Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1930, Síða 16

Lögrétta - 25.06.1930, Síða 16
16 LÖGRJETTA 1 Ölgerðin Egill Skallagrímsson Stofnsett 17. april 1913 af Tómasi Tómassyni er elsta ölgerð á Islandi og sú eina sem hefir fullkomin nýtísku áhöld til framleiðslunnar. — Gæði ölsins eru viðurkennd af öllum sem þess neyta, og af flestum tekið fram yfir útlent öl sömu tegundar. Enda hefir ölgerðinni tekist að útrýma útlendu öli svo af íslenzkum markaði, að það þykir nýlunda ef það sést. — I fyrsta sinn um margar aldir eiga Islendingar nú kost á því að drekka BV íslenzkt öl, sem búið er til úr islenzku korni, og má telja það merkisviðburð í sögu íslenzkrar ölgerðar. — í ár hefir ölgerðin Egill Skallagrímsson látið malta íslenztk bvgg frá herra Klemenz Kristjánssyni á Sámsstöðum, og er það nú notað með til framleiðslunnar og reynist ágætlega. — Þar með er unninn nýr sigur á sviði íslenzkrar sjálfsbjargarviðleitni. ölgerðin hefir nú keypt Gosdrykkjaverksmiðjuna Sirius Og þar með aukið starfssvið sitt og framleiðir nú bæði margar tegundir af límonaði og sódavatni, óáfeng vín (Líkjöra) og saftir. — Öll framleiðslan fer fram undir umsjón og eftirliti þýzks sérfræðings, sem hefir margra ára reynslu að baki. — En sem kunnugt er eru þjóðverjar taldir standa öðrum framar í ölgerð, og öl þeirra viðurkennt um allan heim fyrir gæði. Biðjið þv um Egíis öl og Síríus gosdrykki og saftír. t>á fáið þér það bezta Ölgerðin Egiíl Skallagrímsson Frakkastíg 14. — Njálsgöíu 19—21. — Símar: 390, 1390 og 1303. — Símnefni: jyifööur svið — bæði einstaklinga og stjetta, kosta baráttu og fyrir- höfn og þurfa auðvitað nokkura reynslu og undirbúningstíma. Nokkurra ára reynsla kvenna á ýmsum sviðum þjóðfjelagsins — miðuð við reynslu karla, sem öld- um saman hafa fjallað um lög- gjöf þjóðanna — getur með engu móti skorið úr því, hvor sje hæf- ari. Andstæðingar jafnrjettisins byrja á því að brosa og henda gaman að kröfunum fyrst í stað, síðan kemur baráttan gegn nýj- ungunum, en svo fer þó jafnan, að góður málstaður sigrar. Hvort það sje æskilegt, að konur taki þátt í löggjafarstarf- inu, verð jeg hiklaust að svara játandi, svo fremi sem þær hafa hug á því og eru reiðubúnar að takast á hendur skyldumar, sem því fylgja — ásamt rjettindun- um. Ekki þætti það vel ráðið, að hafa engar konur eða húsmæður á einka-heimilum. En mönnum gleymist alt of oft að þjóðfjolag- íð — bæði hjer og í öðrum lönd- um — er í rauninni stórt heim- ili — þjóðarbúið — eins og það stundum er nefnt. Á löggjafarþingum þjóðanna hljóta iðulega að koma fyrir þau mál, sem snerta afkomu og heill þjóðarbúsins — sbr. einkaheim- ilin — og konur bera eklcert síður skyn á en karlar — og þar þurfa konur að vera með í ráðum. Fyrstu konumar, brautryðj- endurnir, verða auðvitað fyrir ýmsu hnjaski aðeins vegna þess að þær eru konur — en slíkt má ekki setja fyrir sig. Þegar kon- um fjölgar á Alþingi íslendinga, hverfur það, að ráðist sje á þær sjerstaklega af því, að þær eru konur. Mjer þætti ekki ólíklegt, að ís- lenzkar konur hugsi meira en venja er til um það núna, að Hildigunnur verður til þess, fyrir meira en 900 ámm, að frásögn Njálu, eins og áður er tekið fram, að fimtardómur var settur — ekki vegna hins alkunna Fimt- ardómsfrumvarps, sem ríkis- stjórnin lagði fyrir síðasta þing i — þingið 1930 — til þess að j bæta rjettarfarið í landinu — j heldur vegna þess, að enn hefur aðeins ein kona átt sæti á Al- þingi — og eftir landskjörið núna verður á næstunni annað tveggja — ein eða engin. Konur eru þó fullur helming- ur allra kjósenda á landinu. Ættu konur að íhuga það vel, að rjett- ur sá, er íslenskar konur öðluðust árið 1915, er svo mikilsverður, að þær geta, með því að nota hann til fulls, haft úrslitaáhrif á öll þau mál, sem þær láta til sín taka — og um leið haft annað- hvort bætandi eða spillandi áhrif á þingræðið. Og ekki þykir mjer það ósennilegt, að þegar að 1000 ár eru liðin frá því, að fimtar- dómur var settur — til foma — að þá verði konumar, sem að lög- gjafarstarfi sinna á íslandi orðn- ar nokkuð fleiri. Elcki er það heldur ótrúlegt — að frásögn Njálu um setningu fimtardóms verði minst hjer árið 2005, og að konur þá verði fam- ar að hafa bein og gagngerð á- hrif á löggjöfina. I. H. B. ---o-- Lögsögumaður og aiþingistal. Alþingishátíðin er mönnum til- efni þess að rifja upp gamlar minningar og efla nýjar vonir um íslenska menningu og þjóð- fjelagsmál. Jeg vil vekja máls á tvennu, kasta því fram til athug- unar og hvatningar, þótt ekki sje unt að ræða það eða rök- styðja í þessari smágrein. Þetta er fyrst: Á 1000 ára há- tíð Alþingis á að endurreisa lög- sögumannsembættið foma, eða taka upp aftur á viðeigandi stað embættistitil lögsögumannsins. — Lögsögumannsembættið var fyrsta og lengi elsta og virðuleg- asta embætti íslenska ríkisins, stofnað 930. Biskupsembættið, nokkru yngra, er enn til, en lög- sögumannsheitið er löngu lagt niður. Það gæti nú máske, sam- kvæmt fornu skipulagi, átt við hvort sem væri ráðherra, dóm- stjóra eða þingforseta. En sam- anburður á fornu og nýju í slík- um efnum, er hæpinn og erfiður eg ekki ástæða til þess að negla sig um of í fom form þegar efn- ið er breytt. Stórmál er þetta að vísu ekki, en væri viðkunnanlegt og virðulegt og vel framkvæman- legt, að taka upp aftur lögsögu- mannsheitið á forseta sameinaðs þings. Þetta er annað: Það er furðu undarlegt ef ekki álappalegt, að þegar Alþingi var sett fyrir skömmu á þúsundasta afmælis- árinu, var svo að orði komist, að „42. lóggjafarþing íslendinga er sett“. 42. þingið á. 1000 árum! Jeg vil að nú og framvegis verði sá siður tekinn upp, að telja þingin eftir árum — alþingisár- um, og telja svo sem eitt þing hafi verið haldið á ári. Það er að vísu ekki allskostar nákvæmt, en þó miklu nær sanni en það, sem . nú tíðkast og má til sanns vegar I færast ef allar þingsamkomur eru taldar fram. Við næstu þingsetn- ingu ætti því að segja: Þúsund- asta og fyrsta Alþingi íslendinga er sett. Vilhj. Þ. G. -----o---- Alþingishátíðin. — Boð um verð- launaritgerð. Alþingishátiðina sækir moiri fjöldi fólks en nokkurt annað íslenskt mannamót. þegar lieim kem- nr fara menn að segja ferðasöguna og ætti að vera fróðlegt og skemtilegt að kvnnast þeim ýmsum. Lögrjetta býður lesendum -sinum að senda stvittar greinar um hátíðina og mun hún veita verðlaun fyrir nokkrar þær hestu og sjerkennilegustu og hirta þppr í hlaðinu með nöfnum höf- unda. Frá fyrirkomulaginu verður nánar sagt í næsta hlaði. Ritstjóri: porst. Gíslason. 1 Prentsm. Acta. i

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.