Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 16
VISTHEIMILIÐ AD EELIDA- VATNI HÆTT STORFUM SNEMMA í sumar var leyst upp vistheimilið að Elliðavatni ogr það afhent Skógræktarfélagi Reykjavíkur til varðveizlu. Fólkið, sem l>ar dvaldizt á vegum Reykja vikurborgar var flutt að Arnar- holti, en ríkið sá um að ráðstafa Ju'í fólki, sem dvaldizt á J>ess veg mn á Elliðavatni. Sú hugmynd kom fram, að setja á stofn barnaheimili á Elliða- vatni, en það var ekki talið fært vegna slæmra húsakynna. Varð það því að ráði, að af- henda staðinn Skógræktarfélagi Iteykjavíkur til varðveizlu. Verð- ur þar staðsett miðstöð fyrir skóg ræktina og þá sérstaklega með tilliti til Heiðmerkur. Eitt af skilyrðunum sem fylgdu afhendingunni til Skógræktarfé- lagsins, var, að Æskulýðsráð Reykjavíkurborgar slcyldi fá að- gang að Elliðavatni til veiða. StangveiðiklúbbUr Æskulýðs- ráðs hefur í sumar notið nokkurs góðs af þessu. Hafa fjórir hópar farið upp að Elliðavatni til veiða og hafa verið um 20 unglingar í hverjum hópi. Hins vegar hafa þeir aðeins mátt veiða á mjög takmörkuðu svæði og voru þeir ekki alls kost ar ánægðir með það. Munu nokkr- ar deilur vera uppi um veiðirétt f vatntnu og koma þar ýmsir að- ilar þar við sögu, meðal annars sumarbústaðaeigendur við vatn- ið; rafveitan og fleiri. Er í ráði að kanna nánar veiði- réttinn í vatninu í vetur, og er Voiíandi, að niðurstaðan af þ’ú færi reykvískum unglingum auk- 'in tækifæri til hinnar hollu og á- gætu stangveiðiíþróttar. Stangveiðiklúbbur æskulýðs- ráðs telur nú á annað hundrað Varað Wð skerfri aðstob Wð útlönd Bandaríkjunum, sem fer með mál er varða aðstoð við erlend ríki, David BeH, varaði Þ.jóðþingið í dag alvarlcga við I sambandi við það, að í síðustu viku minnkaði Fulitrúadeildin tillögu Kennedys forseta um aðstoð vxð erlend ríki verulega. Bell sagði, að samþykkt Full- trúadeildarinnar væri mjög alvar- leg þar eð hún kæmi fram á ;ama tíma og Sovétstjórnin mundi sennilega freista þess að auka á- hrif sín í Afríku og Asíu. Þetta stafaði af því, að dregið hefði úr spennu eftir undirritun Moskvu- samningsins um takmarkað til- raunabann. Þar við bætist, sagði Bell, að deila valdhafanna í Moskvu og Peking mun leiða til þess, að bæði Rússar og Kínverjar munu keþp- ast um að auka áhrif sín í van- þróuðu ríkjunum. t Framhald á 3. síðu. ' WASHINGTON 29.8 (NTB-Reut ær). Forstjóri nefndar þeirrar í Sáttafundur í farmannadeilu SÁTTAFUNDUR var í far- mannadeilunni í gærkvöldi. Átti þá sáttasemjari fund með fulltrúum Félags fram- reiðslumanna og Félags mat retðslumanna ásamt fulltrú- , um skipafélaganna. I kvöld ec ráðgerður fundur með fullírúum háseta og yfir- manns á kaupskipunum, en j verkfall hefur verið boðað f 1. september, hafi samning- ar ekki náðst fyrir þann tíma. meðhmi. Hafa þeir meðal annars stundað sjóstangaveiði sunnan Hafnarfjarðar. Hefur sú veiði ver ið afar vinsæl meðal klúbbfélaga. í ráði er að stangveiðiklúbbur- inn fari í veiðiferð í Kleifarvatn á laugardaginn og eru piltarnir í Stangveiðiklúbb æskulýðsráðs beðnir að hafa samband við æsku lýðsráð. AMHWtmUMHMMmMMIW Þurfti aðeins stærra rúm (NTB-RB). Lyndon B. Johnson, vara- forseti Bandaríkjanna, lét í Ijós ósk um, að húsgögnin á þeim tveim hæðum Hótel Royal í Kaupmannahöfn, er hann fær til umráða meðan liann er í Danmörku, yröú fjarlægð, að því er eitt Kaupmannahafnarblaðanna hélt fram síðdegis í dag. Bandaríska sendiráðið sagði í tilefni af fréttinni: Sagan um óánægju varafor- setans með húsgögnin á Hót- el Royal er alger misskiln- ingur. Sendiráðið skýrði frá því, að Johnson fengi langt rúm , til þess að sofa í vegna þess hve hann er sérstaklega hár maður vexti, 1,93 cm. Sendiráðið sagði ennfrem- ur, að herbergi varaforset- ans yrðu búin liúsgögnum frá öðrum deildum gistihúss ins. Varaforsetinn væri því ekki óánægður xneð stíl hús- gagnanna. MMUMMMMWW Rússncska hafrannsóknaskip- ið Bolus kom til' Reykjavíkur í gær, og mun vera hér um 3-4 daga. Það hefur undanfarið verið að rannsóknum í Vestur- Atlantshafi, en hingað kemur það frá heimahöfn sinni Kalin- ingrad (sem áður nefndist Köningsberg.) Við áttum þess kost í gær að ræða stundarkorn við skip- stjórann og skoða skipið. Það vakti athygli, að allir yfirmenn bera geysi skrautlega einkenn- ingsbúninga, og skýrðist það, er skipstjói-inn upplýsti, að formlega heyrði skipið undir rússneska herflotann, enda þótt það væri byggt sem hafrann- sóknaskip. — Við erum eigin- lega ekki annað en leigubíl- stjórana fyrir vísindamennina um borð, förum hvert, sem J>eir skipa okkur, sagði skipstjórinn, Boris Kotsegub, miðaldra mað ur, lágvaxiim og hýrbrosandi. — Ég er fæddur og uppalinn suður í Úkraínu, óraveg frá sjó. En frá barnsaldri dreymdi mig um hafið, það rann fljót rétt hjá heimili mínu, en ég vildi komast á úthafið. Og nú er ég kominn hingað. Skipið má heita nýtt, smíð- að í fyrra í Rostock í Austur- Þýzkalan(3i, eftir rú^sneskum teikningum. Það er tæplega 7000 smálestir að stærð, 112 metrar á lengd, 14 metrar á breidd og ristir G metra. Það virðist mjög nýtízkulegt og allt er fágað og fínt. Víða eru myndir af sovézkum leiðtogum og á áberandi stað er brjóst- mynd af Karl Marx. Á skipinu er 80 manna áhöfn og 30 vísindamenn, veðurfræð- iugar, haffræðingar og efna- fræðingar. Við spurðum hvort nokkuð væri fengist við rann- sóknir á fiskgöngum, en skip- stjóri svaraði því neitandi. — Það næsta, sem við kom- umst að því, er þegar fiskur er á borðum! Rannsóknirnar beinast einkum að veðurfari og athugunum á hafinu sjálfu. í sumar höfum við verið við rannsóknir á vestur hluta At- lantshafs og verðum nú að rannsóknum við ísland og norð ur um. Að sjálfsögðu geta ýms- ar niðurstöður athuganna vís- indamanna á skV'pinu kúmið fiskimönnum til góða. En veð- urathuganirnar eru mikllvæg- astar. Það eru margar konur á skip inu og við spyrjum hvað þær vinni. — Þær eru bæði meðal á- hafnarinnar og npkkrar eru vísindakonur. Flestar vinna í eldhúsi og matsal. Konurnar eru mjög duglegar og taka starfið mjög alvarlega, — það er varla hægt að spjalla við þær að gagni sumar, segir skipstjórinn og 'hlær. Skipstjórinn fer að sýna okkur skipið. Við komum í rannsóknarstofurnar. Veðurat- hugunarstofan er vel búin ýmsum tækjum, og efnarann- sóknarstofan er eins og efna- rannsóknarstofur eiga að vera. — Það getur verlð að alffr skipstjórar lofi skip sitt, segir skipstjórinn, — en ég ;%st ekki annað sagt en að öll aðstaða í þessu skipi sé góð. Áhöfnin sefur í tveggja manna klef- um, fullkomin lofíræsting er í öllu skipinu, og þótt lengi sé verið úti í einu þá eru hér ýmis þægindi, sem auðvelda mönnum útivistina. Við segjum á skipinu að hér séum við heima, en í landi gestir. Skipstjórinn fer svo að tala um Iönd sem hann hefur heim- sótt og getur ekki orða bundizt yfir þeirri sjón, er ísland reis úr sæ með jöklum og bláum fjöilum. — Ég hef varla séð stórkost- legri sýn en ísland frá hafi. Það var yfirþyrmandi. Og ég fékk strax þá hugmynd, að sú þjóð, er hér byggi hlyti að vera mannleg og sterk. í vor komum við til Bermudaeyja. Þar er landslag suðrænt og ó venjulegt fyrir okkur, en mér finnst meira til um ísland. Hér ríkir norðrið í allri s'nni tign. Og siglingin inn Faxaflóa var dásamleg. Víð öll þessi góðu áhrif bættist svo það, að fyrstu orðin sem ég heyrði íslendinga segja er ég sté á Iand var „Vel komnir félagar“ sagt ó i*ússn- esku. Eftir þessa fögrn ræðu er hæfilegt að skála í vodka. En skipstjóri heldur áfram að lofa ísland og ekki sizt að hafa fengið leyfi til þess að taka hér vistir og vatn áður en hald ið er í frekari rannsóknir um Noröurhöf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.