Lögrétta


Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 04.12.1929, Blaðsíða 3
4 L Ö G E J E T T A Tveir í hðggi. Frh. ------ Er þá víst mál til komið að heilsa upp á Skúla minn. Hann er einhversstaðar í langloku sinni, — sem er að finna í 22., 25. og 27. tbl. „Logrjettu“ þ. á., — að furða sig á því, hversu undarlega lítið verkefni lífið hafi lagt upp í hendurnar á þeim mönnum, sem sjeu sífelt að „bisa við litklæðin og annað einkis nýtt tildur“. — Þama erum við strax alveg á sama máli. Jeg skrifaði aðeins tæpar tvær blað- síður um málið í „Iðunni" og hefði áreiðanlega látið það nægja, ef jeg hefði verið látinn í friði. En þá rís búnaðarfjelagsstjóra- sonurinn á Ljótunnarstöðum upp á afturfótunum. Og það eru nú að minsta kosti tíu sinnum tvær blaðsíður, sem hann er búinn að „leika sjer að“ að „stilla upp“, eins og krakkamir brúðunum sínum. Finst mjer það nærri því óguðlegt af svona miklum „nú- tímamanni“ að vera allan þenn- an tíma að „bisa við“ það, sem hann sjálfur telur einberan hje- góma, — og það einmitt á þeim tíma, þegar annir hins „dugandi manns“ bíða sem mestar við bæjardyrnar! Og vonandi fyrirgefur hann hvað svar mitt kemur seint, þeg- ar jeg segi honum, að jeg hefi engan tíma haft aflögum fyr en þetta, — hefi í alt sumar verið að „þurka töðuna úti á vellin- um“. Jeg hjelt um tíma, að þetta árið ætti að koma sjerstakur bálkur í „Lögr-jettu“, með yfir- skriftinni „Katlaskáldið og lit- klæðin“. Og mjer þótti auðvitað vænt um slíkan heiður. En það mun fáum dyljast, sem á annað borð hafa eitthvað fylgst með þessum skrifum, að þó að Skúla finnist litklæðin „óþarfa aftur- ganga“, sem altaf er að þvælast fyrir honum, þegar eitthvað mik- ið stendur til, þá mun þó „Katla- skáldið“ vera ennþá óþarfara fyrirbrigði í hans augum, — hvað sem veldur. Aðrir, sem um málið hafa ritað meira en jeg, eiga sve sem ekki heima austur í Hornafirði. Skúli byrjar á því að kvarta. Hann segir, að það hafi soðið á sig upp úr „kötlunum“ mínum. — Það var ekki mitt, að vama því að honum „volgnaði undir uggum“, úr því hann á annað borð vildi svona ákaft „fara í stríð“. En ekki ' hefur svarti jakkinn hans reynst öruggur „geymir“ fyrir það „atgervi“, sem „bjó undir skikkjunum“ í fymdinni. Það sannar strax þessi umkvörtun hans. Eitt með því fyrsta, sem Skúli tekur til athugunar, er mannlundin. „Veit Jóhannes hvað það er a ð vanta mannlund?“ spyr hann, ákaflega hátíðlega og honum ofbjóða alveg hin „greypilegu móðgunarorð“, sem jeg hafi kastað framan í þjóð- ina. „Er það ekki nokkuð sama og að vera úrþvætti, ómenni ?“ heldur hann svo áfram að spyrja. En kannske jeg mætti nú spyrja á móti: Hvenær hefi jeg sagt að þjóðina vantaði mannlund í öllum efnum? En til allra snöggra samtaka þarf það lunderni, sem sjerstaklega hefir i hafið manneðlið upp úr dýrseðl- inu, og það er sú sjálfráða fje- lagslund, sem jeg í þessu sam- bandi kallaði mannlund. Og jeg er viss um að hinir „erlendu gestir“ myndu bera alveg sjer- staka lotningu fyrir hverju sýni- legu tákni þeirrar lundar, — án þess að jeg vilji þó ljetta þeim um of „ómakið“ við að þekkja okkur Islendinga. — Ef Skúla sjálfan hefði ekki skort „mann- lundina“ til, hefði hann skilið' þetta alt saman, og kemur mjer þó ekki til hugar, að kalla hann úrþvætti eða ómenni fyrir þá sök eina, því jeg veit að hann muni í hvívetna vera hinn ágæt- asti drengur. Þá kemur Skúli að hinni ótta- i legu málsgrein: „Undir skykkj- um þeim, sem skáldum voru gefnar að bragarlaunum endur fyrir löngu, bjó þó uppspretta þess atgervis og metnaðar, sem j oss hefir fleytt fram á þennan ; dag“. Og hann dáist innilega að sinni eigin miklu miskunsemi, að hafa hlíft mjer við að taka þessa fjarstæðu til athugunar í fyrri grein sinni. Jeg skal hiklaust játa, að þegar jeg skrifaði þessi orð, hafði jeg enga hugmynd um, að forsjónin hafði tilbúna aðra eins rökfræðis-svipu og Skúla á Ljótunnarstöðum til að slá mig með. Annars hefði jeg varað mig betur. I fljótu bragði sýnast þetta nokkuð staðlausir stafir, enda sóar Skúli „mann- lund“ sinni í nærri því heilan dálk, til að japla á því í skopi, hvað skykkjur sjeu góðir ,,geymar“ fyrir „atgervi“. En vill nú Skúli, í hreinni al- vöru, gera grein fyrir hvemig á því stendur, að hvarvetna í heim- inum koma menn fram í alveg sjerstæðum búningi, þegar ein hverrar sjerstakrar virðingar og samstiltrar orku þykir við þurfa? Alstáðar úir og grúir af auð- kennilegum búningum, sem allir eiga að vera „geymar“ fyrir ein- hverja ákveðna hugsjón. Þegar klerkar ‘ganga í kirkju, skrýðast þeir hempu, hökli og „rykkilíni“, til merkis um þjónustu þeirra | fyrir málefni Drottins. Þegar I lögregluliðar koma á vettvang, ’ eru þeir í búningi, sem á að tákna liðveitslu þeirra í þarfir almenns rjettlætis. Þegar her- mennirnir halda í stríð, klæðast þeir fötum, sem segja til um varnar- og sóknarstarf þeirra vegna ættj arðarinnar. Og þann- ig mætti lengi telja. — Trúmála- fjelög, íþróttafjelög, skólafjelög, líknarfjelög og allskonar menn- ingarstofnanir eiga sinn sjerstaka búning að meira eða minna leyti. Hvernig stendur á öllum þess- um ósköpum? Hversvegna eru mennimir . þessi „fífl“? Vafa- laust vegna þess, að þeir eru sannfærðir um, að undir þessum táknrænu búningum búi „upp- spretta“ ýmiskonar orku, — m. a. atgervis og metnaðar, — og að hið sjerkennilega samræmi þeirra sje vel fallið til að knýja fram og sameina þessa orku að ákveðnu marki og vekja virðingu góðra manna fyrir þeim hug- sjónum, sem þeir eiga að tákna. — 1 þessu felst mergurinn máls- ins, einnig að því er snertir þjóð- búninga. Þeirra merking er að vísu það víðtækari en allra ann- ara búninga, að þeir eiga að tákna hið sjerkennilega við hug- sjónabaráttu heillar þjóðar. Sje þessi „symboliska“ þýðing tekin til greina, er það ekki eins mikil fjarstæða og í fljótu bragði virð- ist, þegar talað er um klæðnað, sem maður vill að verði þjóðbún- ingur, að minna á hið „lífræna gildi“ þeirra manna, sem áður hafa borið hana. Frh. Jóhannes úr Kötlum. -----o---- Einar H. Kvaran sjötugur. Næstkomandi föstudag, 6. þ. m. á Einar H. Kvaran sjötugsaf- mæli. Hann á nú öndvegissess meðal íslenskra skálda og rithöf- unda og liggja eftir hann meiri og fjölbreyttari verk á því sviði en nokkum annan núlifandi Is- lending, að Gunnari Gunnarssyni einum undanskildum. Afmælisins verður minst af Leikfjelagi Reykjavíkur með sjer- stakri viðhafnarsýningu á Ljen- harði fógeta, og að sýningunni lokinni halda ýmsir mentamenn og kunningjar höf. honum sam- sæti. Verður starfsemi E. H. K. nán- ar minst í næsta tbl. Lögrjettu. 1. desember. Hátíðahöld stúd- enta þann dag fóru fram með líku sniði og áður og tókust vel, enda þótt veður ,væri ekki heppi- legt. Stúdentablaðið, sem þá kom út, er fjölbreytt og skemtilegt. Slys. Á Daðastöðum í Núpar- sveit vildi það slys til nýlega, að sonur bóndans þar, Þorsteins hreppstjóra Þorsteinssonar, Stef- án að nafni, druknaði í rafveitu- tjöm bæjarins, er hann var að bjarga yngri bróður sínum, sem fallið hafði í tjömina. — Á Siglufirði vildi það slys til 28. f. m. að maður fjell út af bryggju og druknaði. Hann hjet Páll Runólfsson, frá Akureyri. Ólafur Friðriksson og Jack London. Fyrir nokkru bauð Mar- tins bókaforlag í K.höfn til sam- kepni um lýsing á afstöðu rit- höfundarins Jacks London til Norðurlanda og máttu allir skandinaviskir lesendur hans taka þátt í samkepninni. Keppendur skyldu svara þessum spuming- um: Hvað er það hjá Jack Lond- on, sem laðar svo mjög að hon- um hugi norrænna lesenda, og hvað er það í ritum hans, sem gert hefur nafn hans svo frægt á Norðurlöndum? Fyrir besta svarið var heitið ókeypis för vestur til Kalifomíu, fram og aftur. Á þriðja hundrað svör komu, og voru danska rithöfundinum Peter Tutein dæmd fyrstu verð- laun, ungum manni, sem sagður er vera æfintýramaður, á líkan hátt og Jack London, og hefur víða farið, m. a. til Norður- Grænlands. En auk þessarar rit- gerðar taldi dómnefndin ástæðu til að verðlauna aðra ritgerð, þótt aðeins einum verðlaunum hefði verið lofað, og sú ritgerð reyndist vera eftir Ólaf Friðriks- son, „en skilningur hans á list Jacks London, sem er vel og gáfulega fram settur, er ekki að- eins einkennilegur og sjálfstæð- ur, heldur einnig eftirtektarverð- ur“, segir í álitsskjali nefndar- innar. En verðlaun Ó. F. verða þau, að hann á að fá að velja sjer bækur frá forlaginu. Bandaríkin og Alþíngishátíðin. Lögberg frá 7. nóv. segir að Hoover forseti, eða stjórn Banda- ríkjanna, hafi skipað þessa 5 menn til þess að fara með um- boð fyrir hönd þjóðar sinnar á Alþingishátíðinni 1930: Senator Peter Norbeck frá Suður-Dakóta, Hon. O. B. Burtness þingmann frá Norður-Dakóta, Mr. 0. P. B. Jackobson, forseta járnbrautar- ráðsins í Minnesota, Hon. Svein- bjöm Johnson prófessor við há- skólann í Chicago, Mr. Friðrik Fljózdal, forseta alþjóðarsam- bands jámbrautarþjóna í Detro- it, Mich. Tveir hinir síðasttöldu eru Is- lendingar. Dáinn er nýlega á Hafnarfjarð- arspítala Gísli Jónsson bóndi ! Galtavík í Borgarfirði, bróðir Ólafs J. Hvanndals og þeirra systkyna, vinsæll maður og vel látinn, á besta aldri, og deyr frá 6 ungum bömum. Eggert Stefánsson söngvari er nýkominn úr för til Vestmanna-* eyja. Hann fer til útlanda um miðjan þennan mánuð, en ætlar að hafa hjer kveðjusöngkvöld áð- ur en hann fer. Bæjarstjóraembættið í Vest- mannaeyjum. Um það sækja: J. G. Ólafsson settur bæjarstjóri, Guðm. Eggerz bæjarfógetafull- trúi í Vestmannaeyjum og Er^ ling Ellingsen úr Reykjavík. Jakob Möller bankaeftirlitsmað- ur, sem legið hefur veikur um hríð erlendis, fyrst í Finnlandi og síðán í Khöfn, er nýlega kom- inn heim, albata. Um íslensk heilbrigðismál eru alllangar greinar í enska lækna- | tímaritinu Lancet 5. og 12. okt. s. 1. Er þar sagt margt frá þess- um málum, mest samkvæmt heil- brigðisskýrslum Guðm. Hannes- sonar og frásögn lækna hjer. Ritstjóm tímaritsins skrifar einnig út af þessu sjerstaka for- ustugrein, þar sem bent er á ýmislegt sjerkennilegt um íslensk heilbrigðismál og á það, að hjer sjeu merkileg og sjaldgæf rann- sóknarskilyrði á nokkrum mikils- verðum viðfangsefnum vísindanna. Leiðrjettingar. Prentvillur þess- ar eru menn beðnir að leiðrjetta í greininni um Boga heitinn Mel- steð í síðasta blaði. í 2. dálk á 1. síðu í 11- hnu að neðan komi inn (á eftir „þessum málum“): og þó einkum stjórnmálunum. Nokkrum linum neðar stendur: „beinskeytt- ur og harðskeyttur“ fyrir: bein- skeytur og harðskeytur. I 4. dlk. á 1. s., í 29. línu a. n. stendur ; „muni“ fyrir: mun. I 1. dlk. á 2. s. í 28. 1. a. n. „sjálfsagt“ fyrir: vafalaust. I 2. dlk. á 2. s. í 20. 1. a. o. er „á“ ofaukið og í 36. 1. a. o. í sama dlk. stendur: „óvenju- lega“ fyrir: óvenju vel. Prentsmiði an Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.