Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 3

Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 3
10 MJ0LNIR. Vatnsleiðslumálið. Það hefir dregist furðu lengi fyrir verkfraeðingi landsins, að semja áætlun um kostnað við vatnsleiðslu handa Akureyrarbæ, en þó er nú svo langt komið, að áætlun þessi er komin og var hún tekin til meðferðar á bæjar- stjórnnrfundi 20. þ. m. Kostnaður við vatnsleiðsluna er áætlaður kr. 63000,00 Vatnið á að taka or lindum fyrir of- an Hesjuvelli, Ieiða það í pípum ofan hjá Barðsgili, leggja svo þaðan tvær álmur, aðra inn í bæinn ofan með Spft- alavegi, en hina ofan með Eyrarlands- vegi og þaðan á Oddeyri. Vatnsþörf bæjarins er áætluð 63/4 lítra á sek. og er áætlað að pípurnar flytji fullkom- lega svo mikið vatn. Slökkvistútar (Brandhanar) eru áætl- aðir 40—50 í sambandi við vatnsleiðsl- una; eiga þeir að flytja 2 lítra á sek- úndu, og mega þó notast 3 f einu, ef þörf gerist. Vatnið í lindunum fyrir ofan Hesju- velli, er, að dómi Ásgeirs efnafræðings Torfasonar, mjög gott og heilnæmt, og engar likui til að það þverri nokk- urntíma ársins. Áætlun verkfræðings fylgdi nákvæm- ur og skýr uppdráttur af vatnsleiðsl- unni. ' Bæjarstjórnin samþykti að gera hið bráðasta útboð á pípum til vatnsleiðsl- unnar. Einnig var vatnsleiðslunefnd fal- ið að reyna að útvega verkfræðing hið bráðasta, til að veita verkinu forstöðu. Búist er við að byrja á verkinu svo fljótt sem tíð Ieyfir í vor. Það mun öllum gleðiefni, að þetta mál er þó svo langt komið, sem það nú er. Menn eru svo lcngi búnir að þrá gott og nóg vatn, að nú mætti virðast líklegt, að svo mætti heita að vatnið væri á næstu grösum. Og ef ekki koma einhverjar ófyrirsjáanlegar hindranir, er útlit fyrir að Akureyrar- búar hafi fengið vatnið inn til sfn snemma á næsta hausti. Og verði svo, sem vjer höfum fulla ástæðu til að vona, er ekki auðvelt að meta til verðs þau hlunnindi, er þvf verður samfara. Þægindi, þrifnaður, heilbrigði; alt þetta verður nýju vatnsleiðslunni samfara. Eldhættan, sem altaf vofir yfir oss, hverfandi, lítil og siðmenningarsporið, sem vjer stígum með þessu fyrirtæki, miklu stærra en margur gerir sjer ljóst. Vjer höfum fulla ástæðu til að fagna framgangi þessa velferðarmáls vors. Bœjarbúi. Kröptum eytt að óþörfu. Það var einkennilegt mál, sem bæj- arstjórn Akureyrar hafði til meðferðar á sfðasta fundi. Maður, sem hefir í hyggju að byggja viðbót við hús sitt hjer í bænum, snýr sjer til veganefnd- ar og leitar álits hennar um það, hvort hin fyrirhugaða bygging komi að nokkru leyti í bág við fyrirhugaða vegalagn- ing í bænum. Veganefnd skýtur á fundi með sjer og kemst að þeirri niður- stöðu, að svo sje ekki, og leggur svo málið fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjórnin þrefar um málið fullan klukkutíma, og kernst loks að þeirri niðurstöðu, að ekki sje hægt að ræða málið f bæjar- stjórn, þar sem hin fyrirhugaða bygg- ing eigi að standa á lóð, sem bærinn eigi, og aldrei hafi verið sótt um að fá hana á Ieigu, gefins eða til sölu. En hin háttvirta bæjarstjórn þurfti að eyða löngu þrefi um »skegg keis- arans<, áður en hún komst að þeirri niðurstöðu, að málið hlaut að hafa þann eðlilega gang, að fyrst átti að fá leyfi bæjarstjórnar fyrir lóðinni, þar næst leyfi til að byggja, og svo að leita á- lits vega- og bygginganefnda. Væri úr vegi að bæjarstjórnin hefði það hug- fast, að nota fundartíma sinn til ann- ars þarfara, en að ræða mál er hennt koma ekkert viðf Nóg er látið trass- ast samt. Tlmasár. >^á Af Eyrinin. y^ Leikhúsið. Þar er nú byrjað að undirbúa sýningu »Ljenharðar fógeta* og er búist við að hann verði sýndur um miðjan næsta mánuð. — Leikhúsið ber sjálft kostnaðinn við leikinn, en aðalhvatamaður þess, að hann verði sýndur er herra Hallgr. Valdimarsson skrifari. Afmœlisfagnað mikinn hafði kvenfje- lagið »Framtíðin« 13. þ. m. í minn- ingu þess að þá voru liðin 20 ár frá því fjelagið var stofnað. Höfðu fjelags- konur boðið til sfn vinum og vanda- mönnum til samíagnaðar á »Hotel Ak- ureyri*. Var það fjölmenni. Fyrst var sezt að snæðingi og sam- ræðum, en síðan stiginn dans eftir hljóðfalli. Með söng skemtu þeir fólki Chr. Möller og Sig. Einarsson dýra- læknir, og fleira var þar af ágæti. — Geta meðlimir þessa fjelags öðrum fremur gert sjer glaða stund með góðri samvizku, því ótaldir eru þeir smælingjar, sem það hefir huggað og glatt á þessu 20 ára æfiskeiði sínu. Söngskemtun sína endurtók Chr. Möller fyrra sunnudag, n. þ. m., hjer í leikhúsinu. Fór hún vel fram sem fyr og var margmenni þar saman komið. Sigvaldi kaupm. Þorsteinsson hefir fengið leyfi bæjarstjórnar til að byggja steinhús, þar sem »Verzlun Alaskac stóð á Oddeyri. Ágæt tfð síðan á nýári. Stillur og frostleysi alla daga og nætur. Dáinn er á Oddeyri Stefán Jónas- son verkamaður. Hafði verið farinn að heilsu tvö síðastl. ár. Bœjarstjórnarkosning fór fram hjer í g;ær. Var kosinn einn maður f bæjar- stjórnina í stað Bjarna bankastjóra Jónssonar, er lausn var veitt frá starfa sínum hjer um daginn, og fyrir þann tíma, er hann átti eftir (c. 1 ár). Kosningu hlaut Björn yfirdómsmaður Líndal. Hvað sem um úrslit þessarar kosn- ingar að öðru leyti má segja, verður að telja það happ út af fyrir sig, er þessi maður náði kosningu, að hann er lögfrœðingur — nú sá eini í bæ- jarstjórninni. Að enginn lögfræðingur ætti þar sæti hefði getað orðið bænum að reg- intjóni og bæjarstjórninni til stóróþæg- inda með þeirri óskapa fávizkustjórn, er hún nú á við að búa úr oddvita- sætinu. Frá varðstöðvunum. Blaðamönnum vorum hefir opt ver- ið brugðið um það, að þeir ljeti margt fjúka, sem hefði við lítil rök að styðjast, og verður því ekki með öllu neitað. En þó fer því fjarri, að rjett sje að skella skuld þessari jafnt á alla. En einmitt vegna þess, að þessi trú er svo rík hjá fjölda manna, eiga, þeir sem vanda orð sín og fylgja sannleikanum, opt hvað örðugast uppdráttar; verk þeirra koma ekki að hálfu gagni, og vel ef þeim er nokkur gaumur gefinn. Einkum eru það þeir, sem fást við blaðamensku án þess að hafa nokkra hugsjón að berjast fyrir, og virðast einungis gjöra það, til þess að hafa eitthvað til að mata gogginn á, sem er það einkar títt, að grípa til þeirra óyndisúrræða, að láta flest fjúka, án þess að taka tillit til þess, hvort það, sem þeir segja, hefir við nokkur rök að styðjast og hvort þeir, sem blöð þeirra lesa, græði nokkuð á því eða ekki. Svo mætti þó ætla, að flestir þeir, sem gjörast leiðtogar þjóðarinn- ar, ættu að vera gæddir svo mikilli sómatilfinningu, að þeim stæði ekki algerlega á sama um það, hvort þeir færu með rangt mál eða eigi. En það lítur nærri því út fyrir, að sumir þess- ara manna, sem svo þrungnir af kæru- leysi gagnvart þessu atriði, að þeir eigi afar örðugt með að gjöra sann- leika og lygi nokkuð misjafnt undir höfði, eða þá að þá vantar algerlega vilja til þess. Eitt hið ljósasta dæmi þess, að þetta sje ekki sagt að ástæðulausu, er grein- arkorn, sem stóð í 36. tbl. Norðra f. á. Sú grein er ein af þeim endemis- greinum, er blaðið hefir flutt um að- flutningsbannslögin, síðan bl. Norður- Iand slapp úr höndum bindindismanna hjer á Akureyri. Aður virðist blaðið ekki hafa þorað að láta til sín heyra, en er það áleit bindindismenn hjer standa vopnlausa, — eða verjulausa rjettara sagt, — fyrir, sýnist hetjumóð- urinn hafa vaknað, en gleymst þó um leið að rumska við sannleiksástinni. Eða var hún ekki til i kotin? Grein þessi er árás á brautryðjend- ur bannlaganna og framkomu þeirra fyrir atkvæðagreiðsluna 1908. Hrúgar blaðið þar upp þeim fyrnum af lyg- um og álasi, að furðu gegnir. Templarar hafa þá átt að ausa út fje í vitleysu, málsvarar þeirra og þjónustumenn »hálfveiklaðar og vitlausar konur og karlar*, alþýða manna login full og blekt á allar lundir, og málið drifið gegnum þingið með óhemju ofsa og öfgum, og þar fram eftir götunum. Þetta krefst ekki mótmæla, enda er það ekki ætlun mín að virða þetta svars, þó vera kynni að einhverjum yrði að leggja trúnað á orð blaðsins, en þó er eitt atriði í þessu máli, sem ekki er rjett að ganga fram hjá þeg- jandi. Grein þessi virðist rituð i tilefni af því, að ísafold flutti í haust grein- arkorn eptir Indriða skrifstofustjóra Einarsson, þar sem hann er að mæl- ast til þess, að góðir menn styðji hlutaveitu, er Templarar í Reykjavík hjeldu fyrir útbreiðslusjóð Reglunnar. Norðri virtist þá fyrst vakna upp við vondan draum og verða það ljóst, að bindindisbaráttan á íslandi hafi kostað peninga. Blaðið hefir enga hugmynd haft um það, að það kost- aði peninga, að halda uppi bindindis- starfsemi meðal þjóðarinnar. Veit ekki að Reglan hefir gefið út fjölda af flug- ritum bindindis- og bannmálinu til stuðn- ings, og margt af þeim ritum er eitt- hið bezta, er út hefir komið á síðari árum. Og það sem einkennilegast er af öllu. Blaðið veit ekki, að á hverju stórstúkuþingi eru lagðir fram reikn- ingar yfir allt það fje er notað er í þarfir bindindismálsins, og að þeir reikningar eru prentaðir í stórstúku- þingstíðindunum, og þau eru öllum til sýnis, er vilja leita sjer upplýsinga í þessu máli. Blaðið nennir ekki eða vill ekki, leita sjer þessara upplýsinga, en eys óþverra á báða bóga yfir þá menn, sem vinna að velferð og þroska þjóðarinnar. Er þetta dæmi ljós vottur þess, hve margir þeir, sem um lands- mál rita, eru gersneyddir öllum vilja til að byggja orð sín á rjettum grund- velli. Líka er eigi rjett að láta þess óget- ið, hversu þjóðspillandi slíkar ritsmíð- ar, sem hin áminsta grein, eru. Blaðið hlakkar yfir því, að gamla víkinga- blóðið muni enn renna í æðum ís- lendinga, ogþeir muni upp úr því vaxnir að hlýða landslögum. Blaðið skorar þar með óbeinlínis á þjóðina, að brjóta þau lög er henni sýnist, og er þá langt gengið á braut siðmenningar- leysis og lasta. Og hvað segir svo þjóðin um öll þessi boðorð? Skyldi þeim mönnum og málgögn- um þeirra í nokkru treystandi, sem þannig breyta í einu mesta velferðar- máli þjóðarinnar? Væri nokkuð úr vegi að gagnrýna framkomu þeirra í öðrum þjóðmálum, og sjá hvort fleira er þar á sömu bók lært? Má vera að vikið verði að því síðar. Pað nægir í bráð- ina að láta þess getið, að slíkar grein- ar, sem áminst Norðra grein er, og þeir menn, sem bera slíkt á borð fyr- ir almenning, eiga skylið fulla óþökk og andstygð allra heiðvirðra manna, og hljóta að álítast vargar í vjeum, sem full þörf væri að hafa gát á. Velvakandi. Siglufjarðarbruninn. Svo var frá skýrt í síðasta blaði, eftir simfrjett af Siglufirði, að brunnið hefðu bækur og skjöl pósthússins þar í eldsvoð- anum á gamlárskvöld. Siðari frjetir herma svo frá, að þetta sje eigi allskostar rjett, og er það vel farið. Bsekur þessar, svo og peningasendingar, er á póststofunni lágu, höfðu verið geymd- ar í járnskáp, er talið var tvísýnt að reyn- ast mundi eldtraustur, en sú varð þó raun- in á, að alt var ! honum óskaddað, er hann kom úr eldinum. Verður fyrir þessa sök mun minna tjón af eldsvoðanum fyrir hið opinbera og eins bakar hann almenningi minni óþægindi. Má af þessu sjá, hvflík nauðsyn það er ölltim opinberum skrifstofum að hafa eld- trygga geymsluskápa fyrir verðmæt skjöl og bækur, en á því er nú vlða vðntun og örðugt hefir oft reynst að fá fje til slíkra skápakaupa. Póstafgreiðslumaðurinn og stöðvarstjór- inn, herra Jósef Blöndal, hafði beðið til- finnanlegt tjón. Eigi hefir tekist að færa fullar sönnur á, af hverju eldsvoðinn hefir orsakast, en talið líklegt að kviknað hafi í út frá reykháf, svo sem oft getur við borið, án þess að við verði vart.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.