Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 4

Mjölnir - 22.01.1914, Blaðsíða 4
MJ0LN1R. 20 Hvergi eins fjölbreytt og ódýrt úrval af Reykfóbaki og Vindlum og í verzlun Sig. SJgiu ðsson qí . Hús til sölu á Siglufirði með afarlágu verði og góðum borgunarskilmálum. Semja ber við ý\rmann Sigurðsson, Þorgeirsfirði. Aðalfundur »Gufubátsfjelags Norðlendinga« verður haldinn á „Hótel Akureyri" hjer í bænum laugardaginn pann 7. marz n. k. og byrjar kl. 6 e. h. Áríðandi er að hluthafar mæti. Akureyri, 20. jan. 1914. Stjómin. Saltfiskur fæst í verzlun Sig. Sigurðssonar. Ofnar í stofur og samkomu- hús, frá beztu verksmiðj- um á norðurlöndum, eru seldir með verksmiðju- verði í Carl Haepfners verzlun. ■^MimtniiíiiilíliiiiiimiiiimiimiMniiiHÍiiiiiiiHinÁiiMHMiiiiiiiimmiiiiiiiimiiiiiMiiiimiiHtMtiimiitimiiHiiii.. Loptskeytastöðin. Það hefir verið á það minnst í ,Ing- ólfi' ii. des. s. 1. að ráðherra væri í ráðabruggi við Dani um, að reist yrði loptskeytastöð í Reykjavík, er heíði nægan krapt til að hafa skeytasam- band við Færeyjar. Þetta ráðabrugg er megnasta fjarstæða, sem hugsast getur. Kostnaður við stöð, er hefði krapt t’.l sambands við Skotland og Noregs yrði mjög lítið meiri en á þeirri, er aðeins hefði krapt á sambandi við Færeyjar. Aptur á móti legðist tölu- vert gjald á hvert skeyti, er lengri leið ætti að fara en til Færeyja—og það mundu þau flest fara — með því að Færeyjar yrðu að taka ómaksgjald sem millistöð. Það eru töluverð lík- indi til þess, að kæmi upp öflug lopt- skeytastöð á íslandi, þá mundi ísland verða millistöð skeyta, er send yrði frá og til Vesturheims. Norðmenn íá bráðlega sterka stöð á vesturströnd- inni og er þá eigi lítill munur á að hafa nægilega styrka stöð hjer, með því ólíkt eru um viðskipti vor við Norðmenn eða Færeyinga. Þá er það ekki sízt varhugavert að varpa sjer al- gerlega í skaut þess »stóra norræna*. Eptir 12 ár eru samningarnir við »hið stóra norræna* útrunnir og eru þeir samningar eigi hagkvæmari en svo, að engi væri það skaði, að vjer þá hefð- um svo öfluga loptskeytastöð, að vjer gætum sýnt þeim góðu herrum, að vjer værum eigi upp á þeirra náð komnir. Sá virðist nfl. tilgangurinn, með þessu ráðabruggi, að negla oss algerlega á krossinn hjá Dönum , reyia svo allsstaðar að oss, að vjer getum hvorki hreyft legg nje lið. Þá er hæg- ur nærri að húðstrýkja okkur eptir á. Það er ekkert, sem mælir með þess- ari stöð. Ekki er lengur hægt að strá því f vitin á fólki, að svo skammt sjeu loptskeytin á veg komin, að eigi sje full vissa um, að þau nái áætlunarstað sínum á lengri vegalengd. Loptskeyti eru daglega send margfalt lengri leið og svo nákvæm er samstilling mót- töku-verkfæranna orðin, að ekki er nokkur hætta á, að þau fari annað en þeim er ætlað; það má sem sje sam- stilla upp á sveiflu. Loptskeytamálið er framtfðarspurs- mál og megum vjer íslendingar ekki binda oss þann veg í því máli, að vjer verðum eptirbátar annara þjóða þar; það er ekki sjeð enn, hverju við get- um tapað við það. Hitt er skiljanlegt, að »hið stóra norræna« geri sitt til að halda oss. Því er sennilega ekkí vel við vöxt og viðgang loptskeyt- anna. — Það er fortfð að berjast við nútíð. — Loptskeytin ryðja sjer óðfluga braut. en síminn er brátt úreltur. O « er því nauðsynlegt að fá þannig lagað loptskeytasamband við heiminn um- hve fis oss að ti! nokkurrar frambúð- ar megi verða; en eigi það að verða, er vfsast að einhver yrði heppilegri til samninga en »hið stóra norræna* eða Danir. n. Vantraust. Vatnsleiðslunefnd Akureyrarbæjar lagði fram tillögur í vatnsleiðslumáli- nu á síðasta bæjarstjórnarfundi, sem að mörgu leyti voru mjög hyggilegar. En þó var þar eitt atriði, er ekki er vert að láta sig engu skifta. Nefndin lagði þar til að leitað yrði eftir að fá verkstjóra utan Akureyrarbæjar til að standa fyrir grefti á vatnsleiðslu- skurðinum fyrirhugaða, og gerði jafn- framt ráð fyrir að fá verkafólk frá Reykjavfk til að vinna eð lagningu vatnsleiðslunnar. Jafnframt gaf nefnd- in það í skyn, að lítil ástæða væri til að leitast fyrir um verkafólk hjer á Akureyri. Það vildi ekki vinna um síldartímann, nema fyrir afarhátt kaup og væri ósanngjarnt í kröfum sínum. Um verkstjóra við skurðgröftinn fanst henni ekki vera að tala hjer nærlendis. Gaf einn nefndarmanna þær upþlýs- ingar, að nefndin hefði loforð lands- verkfræðingsins fyrir því að útvega henni bæði verkstjóra og verkafólk frá Rvfk og gaf þar með í skyn, að verkamenn Akureyrar þyrftu ekki að að ætla sjer að ráða kaupgjaldi við vatnsleiðsluna. Ekki er gott að segja, á hverju hin heiðraða vatnsleiðslunefnd byggir þessa fáránlegu tillögu sína Og hvað kemur henni til að álíta að heillavænlegt sje að taka bitann frá munni bæjaibúa til að stynga honum upp í munn ein- hverra annara manna, sem ekkert koma bænum við. Nefndinni er þó lík- Iega ljóst, að það, sem mest stendur verkamönnum Akureyrar fyrir þrifum, er atvinnuskortur og ekkert annað. Einnig ætti nefndin að vita, að verka- menn hjer vinna möglunarlaust fyrir afarlagt kaup mestan hluta ársins Og í þriðja lagi œtli nefndinni að vera það ljóst, að peningar þeir, sem verka- mönnum Akureyrar eru goldnir fyrir vinnu þeirra, renna inn í bœinn, en ekki út úr honum. Og svo miklir hagíræðingar skipa þó vatnsleiðslu- nefndina, að ætla mætti að þeir sæju það, að rjettara er að láta fje bæjar- ins renna til íbúa hans, en að kasta þvf í aðkomufólk. sem engan ey,i legg- ur til bæjarins þarfa. Þá er að athuga verkstjóraleysið, Það hljóta allir heilskygnir menn að viðurkenna, að þar fer nefndin með helbera vitleysu, er hún heldur því fram, að ekki sje til maður á Akur- eyri eða í nágrenninu, sem fær sje að segja fyrir verkum við gröft á vatns- leiðsluskurðinum. Hvernig haía vatns- leiðsluskurðir verið graínir hjer áður? Hafa þeir ekki verið grafnir af rjett- um og sljettum Akureyringum. Og hvaðan kemur nefndinni vizka sú, að hjer sje enginn maður, sem kann að grala skurðspotta eftir uppdrælti? Oss er fullkunnugt að hjer eru margir menn, sem eru því starfi vaxnir. Og þegar líka er tekið tillit til þess, að ætlast er til að verkfræðingur verði fenginn til að hafa umsjón með verki- nu, sýnist sjerstakur verkstjóri yfir skurðgreftinum algerlega óþarfur. Þeg- ar farið verður að vinna verkið, verð- ur verkamönnunum skift niður í smá- flokka, og hverjum flokki stjórnar svo einn maður undir umsjón og eftirliti verkfræðingsins. Þetta ætti öllum sæmilega verkhyggnum mönnum að vera Ijóst, og fyrst þörf er á að spara fje bæjarins eins og hægt er, ætti alls ekki að koma til roála að halda dýra menn einungis upp á »stáss«. En finnist hinni háttvirtu vatnsleiðslu- nefnd og bæjarstjórn það full nauð- syn að hafa þenna aukaverkstjóra, þarf hún ekkert út úr bænum til að fá hann. Þess er skylt að geta, að þessum tillögum vatnsleiðslunefndar var mót- mælt í bæjarstjórn, og er því vou- andi, að hún verði ekki látin einvöld í þessu máli. En það sem mestri undr- un sætir, er það, að nefndinni skyldi hugkvæmast þessi endileysa. Var það vantraust á Akureyringum ? Eða vill nefndin alla aðra trekar nota í þarfir bæjarins, en þá menn sem bera bæinn á herðum sjer? Vatnsleiðslunefndin leysir sjálfsagt úr þessum spurning- um, þegar til framkvæmda málsins kemur. Til þings. / Borgarfirði syðra býður sig fram til þingmensku Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri. — Hvaða flokki hann fylgir er enn ókunnugt.— / Vestmannaeyjum verður Karl Ein- arsson sýslumaður í kjöri af hálfu Sjállstæðismanna. — Hefir hann þeg- ar fengið skriflega áskorun um það frá miklum meirihluta kjósenda í Ey- junum. Mega þar heita fullsjeð afdrif þing- mannsefnis 5fl/w/ianí/sflokksins, Jóns Magnússonar bæjarfógeta og er hann þó án efa mikilhæfasti maðurinn í þeim flokki, Enda er fullyrt að hann muni hætta við að bjóða sig, fram. Sama er fullyrt um Jóh. Jóhannes- son sýslumann Seyðfirðinga og for- mann Sambamtsíi okksins á síðasta þingi. Hann kvað vera hættur við að sækja fram til þings Sjá þessir menrt sjálfsagt fyrir afdrif flokksins me$ samsuðuna daunillu og yfirgefa hann því í andarslitrunum í von um að bjarga þannig einhverju af stjórnmála- mannsheiðri sínum. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.