Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.07.1935, Blaðsíða 3
101 LÖGRJETTA 102 lítill efi er á því, að hin „amerísku einkenni“ eru ekki árangur af kynstofnseinkennum, heldur þjóðfjelagsaðstæðum, og að hið nor- næna eðii hinna „gömlu amerikumanna“ er mjög lítið. Þetta styrkist einnig við það, hversu áberandi breyting hefur orðið á svip Bandarikjamannsins á siðustu fimtíu til sextíu árum. Prófessor Huxley leggur þess vegna ekki mikið upp úr þeim einkennum, sem al- mennast eru talin fram til skýringar eða sönnunar á sjerstöðu eðá gildi kyn- stofnanna, t. d. hæð. Honum þykir einnig, að sú mynd, sem algengast er að nota til þess að skýra uppruna og skyldleika mann- flokkanna og kjmstofnanna, sje slæm og villandi. Það er ekki rjett að tákna þetta með trje, eins og gert er. Það væri miklu nær að líkja lífi manna og skyldleika mann- flokkanna við árstraum. En aðalatriðið er það, að áliti Huxley, að fá leiðrjettan i liugum manna og i opinberu lífi þann misskilning, sem orðinn er rótgró- inn á eðli og gildi kynstofnanna. Engin vís- indaleg sönnun er til um tilveru sjerstaks arisks kynstofns með þeim einlcennum, sem hin ariska eða norræna kenning heldur l'ram. Hún er tilfinningamál og pólitisk, en ekki vísindi. Styrjaldír framtíðarínnar Margt hefur verið rætt og ritað um það hvernig „næsta styrjöldin" muni verða. All- ir vígbúast, leynt og ljóst, og allir búast við stríði, þó að allir tali um frið, og raunveru- lega er stríðið skollið á, ef unt er þá að tala um það, að striðinu liafi nokkurntima lint. Altaf eru einhversstaðar væringar og við- sjár. Svo að segja allir þeir, sem um styrj- aldarhættuna hafa skrifað gera það á þann hátt, að þeir spá því, að næsta styrjöld muni verða hálfu háskalegri og djöfullegri, en þær, sem á undan hafa farið. Prófessor A. M. Low er að nokkru leyti undantekning frá þessu. Hann hefur skrifað bók, sem heit- ir „Hinn undursamlegi lieimur morgundags- ins“, og setur þar fram ýmsa spádóma sina um mannfólk og líf framtíðarinnar. Hann talar auðvitað einnig um styrjald- irnar. En hann álítur ekki að styrjaldir framtíðarinnar muni verða ómannúðlegri eða liryllilegri en styrjaldir fortiðarinnar. Styrjaldir hafa altaf verið ómannúðlegar og hryllilegar, og verða það. En það er hvorki hryllilegra nje ómannúðlegra, segir Low, að deyja af gaseitrun eða annari eitrun, en að vera tættur sundur af byssu- kúlum eða rifinn á hol af byssustyngjum. Það væri sanni nær að segja, að næsta styrj- öld vrði mannúðlegri en sú siðasta, ef nokkur styrjöld gæti verið mannúðleg, því að visindaleg tækni gæti gert striðið svo heiftúðlega stutt, að þjáningar þess og böl tæki fljótlega af. Það er sennilegt, að i næstu styrjöld verði ekki gerður neinn munur á hermanni og ó- breyttum borgara, því að hinn óbreytti borg- ari, sem stendur að baki herflokkum, er líka þátttakandi styrjaldarinnar, með þvi að Jeg'gja vopn og matvæli og aðrar hernaðar- nauðsynjar upp i hendur þeirra, sem berj- ast. Menn munu hlæja að því, að konur eigi að teljast hlutlausar og friðsamlegar, þegar það er vitað, að þær vinna i hergagnasmiðj- um. 1 næstu styrjöld verða notuð öll þau vopn, sem skæðust eru til, án tillits til allra samn- inga og alþjóðalaga. Stríðið sjálft er í eðli. sínu brot á öllum lögum. Lög eru gagnslaus ef ekki er til vopnuð lögregla til þess að verja þau. Það er ekki gott að segja hver verði vopn- in í styrjöldum framtiðarinnar. Spádómar um það fara einlægt eftir þvi hvaða upp- fvnding þykir mikilverðust í svipinn. Um seinustu aldmót lijeldu menn að hjólhestar vrðu helstu flutningatæki næstu styrjaldar. Þeir urðu raunverulega að litlu liði. Nú er almennast talið svo, að flugvjelar verði háskalegustu vopnin í næsta stríði —- menn gera sjer hugmynd um að tvö eða þrjú þús- und flugvjelar af öllum gerðum verði sendar upp í loftið til að berjast. Þetta er sennilegt. En það er líka sennilegt að fundin verði varnaráð gegn slíkum árásum. Það er hugs- anlegt að hægt verði að reisa einskonar varnarvirki í loftinu sjálfu, virki, sem hald- ið væri uppi af örlitlum heliumpokum, svo litlum að það gerði lieildinni ekkert til þó að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.