Lögrétta


Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 11—-----------— -----———-J l LÖGRJETTA Útgeíandi og ritatjóri: porsteinn Gíslason )>ingholtsstræti 17. Sími 178. Innhstmta og aignltgla 1 Lækjargötu 2. Simi 185. 1---------—----------------—Jl rjettindunum og 6.7% af frajn- ieiðslunni, aðallega í höndum Shellfjelagsins í Califomíu.I þessu er eftirtektarverðastur vöxtur Standard Oil fjelaganna og sagð- ar horfur á því, að þau vaxi enn, því þau eiga mikið af lindum þeim, sem enn eru ónotaðar og ráða mestu af olíuflutningunum. En á seinni árum hefur ríkið tek- ið sjer íhlutunarrjett um olíu- veiturnar, svo að fjelögin eru ekki einráð um verðið. Standard Oil fjelögin eru milli 30 og 40 og voru eitt fjelag þangað til hringasambönd (trusts) voru bönnuð. Nú er upplausnin í þess- um fjelögum altaf að verða meiri og eruþau í raun og veru sjálfstæð hvert um sig og hlutafje þeirra orðið mjög dreift nú orðið. Rockefeller var aðalstofnandi og höfuðeigandi hinna upprunalegu Standard-fjelaga, en sonur hans átti árið 1929 aðeins 11% af hlut- um í stærsta fjelaginu, en minna en 1% af hlutum 9 annara fje- laga,' en átti hinsvegar langmest í ýmsum hinna. Útávið koma þessi fjelög samt enn fram sem ein heild, enda leyfir amerísk löggjöf (Webblögin frá 1918) hringa- myndun eða samtök til þess að minka frjálsa samkepni útávið, þó að slíkt eigi að vera bannað inn á við. Þrátt fyrir hina miklu olíu- framleiðslu í Bandaríkjunum hef- ur meira verið flutt inn þangað en ut þaðan af olíu síðan 1925 og kemur innflutningurinn eink- um frá Mexico, en þar eiga Standard Oil fjelögin flestar lind- irnar og í þágu þeirra Lagsmuna hafa Bandaríkjamenn beitt stjórnmálum sínum suður þar. Ensk-hollensku olíufjeiögin starfa einnig í Mexico og má svo að orði kveða, að öll stjórnmál, þar í landi snúist um olíumálin, á bak við hverjar forsetakosningar og hverja stjórnarbyltingu standa annarsvegar Bandarík:amenn og hinsvegar enskir olíuauðmenn, í sambandi við hinn ráðandi rót- tæka flokk, sem lagt hefur ýms- ar hömlur á eignarrjett útlend- inga, en ensku hagsmunirnir starfa í löglegum, innlendum fje- lögum. Bandaríkjamenn eiga einnig olíuítök í Venezuela, einkum eftir 1926, þegar Standard Oil komst yfir rjettindi ensks fjelags þar. Sama ár náði fjelagiö fótfestu í Trinidad, þar sem Bretar höfðu áður verið einráðir og jafnvel í hollenskum nýlendum hefur Standardfjelagið komið sjer fyr- ir, en þar höfðu Shell-íjelögin áður einskonar einokun, sem brotin var á bak aftur með því að Bandaríkjastjórnin beitti sjer mjög harðlega fyrir olíufjelögin gegn hollensku stjóminni. Bretar eru helstu olíunofendur utan Bandaríkjanna og ráða stór- u m f jelögum (Anglo-Persian og Royal Dutch Shell) og miklum lindum í Persíu og Mesopotamíu og víðar. Loks framleiða Rússar mikið af olíu, einkum eftir 1926, en áhrif rússnesku olíunnar og deilumar um hana hafa áður verið raktar í Lögrjettu. En af þessu sem nú var sagt, má sjá að olíubaráttan er enn í fulliun gangi og hefur sífelt margvisleg áhrif á stjórnmál þjóðanna. Vanþroski barna og framtíð menningarinnar. Dr. A. F. Tredgold heitir einn af helstu læknum Englands og er víðfrægur fyrir ýmsar rann- sóknir sínar á óheilbrigðu eða ófullkomnu sálarlífi og fábjána- hætti og vanþroska. En það er viðfangsefni, sem nú veldur mönnum vaxandi áhyggjum víða um lönd. Dr. Tredgold hefur ritað um þessi efni merkar bæk- ur og margar greinar. Nýlega skrifaði hann t. d. um þetta í „British Medical Joumal“ og er heldur svartsýnn á framtíðina. Hann telur það hið mesta alvöru- mál, að mannfjölgunin verði nú mest úr dreggjum þjóðfjelagsins og sje slíkt staðreynd í Bret- landi. Fæðingum fer hlutfallslega örar fækkandi hjá mentaðra og duglegra fólkinu en hjá hir.u og getur slíkt ekki haft aðrar af- leiðingar en þær, að menning og dugnaður þverri. Læknaskoðun á enskum skólabömum hefur sýnt það, að sjöttungur þeirra að minsta kosti er andlega eða lík- amlega ófær til þess að geta haft skvnsamleg not af venjulegri fræðslu. I Bretlandi eru nú ekki færri en 600 þúsund böm sem eru aftur úr að hæfileikum og úr hópi þeirra koma árlega 50 þús- und nýir, ófærir verkamenn. sem gera iðnaðinn verri en hann var o g auka atvinnuleysið, glæpina og eymdina. Heilbrigðisskýrslur sýna það, að á einu ári eru veik- indi í Englandi og Wales á borð við það, að 26Vó milljón vinnu- daga færu forgörðum. Rannsókn á ca. 2(4 milljón herskyldra manna á árihu 1918 sýndi það, að einungis þriðjungur þeirra gat talist algerlega hæfur og heil- brigður. Árið 1906 sýndi rann- sókn að 4.6 af þúsundi íbúanna voru andlega vanþroska, eða 150 þúsund í Englandi og Wales. En nefnd, sem rannsakaði þetta rjett nýlega, komst að því, að nú væru 8 af þúsundi, eða 314 þús- und andlega vanþroska. Að nokkru leyti er hækkunin talin koma af því, að athugun er ná- kvæmari og strangari nú en þá, en hins vegar dylst það ekki, að andlegur vanþroski fer í vöxt. Sannleikurinn er sá, að heilbrigð- is- og mentunarráðstafanir einar eru ekki nægilegar, þótt merkar sjeu margar. Menn hafa lagt of ríka áherslu á ytri aðstöður, of litla á meðfætt innra eðli. En það er einmitt á því, á kynstofn- inum og kyngöfginni, sem alt veltur fyrst og fremst, segja nú margir fræðimenn. Síðustu fregnir. Byrd hefur flogið yfir suður- pólinn og þykir mikil frægðarför og svaðilför. Bardagar eru enn milli Rússa og Kínverja og Rúss- ar skjóta á borgir í Mansjúríu. Frakkar eru nú að ljúka smíðum á miklum virkjun á norðaustur- landamærum Frakklands og eiga þau að geta staðist stórskota- hríðar, loftárásir og éiturgas- árásir. Richardson og Broglie hafa fengið eðlisfræðisverðlaun Nobelsjóðsins, sá fyrri fyrir endurbætur á radiolampanum, sá seinni fyrir athuganir á x-geisl- um. Friðarverðlaunum Nóbels verður ekki úthlutað í ár. Mikil hátíðahöld eru í Þýskalandi vegna heimfarar setuliðsins úr Rínarlöndum. Manndráp oe þjófnaður. Óvenjulegar og hryllilegar fregnir bárust hjer út um bæinn síðastl. laugardag. Menn höfðu um morguninn komið inn í bíla- vinnustofu Sveins Egilssonar á Laugav. 99 og fundið Jón Egils- son, bróður Sveins, meðeiganda og umsjónarmann vinnustofunn- ar, drepinn þar á gólfinu, sleg- inn með barefli í höfuð, svo að heilinn lá úti, og bar alt þar inni vott um að miklar ryskingar hefðu átt sjer stað á undan drápinu. En úr peningaskáp vinnustofunnar hafði verið stolið eitthvað á þriðja þúsundi króna. — Jón Egilsson hafði íbúðarher- bergi og svefnherbergi við hlið vinnustofunnar og hafði dráps- maðurinn brotist inn til hans um nóttina. Alt var látið óhreyft þarna inni, þangað til lögreglustjóri kom til, og gerði hann þá ná- kvæma rannsókn á staðnum. Hóf- ust svo vitnarannsóknir og fjell grunur á einn marin, er settur var fastur. Og daginn eftir ját- aði hann á sig glæpinn. Þetta er ungur maður, 19 ára, Egill Hjálmarsson að nafni, til heim- ilis í Túngötu 18, fæddur og upp alinn hjer í bænum, og hafði hann öðru hvoru á undanfömum árnm starfað þarna á bílavinnu- stofunni. Frásögn hans er á þessa leið: Kl. milli 2 og 3 á laugardags- nótt fór hann inn í vinnustof- una. Var þá Jón Egilsson sof- andi og logaði á náttlampa í her- berginu. Gekk Egill inn í svefn- herbergið og náði lyklunum að peningaskápnum án þess að Jón vaknaði. Tók síðan peningana og ætlaði sömu leið út, en rak sig á stól í næsta herbergi við svefn- herbergi Jóns, og varð af því nokkur hávaði. Jón vaknaði, hljóp upp og fyrir dyrnar. Þar mættust þeir og tókust þegar ryskingar með þeim, sem munu hafa staðið yfir í nokkrar mín- útur. Hafði Egill einu sinni lent undir, en í þeim svifum segist hann hafa náð í koparstöng all- þunga og lostið Jón með henni í höfuðið, og kveðst hann svo ekk- ert hafa vitað, hvað hann hafðist að eftir það. — Hann sagði lög- reglustjóra, hvar hann hefði fal- ið peningana heima hjá sjer, og fundust þeir þar. Eftir þessari frásögn er drápið ekki framið að yfirlögðu ráði, eins og þó ætla mátti í fyrstu að verið hefði. Jón sál. Egilsson var miðaldra maður, ókvæntur. Hafði hann áð- ur verið starfsmaður í gasstöð- inni og var mörgum kunnugur hjer í bænum, sagður vandaður maður og viðkynningargóður. ----------------o---- Jarðarför Boga Th. Melsteð, sem fram fór í Klausturhólum 28. f. m., var sótt af nálægt 100 manns þar úr nágrenninu. Tekið var á móti gestunum í stóru tjaldi, sem reist var þar á túninu, og fóru þar veitingar fram, bæði matar og drykkjar, af mestú rausn. Sjera Guðmundur á Mos- felli flutti útfararræðuna. For- stöðu útfararinnar, bæði hjer og þar, hafði á hendi Páll Melsteð búfræðingur og verslunarmaður hjer í bænum. Alþingi er kvatt saman 17. janúar. Eitt er nauðsynlegt. það ómar í eyrum mjer alla daga alkunn og gömul saga. í skólum er hún kend, i kirkjum boðuð, í klaustrum var ætlað skjól. Við móðurknje um ár og aldir hvcrt einasta bam hjá kristnum lýð numið hefur hana og nema mun, numin verður hún ár og síð. Hún gerðist þar sem grundin var guðlegum fótum stigin og sorglegast sigraði lýgin, þar Jórdán rennur í djúpum dal og dauðinn lá fallinn í vat, en líkþráir fengu læknuð mein og ljómandi sólin blindum skein, en illu' andarnir flýðu. María sat við meistarans fætur, mildin var henni sárabætur. þar heyrði hún lífsins hjartaslátt, og hófst yfir rúm og tíma. Nú sá hún hann í heilagri dýrð og himnana opna standa. Hennar þrá var í eilífðar eldi skírð, það voru englar til beggja handa. 1 hi-ifningu fann hún, að himinn og jörð voru heilagt musteri, og fórnargjörð það lif, sem vegsemdir veitir. Hún fagnandi kraup að fótum hans, vildi fræðast og skilja hans eilífa vísdómsvilja. Himneski bróðir, svo hjartað bað, helga þú krafta mína, Ó, tak mig i þjónustu þina. En Marta bar áhyggjur ytra lífs, annir og dagleg störf. Hennar guðsdýrkun var að gefa og veita og greiða úr stundarþörf, en það var erfitt einni að sinna öllu, sem þurfti að vinna. Hún vænti þar hjálpar sem veikir fengu vonir og bætur meina, og var þeirra athvarfið eina. Hirðir þú ekki, herra, um það, hnuggin og armædd hún kvað, að systir mín lætur mig eina ganga um beina? það bergmála ávalt um ótal lönd orðin af Jesú vörum. Brimið þau kallar við klettaströnd, þeim er kvakað í fuglanna óði, með blænum þau líða um lönd og höf og lífið þau mælir við hverja gröf, alt hvíslar frá tímanna táli og nekt, tárum og þrautum og sekt: „Eitt er nauðsynlegt". þeir búa með oss um ár og aldir andar systranna beggja. þeir kveikja vonir og vekja þrótt og viljann til framkvæmda eggja. Mörtueðlið til ytri dáða eflt hefir dug og þor, en á vegum þcim eru villigötur, þar verða oft blóðug spor. En María kallar: Komið bræður og kriúpið með mjer. Hjer fáið þjer traust og trúarþrótt, sem tárin þerrar, og breytir nótt í sólríkan sumardag. Hann stilt getur æðandi storm og jel og straumana bundið og fjötrað Hel. Hann flytur fjöllin úr stað. Vitið ei, hvemig frá hverri gröf er hvíslað út yfir láð og höf, og lífið talar i táli og nekt, tárum og þrautum og sekt, „Eitt er nauðsynlegt11. Kristján Sig. Kristjánsson. -----O----- Stórviðri af austri var hjer og um alt land um síðastl. helgi, en ekki er þess getið að það hafi valdið verulegu tjóni nokkurs- staðar. Sigvaldi Kaldalóns læknir er nýlega kominn heim hingað frá Khöfn. DOSTOJBVSJOJ • Glæpur og refsing. stundar hann, hann er heima hjá mjer á þessari stundu, hann er ekki fullur, hann er aldrei fullur. Jeg dreg hann til Rodja og er svo eftir andartak aftur kominn til ykk- ar. Með öðrum orðum, á hálftíma fáið þið tvisvar frjettir af honum, og frjettimar frá lækninum, sjáið þið til, frá sjálfum lækninum, eru miklu meira virði en frjettirnar frá mjer. Ef honum skyldi svo líða ver, þá fylgi jeg ykk- ur sjálfum aftur til hans, þess sver jeg dýran eið. En ef öllu líður vel, þá leggist þið rólegar til svefns. En jeg ætla sjálfur að sofa hjerna í göngunum í nótt — hann skal ekki heyra nokkurt hljóð. Sossimof skipa jeg að sofa hjá húsmóðurinni, svo að hann geti verið við hendina, ef á honum þarf að halda. Segið þið mjer nú, hvort er betra fyrir Rodja, þið eða læknirinn. Læknifinn er nauð- synlegur, er ekki svo? Hann er afdráttarlaust nauðsyn- legri. Jæja, þið eigið með öðrum orðum að fara heim í háttinn. Þið getið ómögulega snúið ykkur til húsmóðurinn- ar. Það getur borið sig að jeg geri það, en alls ekki þið ... hún hleypir ykkur ekki inn ... hún er sem sje, skal jeg segja ykkur, allramesta himpigimpi. Hún fyllist undir eins afbrýðissemi mín vegna gegn Avdotju Romonovnu, ef þið viljið endilega fá að vita það, og gegn yður líka, en mest gegn Avotju Romanovnu. Hún er, skal jeg segja ykkur, hreint og beint alveg gersamlega óáreiðanleg manneskja. En hinsvegar — jeg er svo sem líka labba- kútur —. En hirðið þið ekki um það. Komið þið, nú skul- um við fara. Treystið þið mjer, eða treystið þið mjer ekki? — Köndu, við skulum fara mamma mín, sagði Av- dotja Romanovna — hann stendur áreiðanlega við það, sem hann segir. Hann hefur einu sinni áður orðið Rodia til viðreisnar, og ef læknirinn vill vera hjer í nótt, þá verður ekki á betra kosið. — Rjett, hárrjett. Já, þjer ... þjer ... þjer skiljið mig af því að þjer eruð engill, sagði Rasumikin frá sjer numinn. Komið þið þá. Nastasja, farðu tafarlaust upp til hans með ljósið og sittu hjá honum. Jeg kem aftur eftir stundarfjórðung ... Pulkeria Alexándrovna spyrnti ekki lengur á móti þótt hún væri ekki alveg sannfærð. Rasumikin bauð þeim báðum handlegg sinn og dró þær ofan stigann. Hún hafði mestar áhyggjur af einu, því, hvort hann gæti fram- kvæmt alt það, sem hann lofaði í því ástandi, sem hann var í, þótt hann væri annars efalaust góður og duglegur maður. — Ójá, jeg skil. Þjer eruð hræddar af því að þjer haldið, að jeg sje ekki alveg klár í höfðinu, sagði Rasum- ikin og skundaði stórum skrefum ofan götuna án þess að taka eftir því, að konurnar áttu fult í fangi með að fylgj- ast með honum. — Þvættingur, hreint og beint. Það er að segja, jeg er reyndar fullur eins og svín, en það er alt annað mál. Jeg er ekki fullur af víninu, jeg er fullur af, skiljið þjer! Nei, — í sömu svipan og jeg sá yður fór alt að snarsnúast í höfðinu á mjer. En þið skuluð ekki hirða hót um mig, ekki hætishót, jeg lýg! Jeg er yðar ekki verður. Jeg er yðar í mesta máta óverðugur ... Þegar jeg hef fylgt ykkur heim fer jeg hjerna niður að sýkinu og steypi yfir hausinn á mjer tveimur vatnsfötur, og svo er það búið ... Ef þið vissuð hvað mjer er farið að þykja vænt um ykkur báðar . .. Hlægið þið ekki að mjer, en verið þið ekki heldur reiðar ... Verið þið reiðar við alla aðra, en ekki við mig. Jeg er vinur hans, ergo er jeg líka vinur yðar. Og það er einmitt það, sem jeg vil. Jeg hef haft hugboð um það einu sinni áður, eitt augnablik einu sinni í fyrra ... þvættingur, jeg hef eiginlega aldrei haft hugboð um nokkum skapaðan hlut, því það er rjett eins og þjer hafið fallið af himnum ofan. Sennilega kemur mjer ekki blundur á brá í alla nótt ... Þessi Sossimof hjelt rjett áðan, að hann mundi ganga af vitinu ... Þess- vegna, skiljið þjer, má ekki æsa hann upp. — Hvað segið þjer? kallaði móðirin. — Hefur læknirinn virkilega sagt það? spurði syst- irin óttaslegin. — Já, reyndar, sagði hann ... ekki það, en það var alt annað, sem hann sagði. Hann gaf honum líka meðal, eitthvert duft, jeg horfði 4 það, en þá komið þið ... æ. Ef þið hefðuð ekki komið fyr en á morgun! Það var gott að við fórum frá honum. ftir klukkutíma mun ’Sossimof sjálfur skýra ykkur frá ö’lu saman. Sjáið þjer til, hann er ófullur. Jeg mundi held r ekki vera fullur núna, ef ... En af hverju hef jeg hel öllu þessu í mig? Þeir drógu mig út í deilur, bölvaðir asnamir. Jeg hafði þó heitið sjálfum mjer því, að rífas • ekki við þá. En það, sem þeir hjeldu fram, var þvílík úrþvættis, endemis della ... Finst ykkur það trúlegt? Þeir ^tlast til þess að hver maður verði algerlega ópersónuleíúr, og halda því fram að slíkt sje takmark. mannkynsinS Menn mega umfram alt ekki vera neitt út af fyrir sig> eiga að vera sem allra minst sjerkennilegir. Og þetta ^alda þeir að sjeu dýrðlegustu framfarir. Ef þeir gætu svo logið í samræmi við sann- færingu sína, en í þess stað segja þeir ... — Heyrið þjer ... tók Pulkeria hikandi fram í fyrir honum, en við það varð áJ;efð hans alveg glóandi. — Já, hvað finst yð”* eiginlega? skrækti Rasum- ikin ennþá hærra en áður. ■— HaJdið þjer að jeg segi þetta af því að þessir náthgar fari með lýgi? Hjegómi, elskan mín. Nei, jeg segi rinmitt — má jeg biðja um lygina? Lygamar eru eiú1' forrjettindin, sem mennimii- njóta umfram aðrar lífsve’"ir. Ef þú lýgur, þá finnur þú sannleikann. Jeg er maður f því að jeg lýg. Aldrei hefur fundist svo einn einasti sa’inleikur, að honum hafi ekki áður verið logið fjömtíu siflnum eða máske hundrað og tuttugu sinnum og þetta er að því leyti fullkomlega heiðarlegt. Ojæja, en við kúnnum ekki svo mikið sem að ljúga í samræmi við sanri «eringu okkar og skapgerð. Ljúgðu — ljúgðu af hjartíris sannfæringu og þá skal jeg kyssa þig. Ósvikin lýgi frl sjálfum manni er betri en lánaður sannleikur. I fyr^ tilfellinu ertu maður, í því seinna ekkert annað en pá^&aukur. Sannleikurinn skýtst ekki burtu, það er öldung5 Jett. En það er hægt að girða fyrir lífið með honum, þess eru svo sem dæmi. Ojæja, hvað skyldum við svo sem vera? Að því er kemur til vísinda, þróunai-, hugsunar, uppfyndina, hugsjón, óska, frjáls- lyndis, skynsemi, reynslu, alls, alls, alls, þá skal jeg segja ykkur að í þessu landi erum við öll undantekningarlaust í allralægsta undirbúningsbekk skólans! Við látum okk- ur í öllu nægja aðfengna þekkingu, aðfenginn sannleika. Er þetta ekki rjett hjá mjer? Er það ekki rjett? — sagði Rasumikin og kreisti hendur kvennanna — er það ekki rjett? — Já, drottinn minn dýri, jeg hef ekkert vit á því, sagði vesalings Pulkeria Alexándrovna. — Jú, það er rjett, en samt er jeg yð:ur ekki sam- mála að öllu leyti, bætti Avdotja Romanovna við alvar- lega,en rak svo upp hljóð af sársaukanum af því hvemig hann kreisti hönd hennar. — Er það rjett? Þjer segið að það sje rjett? Gott, þá eruð þjer líka, ... þjer eruð ... þjer eruð . .. æpti hann gersamlega frá sjer numinn ... þjer eruð upp- spretta hreinleikans, vitsins og gæskunnar ... og full- komnunarinnar. Rjettið þjer mjer hendina, rjettið þjer mjer hana .. . og þjer líka. Jeg ætla að kyssa hendur ykk- ar, hjerna á þessu augnabliki, hjema á hnjánum. Og hann fjell á knje á miðri gangstjettinni, sem var mannlaus til allrar hamingju. — Hættið þjer, í öllum bænum, hættið þjer. Hvað er- uð þjer eiginlega að gera? Sagði Pulkeria ringluð og undr- andi. — Standið þjer upp, maður, standið þjer upp, sagði Dúnja hlæjandi, en dálítið óróleg. — Ekki til að tala um. Rjettið þjer mjer fyrst hend- ina! Svona, nú er jeg staðinn upp, nú höldum við áfram. Jeg er vesæll skarfur, jeg er yðar ekki verðugur, jeg er fullur, blátt áfram, jeg skammast mín . .\ jeg er ekki verður þess að elska yður, en að krjúpa fyrir yður, það hlýtur hver og einn, sem ekki er hreinasta skepna, að telja skyldu sína. Jeg hef líka kropið fyrir yður ... Jæja þá, hjerna er gistihúsið ykkar og þó að það væri ekki út af neinu nema þessu húsi, þá var Rodia í sínum fulla rjetti þegar hann rak Pjotr Petrovitsj á dyr. Hvernig hefur hann dirfst að hola ykkur niður í þessar kytrur? Það er hreint og beint hrieyksli. Vitið þjer hvaða fólki er komið hjer fyrir? Þjer eruð þó heitmey hans. Þjer er- uð heitmey hans eða er ekki svo? Og nú, eftir þetta get jeg sagt yður það hreint og beint að unnusti yðar er þorpari. Hvað er að tarna, herra Rasumikin, þjer gleymið því ... sagði Pulkeria Alexándrovna. — Rjett, alveg rjett, þjer hafið hárrjett fyrir yður, jeg hef gleymt sjálfum mjer, jeg skammast mín fyrir það, sagði Rasumikin skelkaður. En ... en þjer getið ekki verið mjer reiðar þó að jeg tali sisona, því jeg segi það af hreinni sannfæringu, en ekki af því, að jeg ... nei, það væri auðvirðilegt. I einu orði, ekki af því að jeg ... nei, hm, þess þarf ekki, jeg ætla ekki að segja það, jeg þori það ekki. ... Undir eins og hann kom inn úr dyr- unum skildum við það allir þrír, að þessi maður var ekki af okkar sauðahúsi. Það var ekki af því, að hann kom beint frá hárskeranum og ekki af því, að hann flýtti sjer að láta sinn litla anda skína, heldur af því, að hánn er snuddarasál, braskari, af því að hann er nurlaramenni, labbakútur, eins og allir geta sjeð. Haldið þjer að hann sje eitthvert ljós? Nei, hann er fífl, hreint og beint fífl. Jæja, skyldi hann þá vera hæfur handa yður? 0, guð minn góður. Sjáið þið til, dömur mínar — og hann nam alt í einp staðar í stiganum — þó að náungamir heima hjá mjer sjeu allir fullir, þá eru þeir heiðarlegir. Og þó að við ljúgum — og jeg lýg líka,þá ljúgum við okkur að lokum til sannleikans, af því að við erum á ærlegri leið. En Pjotr þessi Petrovitsj ... hann fer enga ærlega leið. Þó að jeg hafi nýlega ausið skömmunum yfir þá alla, þá virði jeg þá alla saman. Jafnvel Sametof, já, þó að jeg virði hann ekki beinlínis, þá kann jeg rjett vel við hann ... hann er svo sem eins og hvolpur. Jafnvel skepnan /

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.