, hann unni henni eins og móður sinni, hann unm henni eins og systur sinni. En þar sem hann hafði aldrei unnað konu öðruvísi, aldrei unnað eiginkonu, ófust þess- háttar tilfinningar einnig ósjálfrátt saman við ást hans. óskýrar, blendnar, engilhreinar, himneskar og guðdómleg- ar. Tilfinning hans var óumræðileg ástúð og umhyggja fyrir Cósettu, hulin og hrein eins og gullæð í fjalli. Geri nú lesandinn sjer það í hugarlund hvernig ástatt var. Hjónaband gat ekki komið til mála, jafnvel ekki hjónaband sálarinnar. En samt sem áður var það víst og áreiðanlegt, að örlög þeirra voru gefin saman. Þegar Có- setta, eða með öðram orðum barnæskan, er fráskilin, hafði Jean Valjean á allri hinni löngu æfi sinni ekki kynst neinu því, sem elskað yrði. Ástríður og ástir höfðu ekki markað skapferð hans. I stittq máli öll hin innri ólga, öll hin dáðríka dygð, sem aafum sjeg hvað eftir annað, varð til þess að gera úr Jeí11 Valjean föður Cósettu, ein- kennilegan föður, sem var sonur, bróðir, maður og jafnvel móðir í senn. En hi. - Var faðir, sem unni Cósettu og dáðist að henni, hún var ^s augna hans, hún var heim- ili hans, ætt hans, föðurianc Ws og himnaríki hans. Svona var ástatt þe£aí því kom að hún var að hverfa honum, var að reni^ út úr höndunum á honum Annar á þrá hjarta hennar, itfinar er ósk lífs hennar, jeg er ekki framar annað eu fa^f hennar, jeg er ekki framar til, hún er að fara frá wjel sagði hann við sjálfan sig í örvæntingu. Uppreisnariönílh)h1 byltist í brjósti hans. Hann fann sjálfselsku sína ^kna aftur, sjálfseðlið ýlfra í undirdjúpum eðlis síns- kemur fyrir að menn finna grundvöllinn geiga lIrdir sálarlífi sjálfra sín. Ör- væntingarfull vissa leitar '*ki á nokkurn mann, svo að hún brjóti ekki og iflölvl ^hisa máttarviði eðlis hans, stundum þá, sem mest bera r>;inn uppj f>egar harmurinn kemur í þessu gerfi er ^11111 flótti undan öllum öflum samvitskunnar. Slíkt er °'^egt sálarstríð. Fáir okkai sleppa úr því svo, að þeir ekki orðnir aðrir menn. Jean Valjean var þranH1 l0, yfir þessum fjórum lín- um, öll sál hans var 1 u^^Qii. Hann var sokkinn til botns í örvæntingunni °£ _ ^funni, án þess að vita af því. Alt ljós lífs hans vil slokknað meðan hann hjelt sjálfur að hann gengi í s°hi. Hann hikaði ekki, hann tengdi saman í huga sínurP atvik og sagði: „Það er hann“. Hann veittist uU^‘ eills að Maríusi. Hann vissi ekki hver hann var, eU ,fann ósjálfrátt til hans, vissi með sjálfum sjer a^ var sami náunginn og spjátrungurinn í Lu*ern ^garðinum, þessi bölv- aður ástabósi, þessi graSaSI1^.aildeyða og lydda, því það er heigulslegt, að vera að sig í ungum stúlkum, sem eru í för með föður S1 > sem þykir vænt um þær. Þegar Jean Valjean var °rt Vlss um það, að þessi ungi maður stæði á bak við a^ ’ aib þá leit hann inn í sál sína, og hann, endurfæddur maðurinn, maðurinn sem með erfiðismunum hafði sigrast á sál sinni, maðurinn sem lagt hafði sig svo ákaft í líma til að leysa alt líf, alla eymd, alla ógæfu upp í ást, hann sá hatrið í djúpi sálar sinnar. Þungur harmur hefur örvæntingu í för með sjer. Hann lamar lífskjarkinn, ennþá sárar hjá gömlum mönnum en ungum. Meðan Jean Valjean var í þessum hugleiðingum kom Toussaint inn og hann spurði — Veitstu hvar það er? Toussaint vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið — Hvar hvað er, herra minn? — Sögðuð þjer ekki, að þeir væru einhversstaðar að berjast? — Æ, jú, annars, það er ein- hversstaðar í humáttina til Saint-Merry. Fimm mínútum síðar var Jean Valjean kominn út á götuna. Hann sat ber- höfðaður á steinþrepi fyrir utan dyrnar. Það var eins og hann hlustaði. Nóttiií var komin. Hversu lengi sat hann svona? Hvernig risu og hnigu öldur huga hans? Rjetti hann úr sjer, eða var hann bug- aður áfram. Gat hann ennþá fótað sig á einhverjum föst- um grundvelli samvitsku sinnar? Sennilega hefði hann ekki getað sagt um það sjálfur. Strætið var mannlaust. Inn í kyrð þess barst gnýr úr fjarska, sjálfsagt ómurinn af uppreisninni, sem lýst var fyrir skömmu. Alt í einu leit Jean Valjean upp úr hugleiðingum sínum. Hann heyrði fótatak rjett hjá sjer. Hann sá glitta í ungt og fjörlegt andlit. Það var einmitt götustrákurinn. Hann góndi upp í loftið eins og hann væri að gá að einhverju. Hann sá Jean Valjean ágætlega, en skifti sjer ekkert af honum. Hann glápti og góndi og teygði sig á tá og skygndist eftir hui-ð- um og gluggum. Jean Valjean fann sig alt í einu knúðan til að ávarpa strákinn, þótt annars hefði hann ekki yrt á nokkurn mann. — Hvað gengur að þjer strákur litli. — Það gengur það að mjer, að jeg er svangur, sagði strák- urinn djarflega, en sjálfur geturðu verið lítill. Jean Val- jean þreifaði í vasa sínum eftir fimm frönkum. Strákur- inn hafði á meðan komið auga á ljósker og tekið upp stein: Svo hjer er þá ljósker ennþá, sagði hann, það er best að gera út af við það. Svo henti hann steininum í kerið, gler- ið brotnaði og datt glamrandi á götuna, en ljósið slokn- aði og dimt varð í götunni. — Það er rjett þú setjir upp nátthúfuna, götugarmur, sagði strákurinn. Jean Valjean fjekk honum fimm frankana og strákurinn svaraði þótta- lega — Borgari, jeg vil heldur brjóta ljósker. Hirtu aur- inn þinn aftur. Þú getur ekki mútað mjer. — Áttu ekki mömmu, spurði Jean Valjean — Kanske fleiri en þú. — Jæja, sagði Jean Valjean, gefðu þá mömmu þinni pening- ana. Strákurinn varð hrærður. Svo tók hann eftir því, að maðurinn, sem við hann mælti var hattlaus og það varð til þess, að hann fór að bera virðingu fyrir honum. — Jæja, svo það átti þá ekki að vera til þess að fá mig til að hætta að brjóta ljósker? — Brjóttu hvað sem þú vilt. — Þú ert heiðursmaður, sagði strákurinn og stakk fimmfrankanum í einn af vösum sínum. Hann var farinn að bera nokkurt traust til mannsins og sagði — Áttu heima í þessari götu ? — Já, því spyrðu? — Geturðu sagt mjer hvar no. 7 er? — Hvað ætlarðu með no. 7? Barnið þagnaði og hjelt að það hefði sagt of mikið; en sagði alt í einu — Hjerna er það. Jean Valjean datt snjallræði í hug — Ert þú máske með brjefið, sem jeg bíð eftir? — Þú, sagði strákurinn, þú ert ekki kvenmaður. — Brjefið er til ungfrú Cósettu, er það ekki. — Cósetta, sagði strákurinn, svei mjer ef það er ekki nafnið. — Jæja, sagði Jean Valjean, það er jeg, sem á að taka við brjefinu. Láttu mig fá það. — Ef svo er, þá hlýt- urðu að vita, að jeg er sendur úr virkinu. — Vitanlega, sagði Jean Valjean. Strákurinn fálmaði í vösum sínum og dró upp fjórbrotið brjef. — Berið virðingu fyrir boðskapn- um, sagði hann, hann kemur frá bráðabirgðastjórninni. — — Fáðu mjer brjefið, sagði Jean Valjean. Strákurinn hjelt blaðinu yfir höfði sjer — þú skalt ekki halda að það sje ástabrjef. — Fáðu mjer það. — Þú ert nú, þegar öllu er á botninn hvolft, heiðarlegur á svipinn. — Fáðu mjer það undir eins. — Taktu það og flýttu þjer lagsi, því Có- setta bíður. Strákurinn var ánægður með. þessi orð sín, en Jean Valjean sagði — Svarið á að sendast til Saint-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.