19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 6

19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 6
6 19. JÖNÍ deyfðinni úr vegi. Um tíma leit svo út sem eigi yrði fullnægt kröfum vorum án umturnunar þjóðfélagsins. Og takið vel eftir því, að vér höfð- um ekkert fjármagn við að styðjast. Yér vöktum aldrei ótta, vér hótuðum aldrei uppreisn né byltingu. Alt mundi hafa gengið sinn vana gang þótt kröfum vorum hefði verið vísað á bug. En málefni vort hefir sigrað vegna þess að það var sanngjörn krafa; að þeir menn, sem fæddir eru í þessu landi og hafa öðlast þar sitt jarð- neska heimili, skuli eigi sæta með- ferð sem útlendingar eða gestir, en að heiti þeirra skuli vera þegn; vegna þess að það er sanngjörn krafa, að allir þeir sem landslögum hlýða, skuli og eiga þátt í að semja þau, réttmæt krafa að hver sá, er greiðir skatt skuli og eiga atkvæðisrétt um skattaálögur. En hve erfitt virtist eigi að fá þetta viðurkent, hve torsótt og seinfarið. Nú, er það er fullkomnað, virðist oss sem sigurinn sé eigi eingöngu árang- ur baráttu vorrar, en að eitthvert voldugra afl hafi gengið í lið með oss. Oss finst líkast því sem vér, með miklu erfiði og lélegum tækjum, hefðum ætlað að höggva sundur ísjaka. pað var erfið og seinleg vinna, er reyndi á þolinmæðina, því lítill sást árangurinn. En svo alt í einu var sól og vindur, regn og ylur geng- ið i lið með oss og að vörmu spori var jakinn orðinn að engu. pannig finst mörgum að þeir liafi náð óendanlega langt i viðleitni sinni i þarfir torvelds verks. Allir þeir, sem unnið hafa að framgangi fjar- lægra, lítt-hugsanlegra frelsisóska Finnlands, Suðurjótlands, Póllands og Armeníu. Allir þeir, sem unnið hafa að alheimsfriði hljóta að finna, að þeirra eigin lítilsmegandi kraftar hafa fengið óumræðilega hjálp; að viðburðir og tilviljanir vinna fyrir þá, á þann hátt er þá gat eigi órað fyrir. Og ef nú í hjörtum vorum festist sú trú að hver sá, sem hefir huga á stóru og góðu málefni og leggur líf sitt við að færa það fram til sigurs, hversu torsótt sem kann að sýnást, muni fyr eða siðar fá þannig rás tímans sér til hjálpar. Fái þessa vissa að ná festu i hugum vorum, þá erum vér að lokum komnir að því hinu stóra takmarki að skilja orð Krists þá er hann talaði um þá „trú er fjöll- in flytnr.“ Og ef vér nú ávinnum oss þessa trú, hvílíkan styrk og hvilíkt hug- rekki mun hún eigi veita oss. Hví- líkt afl mundi hún ekki verða til endurreisnar hrjáðri og hraktri ver- öldinni. Eg veit eigi hvað liér eftir verður takmark sameiginlegs starfs kvenna. Eitt er víst, að eigi þurfa þær að leggja niður vinnu vegna þess að eigi séu erfið og torsótt takmörk að þrá og keppa að. Hver mundi vilja eða megna að standa á móti konunum, ef þær nú tækju sér íyrir hendur að eyða hin- um illu öflum, er á heiminn herja, fjötra morðfýsnina, uppræta siðleys- ið, brjóta odd fátæktarinnar eða setja hégómagirnd og nautnafýsn skorður. Guð, sem skapaði manninn þannig

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.