Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 2

Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 2
MJ0LNTR. 18 Heilbrigðismál. Það er ekki alment verið að þreyta blaðalesendur hjer á landi með grein- um um þetta efni. Stgr. iæknir Matt- híasson hefir opt ritað góðar hugvekj- ur um heilsufræði o. s. frv., en það er önnur hlið málsins, sem að jeg sjer- staklega vildi minnast á. Það er af- staða hins opinbera til beilbrigðismál- anna. Það er víst, að miklum framförum hafa þau mál tekið nú á síðustu tím- um og er það sjerstaklega að þakka hmum dugandi landlæknum og kenn- urum læknaskóla, en þó er eitt, sem alveg hefir orðið útundan, og það eru spítalamálin. En á því eiga læknarnir litla sök. Hjer á landi eru auk Heilsu- hælis, Holdsveikraspítala og Geðveikra- hælisins ca. n spítalar og allir litlir, en þar af 4 þeir beztu útlendir. Eng- inn af spítölum þessum — að einum undanteknum — tekur yfir 20 sjúkl., en flestir mikið minna. Þetta eru litlir spítalar og nægja aðeins einu litlu hjeraði og í rauninni væri æskilegast að hæli væri í hverju hjeraði. En sum- staðar hagar svo til, eins og t. d. í Eyjafjarðarsýslu, að nóg sje að einn sje spítalinn, en hann verður þá að vera stærri. Flestir, ef ekki allir, íslenzku spít- alarnir eru undir stjórn sýslu- og bæj- arstjórna og ræður spítalanefnd kosin af sýslunefnd og bæjarstjórn málefn- um spftalanna. Ekki verður af neinu sjeð, að þessar nefndir hafi augun op- in fyrir því, hvað til þess þarf, að spítalarnir sjeu sjúklingunum til gagns, og að læknirinn geti komið að fullum notum. Svo naumt er þeim skamtað. Það er þá fyrst að geta þess, að læknunum er gert aigerlega ókleyft að hafa nokkura vísindalega rannsókn um hönd. * Það er t. d. ókleyft að ákveða um flesta gerlasjúkdóma, en allir sjá hvers vírði það er að geta sagt með vissu um næman sjúkdóm, hvers eðl- is hann sje; bæði með tilliti til sótt- varnarráðstafana og meðferðar. Sama er að segja um meinsemdir og æxli. Læknarnir verða að byggja á líkindum þar sem kostnaðarlítið væri að fá fulla vissu fyrir. Hjer vantar allsstaðar : Smásjá, smá- skera (míkrotoni), næringarefni gerla, hitageymi (thermostat) o. s. frv., alt þetta er nauðsynlegt hverjum spítala, en þessi tæki eru svo dýr, að læknar geta eigi keypt þau af þeim sultar- launum, sem þeim eru goldin. Aptur á móti eru þetta eigi nein tilfinnan- ieg útlát fyrir sýslusjóð. Það er hart fyrir læknana að geta eigi notað þekk- inu sína vegna þess, hve lítill gaum- ur er gefinn þörfum þeirra og hve lít- ils virði mannslffið yfirleitt er metið hjer á landi. Er leitt til þess að vita, að við skulum eigi vera lengra á veg komnir í þesSum efnum en hinar al- ræmdustu af Balkanþjóðunum. En það er bitur sannleikur: Hjúkrun sjúklinga og aðbúð er ekki hóti betri en hjá Búlgörum og Svartfellingum, og er þá langt til jafnað. Spítalaleysið veldur þessu. Það er fjöldi sjúkdóma, bæði úivortis og innvortis, sem lítt mögu- v Eins og nú hagar til, er ómögulegt fyr- ir íslenzka lækna, yfirleitt, að styðja neitt að framþróun sinnar vísindagreinar og það þó verkefnið sje við hendina. En það er æði opt, legt er að lækna utan spítala og ber margt til þess. Valið matarhæfi (diæt). nuddlækningar, böð og rafmagn er nauðsynlegt við fjölda sjúkdóma, en er erfitt að koma við í heimahúsum í kaup- stöðum, ókleyft til sveita. í öðru lagi vildi jeg taka það fram, að spítölum landsins er svo naumt lagt til, að matarhæfi og hjúkrunar- gögn þeirra eru langt frá því að vera í svo góðu lagi, sem æskilegt væri. Maturinn tæplega svo góður eða vel fram borinn sem hann þyrfti að vera; en það liggur í því, að matsalan er — með því fyrirkomulagi, sem nú tíðkast víðast hvar — gróðafyrirtæki spftalaráðsmannsins eða matreiðslu- mannsins. Það er því eðlilegt að hann kaupi sem ódýrast íæði og leggi sem minnst í kostnað, sem hægt er. Þetta fyrirkomulag er illt og ættu spítalarnir sjálfir að taka að sjer matarsöluna og launa bryta. Það er undarlegt, hvað lítið er gert hjer á iandi til þess að gera spítalana aðlaðandi fyrir sjúkl. Stofurnar eru víðast dimmar og drungalegar og lítið gert til þess að ljetta sjúkl. í skapi, en það gera fyrst og fremst bjartar og sólr/kar stofur og laglegir innan- stokksmunir. Ekki hef jeg sjeð neitt tillit tekið til þessa nema á einum eða tveim stöðum. Þá er eklan á hjúkr- unarkonum. Utan Reykjavfkur má full- yrða, að hvergi sjeu til lærðar hjúkr- unarkonur nema í Vestmannaeyjum og Fáskrúðsfirði? Svo má eigi lengur til ganga. Það er raunar vfst, að til eru þær konur, sem eru eins og íæddar til að stunda sjúka, en það er und antekning. Hjúkrunarkonurnar verða að vera uppaldar til starfa síns á spft- ölum, því að mörg eru handtökin, sem læra þarf, svo og stundvfsi og hrein- Iæti, sem ekki mun um of af hjá oss. Svo er hreinlæti og hjúkrun f góðu lagi á Landakotsspítala syðra, að á- gætur skóli gæti sá spítali verið hjúkr- unarkonum, þangað til landið er orðið þess megnugt að koma sjer upp lands- spítala Svo er nú komið þekkingu og mennt- un íslenzkra lækna, að allir eru þeir fullfærir að gera flesta þá skurði, sem fyrir koma, Það sem veldur, að ekki er meira að gert, er spítalaleysið. Hið sama veldur og því, að eigi verður meíra ágengt með fjölda innvortis sjúk- dóma. Hverja þýðingu þetta hefir íyr- ir landið er eigi gott að reikna í töl- um, en margur maðurinn týnir lífinu fyrir spítalaleysi og íllar samgöngur. Okkur íslendingum verður opt tíð- rætt um hina miklu menning vora og teljum oss í fremstu röð menningar- þjóðanna, en þetta er aðeins »udi eg- en Indbilding.« Meðan mannúðin er ekki á hærra stigi hjá oss — en heil- brigðis.rál og meðferð á þurfalingum eru ekkert annað en mannúðarmál — getum vjer með engu móti staðist samanburð, hvorki við frændur vora á Norðurlöndum nje aðrar menningar- þjóðir heimsins. Heilbrigðismálin eru beztiinælikvarðinn á menning og mennt- un þjóðanna, en þau eiga langt í land hjá oss, enn sem komið er. St. Samgöngumálin. Alþýða manna hefir gefið samgöngu- málum vorum meiri gaum þetta sfð- asta ár, en dæmi eru til fyrri. Ber einkum tvent til þess. Fyrst er stofn- un hins íslenzka eimskipafjelags, sem dregið hefir athygli allra hugsandi manna að þessum málum, og svo far- og farmgjaldshækkun dönsku eim- skipafjelaganna hins vegar, og tilraun hins »Sameinaða« til að kúga þing og þjóð, og makk þeirra íslendinga, sem hafa stutt að þessu, við útlend stóreignafjelag, og óþarfa tilslakanir stjórnarinnar í samgöngumálunum. f’egar vjer athugum samgöngurnar frá 1908 til síðustu áramóta, getum vjer ekki komist hjá að bera þá spurn- ingu fram, hverjar orsakir sjeu til þess, að vjer urðum að sæta þeim afarkost- um, með strandferðir og millilanda- ferðir sfðasta ár, eins vel og þó var í pottinn búið fyrir oss með 10 ára samninginum, er fyrv. ráðherra Björn heit. Jónsson gerði við Thorefjelagið og hið Sameinaða 1909. Vjer getum ekki látið hjá Iíða að bera saman sam- göngur vorar á sjó árin 1909—’ 10 og ’ll, við þær samgöngur er vjer höfð- um síðasta ár, en það getur því mið- ur ekki orðið nema ófullkomið yfirlit að þessu sinni, Árið 1909 borguðum vjer 30 þús. kr. (sbr. Landsr. 1909, bls. 57), fyrir samgöngur á sjó. Þá höfðum vjer 3 millilandaskip, sem fóru 26 ferðir með 23 viðkomustöðum. Til strandferða höfðum vjer þá 2 skip sem fóru 8 ferðir vestur um land milli Akureyrar og Reykjavíkur með 43 við- komustöðum, og 7 ferðir austur um land með 33 viðkomustöðum. 1910 borguðum vjer 60 þús. kr. auk 6000 kr. fyrir póstflutning en þá höfðum vjer 7 millilandaskip, er fóru 65 ferðir með 46 viðkomustöðum, einnig 3 strandferðaskip er fóru 25 ferðir með 102 viðkomustöðum. Pá fengum vjer Hamborgarferðirnar og hringferðirnar kringum land. 1911 höfðum vjer 68 millilanda- ferðir með 50 viðkomustöðum, strand- ferðir hinar sömu og áður. Og 1912 var samgöngunum eins háttað, nema hvað millilandaferðir voru nokkru færri. Öll þessi ár var far- og framgjald hið sama og 1908, þótt hvortveggja stigi annarstaðar í Evrópu. Matfrelsi höfðu farþegar milli hafna og samgöngurnar voru að öðru leyti hinar æskilegustu eptir atvikum. Hversu vjer höfðum þá góðar samgöngur, fyrir jafn lágt til- lag úr landssjóði, meigum vjer þakka hagsýni og röggsemi Björns heit. Jóns- sonar, þó hann fengi skammir fyrir framkvæmdir sínar í samgöngumálun- um, eins og reyndar allt annað, er hann, sem ráðherra gerði þjóð vorri til sóma og hagnaðar. Pá komum vjer að árinu 1913. Pá höfðum vjer ekki nema 3 millilanda- skip, sem fara 26 ferðir með 28 við- komustöðum. Strandferðaskip höfum vjer 2 með 17 ferðum og 55 við- komustöðum. Far- og farmgjald hækk- ar geypilega og farþegar verða nauð- ugir viljugir að kaupa fæði milli hafna, á strandbátunum líka. Áður var lág- mark á farmgjaldi 0.50 en s. I. ár 1.00. Vjer hirðum ekki um að sýna far- og farmgjaldshækkun með tölum. Al- menningi er það svo ljóst, að óþarft sýnist að þreyta lesendur vora með því. Fyrir hinar bágbornu ferðir 1913 borguðum vjer 71 þús. kr. úr lands- sjóði, og þó er það ekki mikið í samanburði við hið óbeina gjald er vjer höfum mátt borga í far- og farm- gjaldshækkun. Fjárglöggum þingmanni hefir reiknast til að sú upphæð nemi minst 200,000 kr., á ári. Til þess að borga þá upphæð þyrftu 30 meðal bændum í Eyjafirði að selja sauðfjár bústofn sinn, og veitti ekki af. Fegar vjer athugum þetta er hjer hefir verið drepið á, er ekki ástæðu- laust að spyrja, hvers vegna ráðherra íslands, gætti ekki betur hags landsins, í samningunum við hið Sameinaða fyrir síðasta ár. Hvers vegna leysti hann Thorefjelagið skilyrðislaust frá samningnum frá 1909. Til þess hafði hann enga heimild frá þinginu 1912. Að minsta kosti sýnist svo að Thore hefði átt að flytja póstflutning endur- gjaldslaust. Ráðherra hafði einnig ein- ungis heimild til að gera samning um sírandferðir fyrir 1913, og þótt þær hefði ekki fengist án einhverra ívilnana á millilandaferðunum, er ekki hægt að sjá, að ráðherra hafi þurft að flýta svo mjög samningi um strandferðir 1913, þar sem þær hófust ekki fyr en í apríl það ár, en ráðherrann var bú- inn að semja og kominn heim til Rvíkur í desember 1912. Og þegar tekið er tiHit til þess, að þegar ráðherrann kom úr utanför sinni í des. 1912, leitaði hann álits margra þingmanna á »grútn- um« svonefnda, sýnist ekki fráleitt að hann þá um leið hefði ráðgast um samgöngumálin við þingmenn. En þetta gerði ráðherrann ekki, og í stað þess, að halda Sameinaða við samninginn frá 1909, þrýsta Thore til að sigla fyrir sama gjald og áður og fresta samningi um strandferðir fram yfir desemberfundinn 1912, eða að minsta kosti að gera tilraun til þess arna — en það sjest ekki að hann hafi gert — fær hann Sameinaða öll völd í hendur á samgöngumálasviðinu, til stórtjóns fyrir land og Iýð. Þetta er auðvitað alt í fullu sam- ræmi við stefnuskrá núverandi ráðherra og stjórnarflokks. Að binda oss á allar lundir við alt það sem danskt er, loka augunuum fyrir flestu, er íslandi má x hag koma, og sitja við völdin í landinu meðtilstyrkrígbundinnar stjórn- málaflokksklíku, þrátt fyrir markskon- ar vantraustsyfirlýsingar frá þingi og þjóð. Það er ekki sjeð í það, þó þjóð vorri blæði sáran undan dönsku fjötr- unum í samgöngumálunum og víðar. Eftir er að vita hvort þjóðin verður búin að gleyma þessu ásamt svo mörgu öðru, þegar til þingkostninga kemur 11. apríl næstkomandi. Pá svarar þjóðin. „Nú er heima!“ Hinn setti bæjarfógeti hjer hefir gert þá uppgötvun að ekki sje nema einn föstudagur f janúarmánuði. Hefir hann nú birt alþjóð þessa uppgötvun sína í auglýsingu í »Norðurlandi« 19. þ. m. og er svo að sjá, sem tilætlun- in hafi verið að láta dánarbú eitt, sem er undir skiftum, »borga brúsann«, en hvernig um það fer er vansjeð, því hætt er við að allir verði eigi á eitt sáttir um »vizku« þessa. Gdttaþefur,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.