19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 2

19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 2
2 19. JÚNÍ ingar, Austfirðingar né Vestfirðing- ar. pað er 19. júní. J?á vinnur vér fyrir það málefni, er ofar stendur öllum öðrum og sem koma mun land- inu öllu jafnt að gagni. Og ef vér framvegis höldum áfram í sama horfi og nú, verður þetta samstarf vort besti vegurinn til þess að losa oss við metnað og hreppa- pólitík, kenna oss samheldni, og þroska oss fyrir önnur stór og yfir- gripsmikil hlutverk, er án efa bíða vor i framtíðinni. Bréf frá Vesturheimi. 570 West 156. Street, New York City, U. S. A. 10. júní 1919 Kæra ritstýra! J?ú biður mig að senda „19. júní“ fáar línur héðan að vestan, eitthvað um starfsemi kvenna. Mér dettur i hug að segja frá einu áhugamáli kvenna hér, sem hefir bent mér á eitt af því marga, sem þið heima eigið ógert, en sem ef til vill er það mál, sem ætti að liggja næst Reykjavíkur- konum af öllum hinum mörgu áhuga og framfaramálum, sem þær starfa að. Mál þetta er verndun kvenna. í því skyni eru hér ótal heimili, sem konur hafa sett á stofn, Eitt á að taka til starfa í byrjun næsta mánaðar, sem á að vera heimili fyrir útlenda kvenstúdenta. Kona sú, er tekur að sér stjórn þess heimilis heitir Susan Mendenliall og hefir áður gefið út barnatímarit, sem heitir „Everyland“. Bandalag kvenna í New-York-borg hefir meðal annars i hyggju að byggja stórt „hótel“, ekki einungis til þess að vera gististaður heldur og einnig bú- staður, um lengri og skemri tíma fyrir konur. Heimili þessi eru engin nunnuklaustur, þar sem verið sé að vernda konur fyrir lystisemdum heimsins, þvert á móti geta þau kall- ast skemtistaðir, þar sem alt er gert til þess að hlúa að öllu því sem gleður. Ameríkumenn skilja það manna bezt, að saklausar skemtanir eru ekki einungis hollar, heldur og nauðsyn- legar, einkum ungu fólki, til dæmis að taka hafa ungmennafélög þau, sem standa í sambandi við kirkjurn- ar, undir umsjón prestanna, margoft dansleiki á samkomum sínum, sem haldnar eru i samkomuhúsum þeim, sem ætið eru áföst kirkjum hér. pannig er unnið í samræmi við ósk- ir saklausra unglinga til þess að hrinda þeim ekki burt með e i n - t ó m u m prédikunum og sálmasöng; auðvitað er það einnig haft um hönd. Eitt af hinum mörgu verkefnum Bandalags kvenna í Reykjavík er að koma á fót heimili fyrir stúlkur, vinnustúlkur, námsstúlkur, stúlkur og konur af öllu tagi. pörfin fyrir það verður meiri með hverju árinu. Og það ætti ekki einungis að vera áhuga- mál Reykjavíkurkvenna heldur og allra þeirra, hvar sem er á landinu, sem senda dætur sínar eða ættingja til Reykjavíkur, hvort heldur til að vinna fyrir sér eða til náms. Höfum við ekki dæmi, sem sýna þörfina á slíku heimili, frá síðasta vetri? Slíkt, sem um tíma var blaðamál í Reykja-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.