19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 3

19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 3
19. JÚNl 19 með kolsvörtu fallegu augun sín á mér er óttalaus hjá mér. Og kongullær vagga, er vormorgun hlýnar á veiðarnar sinar. l*ar prúðbúnar sitja sem prinsessur fínar plönturnar mínar. En: t einveru hvild pó eg finni og friðinn og fari sviðinn, er sem mig vanti samt nótu í niðinn i náttúru-kliðinn. Svo innan um hljómana unaðar-sæta mig ómar græta, því geislanum langar mig mannsaugans mæta. — Þrá eftir samúð og skilningi kem- nr víða fram í kvæðum Ólafar. — Hún finnur til einstæðingsskapar og örbyrgðar: fann úrkost á sá, sem í örbyrgð er smár að unna því göfuga og stóra, setur hún sem einkunnarorð að ljóð- um sinum. Hana þyrstir í fegurð — í lífsnautn — í þekkingu. — Það var ekki kveikt við þá götu er eg gekk ó, gefðu hinum ljós, sem eg þráði’ en ei mannvitsins þroska og þekking. [fékk: Indverski spekingurinn Tagore segir: »Við nálgumst hið stærsta með því, að verða mikil í auðmýktinni«. Það er auðmýktin sem hefir vísað þessari konu leiðina til hins stærsta. Hún hefir leitað með auðmýkt — og fundið — fundið jafnvægi í líf sitt og einlæga trúarvissu. í*að birlir yfir kvæðunum hennar eftir því sem höfundur þeirra eldist: Ekkert leið á lífi eg er — leik mér þér að segja — betri heim þó hugsa eg mér hlakka til að deyja. Lifs þá sálmur úti er önnur hefjast málin, upp til ljóssins lyftir sér létta fleyga sálin. og vísan sú arna: Vonin þína vegferð gylli — vefji hún þig eins fast og mig — hug þinn sælli sælu fylli; »sólin blessuð vermi þig«. »Leitin að guði« heitir eitt kvæðið Ólafar. Það er hreinasta perla. Slíkt kvæði yrkja ekki aðrir en þeir, sem fengið hafa náðargjöf snildarinnar. Fleira mætti upp telja úr þessari litlu bók, en rúmið leyfir eigi annað, en að fljótt sé farið yfir. Peir kippast við hart, sem að höndin þín snart er hugarins bjart var um torgin, ó, mennirnir kvarta’ um þú meiðir þá hart, þú mjúkhenta, hjartkæra sorgin. Ólöf hefir orkt nokkur erfiljóð: Eftir Ólaf Davíðsson (d. 1903) er þessi gullfallega vísa: Pin tilhneiging þráði ekki tignarnafn, ei titlanna og auðs þér féktu safn. Þér mátti vera hver maður jafn i metoröa alrikinu. En alt, sem nú yfir þér stynur, þú eignaðist, fallni hlynur, barnanna og blómanna vinur. Og vel er þetta sagt um uppgefna móður, er legst þreytt til hvíldar: Menn hengja’ ekki krossa á konur, því kjörgripur mannanna er hann, en alvaldur leggur sinn á þær, og einka vel stundum þær bera’ ann. Pú striddir á meðan þú máttir, uns máttinn var hvergi að finna, og lagðir fram alt sem þú áttir, af elsku til barnanna þinna.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.