Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 15
 ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCII LA ANDREWS um nú talazt gvo mikið við, að cg held okkur væri ráðlegast að fara til Berts og fá okkur mat- arbita. Annars er þetta allt svo hlægilegt, að mig langar mest til að veltast um af hlátri.“ „Jake sagði ég undrandi. Hvað áttu við með því, að þetta sé hlægilegt?" - Hann stakk höndunum í vas- ann. — „Já, þú ert ekki nema tvítug en ég þrjátíu og sex. Þú ert ung stúlka, sem er nýbyrj- uð að læra lífsstarfið. Ég hef aft ur á móti hafið starf, sem einung is er falið fullorðnum mönnum með talsverða lífsreynslu að baki. Og við ætlum, að búa í margra mílna fjarlægð hvort frá öðru. Og við höfum bara þenn- an eina dag til að vera sam- vistum að sinni. Og hér hef ég setið í morgun, yfirboðari við Martin sjúkrahúsið, og játað einni af fyrrverandi undirtyllum mínum ást mína. Þetta er allt .skrambi skrítið og kemur vafa- laust til með áð vekja ósvikinn hlátur á sjúkrahúsinu, þegar starfsliðið fréttir það.“ Jake var svo þreytulegur, þeg ar hann sagði þetta, að öll feimni mín og hlédrægni hvarf eins og dögg fyrir sól. Ég fann þá tilfinningu verða yfirsterk- asta í brjósti mér, að ég mætti til með að hjálpa honum. Já ég ætlaði að koma til liðs við hann og ekkert skyldi liindra það áform mitt. „Sjúkráhúsið fær ekkert um þetta að frétta, sagði ég ró- lega. „Þakka þér fyrir“, sagði Jake og þrýsti hönd mína. „Ég hefði heldur ekki trúað því á þig að þú flýttir þér til baka að segja tíðindin. En nú er ég viss um, að þú ert orðin svöng.“ — Við lögðum af stað t'il útgangsins á girðingunni. Hann gekk nokkur skref á undan mér. Skyndilega nam hann staðar og án þess að snúa sér að mér, bað liann mig afsökunar á þessu öllu. „Heyrðu, Jake' sagði ég. ,,Eig um við ekki að setjast afur“. Hann sneri sér við og leit fram an í mig. — „Hvað varstu að segja?“ Ég endurtók spurningu mína. Við gcngum aftur að bekknum og settumst enn á ný. •—- „Þú ert búinn að tala við mig, sagði ég, en þér láðist gð spyrja að þvi, hvort ég ætti ekkert vantalað við þig-“ „Ástin mín. Ég reyni alltaf að forðast spurningar, sem ég veit svörin við. Hvers vegna ættir þú að hafa nokkuð við mig að tala? Þú hefur verið bæði skilningsrík og elskuleg en hvernig ættir þú að hafa áhuga fyrir að ræða nokk uð sérstakt við mig? Hvað get- ur þú sagt mér, sem ég veit ekki nú þegar? Það, að þér geðjast ekki mjög illa að mér veldur því að ég er hálfvegis utan við mig. Mig langar þó að biðja þig að gæta þín betur í framtíðinni Rósa, svo að þú verðir ekki hirt upp af gólfinu í sjúkrahúsinu eða læknarnir neyðist til að gefa þér áminningu." „Ég býst nú ekki við að verða þama lengi fyrir norðan, bætti hann við éftir stundarþögn. En ég óska þess sannarlega af 35 hjarta, að þú gætir verið hjá mér . . og ég mætti gæta þín.“ „Þú verður að gera eitthvað í þessu, Jake. Ég get ekki án þín verið á St. Martin." Hann leit snöggt á mig og eng inn hafði nokkru sinni áður litið mig slíku augnaráði. „Segðu þetta aftur“. Ég sagði það einu sinni enn. „En . . . þetta er hlægilegt. Við höfum einmitt . . fund.ið hvort annað. Ertu viss um, að þú sért eins hamingjusög og ég?“ „Því ekki það? Bara ef þú get ur elskað mig“. Hann leit á mig og virti mig fyrir sér eins og hann héldi, að ég væri alls ekki með öllum mjalla. Svo brá fyrir brosi í aug um hans. Brosið færðist úm and iit hans og það ljómaði. — „Þú verður að sannfæra mig um þetta, Rósa:“ Ég sagði honum alla söguna. Ég sagði honum frá því, hvern- ig ég hefði elskað hann í laumi. Ég sagði honum frá vonbrigðum mínum, eftirvæntingu, gleði og sorg. Það tók langan tíma. Þegar ég var loksins búinn, sagði hann: „Ég trúi þér, Rósa, þó að mér virðist fátt af þessu sennilegt.“ — Svo sögöum við ekki meira. Orð voru óþörf. Við féllumst í faðma. Við kysstumst og allur heimurinn horfði á og við kræð um okkur kollótt um allan heim inn. Skömmu síðar lyfti Jake höfði. — „Hvaðan ert þú Rósa,“ spurði hann. Áttu íoreldra á lífi? „Mamtna og pabbi búa í Hamps hire“, svaraði ég. „Þá getum við farið og heim- sótt þau í kvöld, og svo get ég ekið þér aftur til baka snemma á morgun.“. — Hann strauk vanga sínum við vanga minn. — — „Ég var búinn að segja þér, að ég hefði lítinn tíma. Held- urðu að þau verði nokkuð ósam- þykk trúlofun okkar, ef við ber um hana undir þau strax? Eða heldurðu, að þeim finnist þú full ung“? — Rödd hans skalf lítið eitt, þegar hann lagði þessar spurningar fyrir mig. Ég leit á andlit hans og sá, að hann hrukk aði ennið eins og alltaf, þegar hann hafði áhyggjur. „Foreldrar mínir hafa sjald- án sett mér stólinn fyrir dym- ar, svaraði ég. Ég er hins vegar sannfærð um, að þau munu ekki gera minnstu tilraun til þess að þessu sinni heldur hrópa ferfalt húrra fyrir okkur“. Hann brosti. — „Svo að þú heldur, að þau muni ekki hafa neitt á móti mér sem tengda- syni?“ — Hann strauk mér ástúð lega um hárið. — „Svo var það eitt enn. Ertu nokkuð mótfallin því að hætta á St. Martin að ári liðnu?“ Ég hugsaði mig um stutta stund. — „Nei, — ég hef kunnað vel við mig á St. Martin og mun sakna margs þaðan, en eins og þú veizt vil ég allt til vinna til að mega vera með þér.“ — Við kysstumst aftur heitt og lengi. Um stund sátum við kyrr á bekknum. Það var talsvert kalt í veðri, en við vorum allt of ham ingjusöm til að finna kuldann. Umhverfið hafði samt ekki gleymt okkur með öllu. Skyndi- lega heyrðum við hróp á bak við okkur. Við snerum okkur við og sáum mann nokkurn koma hlaupandi í átt til okkar. „Læknir," hrópaði hann Lækn ir.“ Jake losaði faðmlögin og stóð upp. „Er eitthvað að?“ Maðurinn nálgaðist. — „Þa' varð maður fyrir vörubíl fyrir utan hliðið ré.tt í þessu. Vörðu- inn sagði mér að svipast um eft- ir yður, því að þér höfðuð séz hér í nágrenninu. Hann hringd í sjúkrabíl og biður yður að kom; strax ..." Maðurinn þurfti ekki að segj- meira. Jake hafði fengið mér liattinn sinn og beðið mig aí“ gæta hans. Svo var hann á bai og burt. Maðurinn várð eftir og slóst fylgd með mér. — „Hann er sannarlega fljótur að bregðr við, þessi læknir“, sagði hann — „Ég bið afsökunar að hafa truflað ykkur“. — Svo hvarf hann inn í húsasund. Það voru nokkrir menn í hvirf ingu við hliðið á girðingunni. Ég sá, að Jake kraup þar niður við hliðina á einhverri ólögu- legri hrúgu. Vörðurinn kom strax auga á mig og hrópaði: „Lofið stúlkunni að komast leiðar sinn ar“. Sjúkrabíllinn koma að í þessu. Jake leit upp og svipaðist um. — „Nú þeir eru komnir. Bezt að koma sér til St. Martin.“ Ég kraup við hlið hans. — „Nokkuð að? Get ég orðið að liði?“ „Nei, Rósa. Maðurinn hefur mjaðmarbrotnað. Það verður að gera að meiðslunum þegar í stað.“ Ég kinkaði kolli og stóð upp. Ég vék til hliðar, þegar sjúkra liðarnir komu með körfuna. Ég horfði á þá leggja sjúklinginn í hana. Þeir þekktu Jake undir eins. — „Kohiið þér með, War- ing?“ „Já“. — Jake nam staðar og leit á mig: „Ég veit ekki hversu lengi ég verð. Kannski þú viljir bíða mín hjá Bert?“ Ég leit á hann. — „Allt í lagi“, sagði ég og í sömu andrá var hann horfinn sýnum. Sjúkrabíll inn ók hratt í áttina til St. Martin. Ég gekk einsömul leiðina til veitingahússins. Ég gekk hægt og hugsaði um manninn, sem ek ið hafði verið á. En fyrst og fremst snerust hugsanir mínar um Jake og þennan dásamlega dag, sem var engum öðrum degi líkur. Ég hugsaði um þetta fyrsta ár mitt sem hjúkrunar- kona, er líklega var jafnframt i það síðasta. Ég hugsaði líka um 1 prakkarann Bill. Svo fór ég aft ur að hugsa um Jake, manninn, sem var mér hugstæðastur. Ég gekk inn í veitingastofu Berts. Ég gat ekki stillt mig um j að brosa að vonbrigðum hans. j „Þér ætlið þó ekki að segja ! mér að Waring læknir komi ekki , líka i matinn, frk. Standing“, sagði Bert og röddin skalf af geðshræringu. „Verið alveg rólegur, Bert, sagði ég sefandi. Waring tafð- ist aðeins vegna lítils háttar slyss. Hann kemur eins fljótt og hann getur. Og ef yður er það ekki á móti skapi ætla ég að bíða hans hér.“ ENDIR. EinangrunargJer Framleitt einungis úr úrvals gler, — 5 ára ábrygð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagölw 5?. — Simi 23200. — Nú ert þú einasta vonin okkar mamma. Allar hinar mömm urnar í hverfinu hafa neitað okkur um að fá að koma inn og leika okkur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. ágúst 1963 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.