19. júní - 01.08.1919, Blaðsíða 1

19. júní - 01.08.1919, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, ágúst 1919. 2. tbl. I. Frumvarp til laga um stofnun og slit hjúskapar.(Lagt fyrirAlþingi 1919). II. Frumvarp til laga um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. (Lagt fyrir Alþingi 1919). III. Frumvarp til laga um afstöðu íoreldra til skilgetinna barna. (Lagt fyr- ir Alþingi 1919). Öll þessi frumvörp eru samin af próf. Lárusi H. Bjarnason og eru að mestu sniöin eftir þeim lagafrumvörpum um þessi efni, er á síðustu árum hafa veriS iögleidd — eða eru nú aS eins ólögleidd — í Norðurlandaríkjuftum: Danmörku. Noregi og Svíþjóðu. En í þeim löndum um hafa lög um hjúskap og afstöðu foreldra og barna verið endurskoðuð nú á síðari árum. EndurskoSun þessa framkvæmdu fyrst nefndir lögfræð- mga í hverju landi fyrir sig. Síðan lunnu þessar nefndir saman í eina, og er því, meS löggjöf þessari, fengið það samræmi,sem nauSsynlegt er að sé ígild- andi lögum um þessi mál meö svo ná- lægum og skylduin löndurn og sem hafa jafnikiS saman að sælda sem þessi. Að því er oss snertir virSist og ákjós- anlegast að löggjöf vor i þessum málum sé að svo miklu leyti sem þvi verður við komið, í samræmi við löggjöf nágranna- þjóðanna. Viðskifti eru alhnikil milli þeirra og vor og eigi sjaldgæft að til hjúskapar sé stofnaS milli Islendings annarsvegar en dansks, norsks eða sænsks þegns hins vegar. Þá er og eigi siður vanþörf á að samræmi sé i af- stöðu foreldra og barna og um fram- íærsluskyldu á óskilgetnum börnum hjá oss og þessum þjóðum, því um þau efni eigum vér — aS minsta kosti fátækra- stjórn Reykjavíkurbæjar — árlega all- ínikil, og einatt ógreiS viSskifti viS önn- ur NorSurlönd, einkurn Danmörku; viS- skifti sem tæplega munu minka eSa talla niSur í framtíSinni, þá er fossa- félögin fara aS hefja hér innflutning út- lends verkalýSs. Lög þau, er gilt hafa hér á landi, eru cngu síSur en þau, er til skamms giltu á NorSurlöndum í mörgu óhagkvæm og illa samsvarandi kröfum nútímans. Þyí var þess full þörf, aS Kvenréttindafélag íslands 1917 skoraSi á þingið, aS láta hiS íyrsta endurskoSa núgildandi löggjöf um afstöSu óskilgetinna barna og mæSra þeirra. Þessari málaleitun var vel tekiS af þinginu og samþykti þaS 8. ágúst 1917 svo hljóSandi tillögu til þingsálykt- unar: „Alþingi ályktar aS skora á íansa- stjórnina aS undirbúa og leggja fyrir Alþingi, svo fljótt sem unt er, fr”m-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.