Lögrétta


Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXIV. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 4. desember 1929. 49. tbl. Um viða veröld. Verðhrunið og kreppan í Ameríku. Áhrif hins mikla verðhruns í kauphölhnni í New York, sem fyr er frá sagt, hafa orðið mikil og var þarna um að ræða eitthvert hið mesta rask, sem í manna minnum hefur orðið í fjármálalífi Vesturheims. Dagana sem mest gekk á um máiiaðam. okt.-nóv., er sagt að um 200 milljarðar króna hafi tapast í kauphöllinni. Einn daginn urðu eigendaskifti að 10 milljónum hlutabrjefa og hluta- brjef ýmsra hinna stærstu og sterkustu fjelaga fjellu hastar- lega í verði, brjef Radio Cörpora- tion úr 114 í 40 og General Elec- tric úr 314 í 255 o. s. frv. Fyrstu viku hrunsins mátti svo að orði kveða, að 50 þúsundir manna, sem „spekúlerað" höfðu í kauphöllum, yrðu öreigar. Flest af þessu var fólk, sem lagt hafði sparifje sitt í hlutabrjef ýmsra fyrirtækja, miðlungi vel efnað, og komst fjárhagslega á vonar- völ við hrunið og gekk margt af slíku fólki grátandi og frá sjer um göturnar kringum kauphöU- ina og bankana meðan á þessu stóð. En hrunið kom einnig hart niður á mörgum auðkýfingum og fóru ýmsir þeirra á höfuðiS. Einn þeirra, Georg Baker, tapaði 40 milljónum dollara einn daginn, en alls 275 milljónum, en slapp þó tiltölulega vel, því hann átti 500 milljónir. Fisher-bræður í Detroit töpuðu 400 milljónum. Margir auðmenn urðu að selja eignir sínar fyrir gjafverð og sumir fyrirfóru sjer eða urðu vitskert- ir. Vindlakaupmaður einn varpaði sjer út um glugga á 10 hæð í húsi sínu og beið hryllilegan bana á steinstjettinni fyrir neðan. Kolakaupmaður einn í New York datt niður dauður, þegar hann las gengislistann og hrönn- um saman lögðust kaupsýslu- menn á taugaveiklunarhæli. Bændurnir eru eina stjettin, sem komist hefur klandurslaust út úr hruninu. En ýmsir hafa líka stór- grætt á því. Rockefeller keyptí hlutabrjef fyrir margar milljónir. Livermorse nokkur græddi 100 milljónir dollara á hruninu og kona ein, sem sat í fangelsi fyr- ir morðtilraun við mann sinn græddi á meðan miljón dollara. OHumálin og áhrif þeirra á stjórnmálin. Viðskifti þýska lýðveldisins og sænska eldspýtnakóngsins Kreu- gers, sem lánaði Þjóðverjum óhemju fjár gegn verslunarfríð- indum, hafa enn á ný vakið at- hygli manna á áhrifum auðs og verslunar á stjórnmálin og þjóð- lífið í heild. Eldspýtur virðast í fljótu bragði ekki vera svo fyrir- ferðarmikil eða mikilsverð versl- unarvara, að áhrif þeirra geti verið djúptæk stórveldisáhrif á viðskifti þjóðanna, þótt svo sje í raun og veru. Hvað mundi þá um ýmsar umfangsmeiri verslun- arvörur? Auðvitað hefur öll verslun margvísleg áhrif á stjórnmál allra þjóða og er ekki nema eðlilegt og öðru nær en að nokkuð sje athugavert við það út af fyrir sig. En nokkrar vöru- tegundir mega heita stórpólitísk- ar vörur og hafa margvísleg á- hrif á heiminn, langt út yfir það, sem verslunin með þær eða þörfin á þeim í strangasta skiln- ingi, gæti gefið í skyn. Meðal slíkra vörutegunda má ekki síst nefna olíu og kol og hefur Lög- rjetta áður sagt allrækilega frá olíumálunum við ýms tækifæri. En áhrif og vald olíumálanna fer sívaxandi. Heimsframleiðslan á olíu vex óðfluga og ákaft. Árið 1913 var hún 385 milljónir barrels (1 barrel er 170 lítrar). En nú er heimsframleiðslan 1323 milljónir barrels, eða hefur aukist um 244%. Þessi aukning hefur haft stórkostieg áhrif á viðskifta- og stjórnmálalíf. Þörfin á olíu hef- ur mest aukist af tveimur á- stæðum: fjölgun bíla og vjelhjóla og vexti olíukyndingar í skipum. í stríðsbyrjun, 1914, voru notað- ir í heiminum 11 milljónir bíla, en í hitteðfyrra, 1927, voru þeir orðnir 29'/-> milljón. Af verslun- arflota heimsins var aðeins 2.65% olíukyntur í heimsstyrjald- arbyrjun, en 28.37% árið 1927. Virkjun vatnsafls hefur einnig farið mjög í vöxt, svo að kola- þörfin hefur ekki vaxið að sama skapi og orkuþörfin,'enda er kola- framleiðsla nú nauðalitlu meiri en fyr ir stríð og að því unnið að reyna að breyta kolunum í olíu eða álíka hagfeldan orku- gjafa og hefur Lögrj. áður lýst þeim tilraunum. Olíuframleiðslan er mest í Bandaríkjunum. 1 fyrra voru framleidd þar 902 milljónir bar- rels, en 106 millj. í Venesúel og tæpl. 88 milljónir í Rússlandi, en það eru næsthæstu framleiðslu- löndin. Og olíunnar vegna hafa Bandaríkin mjög sedlst til íhlut- unar í Mið- og Suður-Ameríku. Olíuframleiðslan er nú orðin svo mikil, að jarðfræðingar eru orðn- ir mjög svartsýnir á það, að ame- rísku lindirnar dugi mjög lengi. Árið 1924 skipaði forsetinn nefnd til að athuga þetta alvörumál og var Hoover aðalmaður hennar og í mars í ár var ákveðin hámarks- framleiðsla, en samkomulagið um hana sprakk í sumar, því eitt Eiríkur Briem prófessor dáinn. Hann andaðist 27. f. m. á heimili Eggerts sonar síns hjer í bænum, 83 ára gamall, og er þar á bak að sjá merkum manni og mikilhæfum. Hann var fæddur 17. júlí 1846 á Melgraseyri í ísafjarðarsýslu, og voru foreldrar hans Eggert sýslumaður Gunnlaugsson Briem og kona hans Ingibjörg Eiríks- dóttir Sverrissonar sýslumanns. Úr skóla útskrifaðist hann 1864 og af prestaskólanum 1867. Var hann svo nokkur ár skrifari hjá Pjetri biskupi, en vígðist til Steinness-prestakalls 1874. Þjón- aði hann því til 1880, en varð þá kennari við prestaskólann og gegndi því embætti þangað til skólinn var lagður niður með stofnun háskólans 1911. Þrjú síð- ustu ár sín fyrir norðan hafði hann verið prófastur í Húna- vatnssýslu. Sjera Eiríkur Briem átti lertgi sæti á Alþingi, var fyrst þing- maður Húnvetninga 1881—91, en síðan konungkjörinn þingmaður 1901—1915, og var hann þá löng- um forseti sameinaðs þings. Átti hann sæti í mörgum nefndum og var jafnan mikils metinn á Al- þingi. En auk embættanna og þing- starfanna hafði hann mörg verk á hendi. Hann var annar gæslu- stjóri Landsbankans frá stofnun hans 1886 til 1909. Söfnunarsjóð- inn stofnaði hann 1886 og var forstjóri hans til 1920. Hann var í stjórn margra fjelaga og stofn- ana: Bókmentafjelagsins, Þjóð- vinafjelagsins, Landsbókasafns- ins, Búnaðarfjelags Suðuramts- ins og síðar Búnaðarfjelags Is- lands og margra fleiri, sem hjer verða ekki talin. Sýnir þetta, hve fjölbreytt voru áhugamál hans, og hve mikils trausts hann naut á öllum sviðum. Við ritstörf fjekst hann tölu- vert, samdi ungur kenslubók í reikningi, sem mikið var notuð, og síðar ýmsar kenslubækur, svo sem Hugsunarfræði, sem út kom 1897. I íslenskum tímaritum eru greinar eftir hann um ýmisleg efni, og einu sinni var hann um tíma, á fyrri árum, ritstjóri „Isafoldar". Eitt hið einkennilegasta í starfsemi hans er það, að hann kendi hjer um tíma ungum mönnum sjómannafræði. Það var meðan hann var biskupsskrifari, og var Markús heitinn Bjarna- son, síðar forstöðumaður Stýri- mannaskólans, einn af lærisvein- um hans. Tók M. B., að loknu námi hjá Eiríki, gott próf hjá foringjunum á „Fyllu" gömlu. Sjera Eiríkur kvæntist 1874 Guðrúnu Gísladóttur læknis Hjálmarssonar, mikilhæfri konu, en misti hana 1893. Af börnum þeirra er aðeins eitt á lífi: Egg- ert óðalsbóndi í Viðey. Það, sem hjer hefur verið í stuttu máli sagt um starfsemi ?jera Eiríks, sýnir, að hann hef- ur verið óvenjulega fjölhæfur maður, og líka hitt, hve mikið traust samtíðarmenn hans báru til þekkingar hans, vitsmuna og mannkosta. Það var eitt sinn á árunum rjett fyrir aldamótin, að fjelag eitt hjer í bænum átti að nefna til mann í nefnd, sem fleiri fjelög einnig völdu menn í, og höfðu þau öll valið, hvert sinn mann, en þetta fjelag var síðast. Kom þá til tals að velja sjera Eirík. En einhver hafði orð á því, að enginn lögfræðingur væri í nefndinni. Bæði Björn Jónsson og Jón Ólafsson tóku þá einhuga fram, að sjera Eiríkur jafngilti lögfræðingi, og var hann kosinn. Hafði sjera Eiríkur það álit á sjer, að hann væri einn hinn mesti vitsmunamaður samtíðar sinnar hjer á landi. Og um drengskap hans og samvitsku- semi efaðist enginn. Þess vegna voru honum falin svo mörg trún- aðarstörfin. Sjera Eiríkur var stór maður vexti og höfðinglegur, hægur og prúður í framgöngu, en ræðinn, glaðvær og skemtilegur í við- kynningu. Hann bar ellina vel, gekk ólotinn fram til hins síðasta og hjelt minni og andlegu fjöri óvenjulega vel. fjelagið skarst úr leik og ólm- ast nú hvert fjelagið öðru meira í lindum sínum. Amerísku olíu- fjelögunum má skifta í fernt eft- ir olíurjettindum þeirra og fram- leiðslu. Standard Oil hafði (1926) 19% olíurjettindanna og 24% framleiðslunnar, ýms önnur stór- fjelög, óháð Standard (t. d. Tex- as Co„ Sinclaire o. fl.) áttu 26.4% rjettindanna og 32.4% framleiðslunnar og ýms smærri fjelög og einstaklingar 49% rjettinda og 36.9% framleiðslu. Afgangurinn var svo í höndum erlendra fjelaga, eða 5.6% af

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.