19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 5

19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 5
19. JÚNÍ 21 og listamönnum. Vonandi er að þeir, sem því fé ráða, sjái sér fært, að láta hana njóta þeirrar viðurkenn- ingar. Því hennar er hún sannarlega makleg. I. L. L. Fullvissa. Fegins ljómi’ í litum skín, laufskrúð ómar flétta. Og nú hljómar harpan min, hjartans blómin spretta. Himni breytir, hafi, storð og’ hverju’ er leit eg yfir, það ’ið heita yndis-orð, að, eg veit pú lífirl • Söm er snildin, samur ert, með’ söngva milda hreiminn. Hvað eg vildi geta gert glaðan trylda heiminn! Senda auð eg veröld vil, sem’ velkist snauð á kili: enginn dauði að sé til, að eins nauð í bili. Olöf á Hlöðam. Samkomuhús Bandalags kvenna. Hólmfríður Árnadóttir kenslukona, sendir, vestan um haf, konum hér heima kveðju sína með grein, sem birtist júliblaði »19. Júní«. f*ó máli sé þar fyrst og fremst beint til Reykja- víkur, nær það til manna um land alt. Málið nefnir hún verndun kvenna. Rað hefir um langan, langan aldur verið áhugamál allra góðra, hugsandi kvenna, þó þar hafi ýmsum aðferð- um verið beitt, og það stundum mið- ur heppilegum. Það má vera, að siðferðiskröfur til kvenna hafi orðið strangari og ákveðnari, af því menn fundu hve mikils var í mist, efbrest- ur var á, fremur en af því, að auð- veldara er að gera miklar kröfur til annara, en uppfylla þær sjálfur. En það var ekki þetta, er eg vildi gera að umtalsefni, heldur aðferðin, sem greinarhöfundurinn telur heppi- legasta til að halda verndarhendi yfir konum, og það þá auðvitað, í borg- um og bæjum, þar sem hætturnar eru mestar. Hún er sú, að setja á stofn heimili fyrir konur. Bandalag kvenna hefir þegar tekið þetta mál á stefnuskrá sína. En hér er sem oftar féleysið fjötur um fót, og hefir því ekki enn orðið úr fram- kvæmdum. Eg vil hér í stuttu máli skýra hvað fyrir B. K. vakir. Rað er þá fyrst og fremst hýbýli i Reykjavík til fundarhalda og fyrir aðrar smærri samkomur. 1—2 lestrarstofur fyrir fullorðna og börn og útlánsstofu með bókasafni. Rað hefir jafnframt verið gert ráð fyrir, að þar yrði heimili fyrir konur bæði til langdvalar og um stundarsakir, jafnvel gististaður líka, ef þess væri kostur. B. K. er ekki svo stórhuga, að gera ráð fyrir þaki yfir allar til dvalar, er þangað kynnu að leita, til þess þyrfti fleiri byggingar, enda þó um Reykjavík eina væri að ræða. En væri myndar- lega í garðinn búið, gæti slíkt heimili

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.