19. júní - 01.08.1919, Blaðsíða 5

19. júní - 01.08.1919, Blaðsíða 5
19. JÚNl 13 En, „hvað heitir h ú n, og hver er hún,“ -— spyrja nú allir, —- „sú ósérplægna ,fagra Yanadís4, sem ver- ið hefir máttarstólpi heimilisins, stýrt og stjórnað öllu J>essu?“ — Ja, „Hver?“ pað er hún .... Nei, nei, nei, það segist ekki!“ En nú sýta meyjarnar eins og lömb í stekk, og dauðkvíða fyrir þvi að skilja, en það mega þær ekki. Nú eiga þær að taka með sér sinn sólargeisl- ann hver, frá Sunnuhvoli, og leiða hann eins og rauðan þráð, inn um allan bæ, þegar þær koma heim. Halda á f r a m að syngja og sauma og elda matinn. Leika svo glepsur úr sjónleiknum sínum að „gamla fólkið“ heima geti ekki stilt sig um að hlæja. Björnson lætur Eyvind í Koti segja við Maríu á Heiði, þegar hann er að tala um bændurna: „Eg skal færa a 11 í lag hjá þeim, alt frá fjósum þeirra og haugstæðum til skurðanna og vatns- veitinganna; eg skal halda fyrirlestra um búnað, og vinna baki brotnu; eg skal svo að segja veita afa þínum u m s á t u r með góðverkum og end- urbótum.“ Svona þurfa stúlkur að hugsa líka í sínum verkahring, því þessi andi er hollur og heilbrigður. Hversu ánægjuefni má það ekki líka vera foreldrunum að fá nú dætur sínar heim heilar á liúfi, með fötin og fræðsluna; kostnaðurinn næstum hlægilega litill, þegar á alt er litið. Um þetta efni mætti nú rökræða ýmislegt: Fyrst um það, hvort svona atvik bendi ekki ótvírætt á það, sem ýmsir hafa þegar hreyft, að þ ö r f væri á kvennaskóla í sveit, sem full- nægði vaxandi kröfum menningar- þorsta nútímans. En þangað til h a n n k e m u r, vildi eg skjóta því að ungu stúlkunum í nærsveitunum, ef svo stæði á hjá þeim, að þar væri kenslukona eða efnileg heimasæta „veðurtept“ vetrarlangt, þá ættu þær ekki að láta hana sitja auðum hönd- um, heldur lofa henni að sýna það, eins og hér hefir gerst, hvað stórt „sköpunarverk“ getur legið eftir eina myndarstúlku, sé hún vel til foringja fallin, v i 1 j i beita sér og fái að njóta sín. pær mundu ekki yðra þess; Spyrjið þið þær á Sunnu- l.voli! Eg veit þær svara allar einum rómi, að hvert sem boðar lífsins beri þær, síðar meir, þá verði þctta stutta námsskeið ávalt i huga þeirra ein- hver fallegasti sólskinsbletturinn, sem þær eiga. Ritað á Pálmasunnudag, 1919. J?órunn Richardsdóttir. Minni 19. júní 1919. Sungið á skemtisamkomu á Akureyri. Svo nú ertu kominn, sem nýrunnið ár hinn 19. júní, vor minningardagur! MeS jafnréttishugsjóna blikiS um brár, þú brosir til kvennanna, ungur og fagur, og gætir aS hvort okkar gróa nú sár, hvort gangi til þurðar vor afskifti hagur. Sem frjálsborin þrá ertu fagur og hreinn, sem fagnaöarhátíð, sem starfsþróttur glaöur, sem lifandi áhugi á baksvipinn beinn,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.