19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 6

19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 6
22 19. J Ú N 1 orðið athvarf margra í frístundum, og á þann hátt verndað margan ung- linginn frá illum félagsskap. Þeir sem reynt hafa að vera langt frá öllum sínum, ættu bezt að vita hvers virði slíkt hæli getur verið. Miklum kröftum og fé er árlega varið til þess, að reisa þá »sem fallnir eru«. Það er göfugt starf en erfitt, og hversu lítið er það einatt, sem bjargast aftur af því, sem glatað var. Hin aðferðin er að birgja brunninn áður en barnið er dottið í hann að nokkru leyti, þó ekki verði öllum borgið. Og það á að vera takmarkið ekki eingöngu að hlynna að því sem sjúkt er, heldur fyrst og fremst að vaka yfir heilbrigðinni — andlegri og likamlegri, að hún ekki fari forgörð- um og það oft og einmitt á því skeiði mannsæfinnar, er þroskar allar góðar gáfur, og er sem sé til þess ætlað, að draga að sér krafta hvaðanæfa, til að undirbúa manninn undir æfi- starfið. Samkomuhúss-hugmynd B. K. er enn í reyfum, en vér, sem henni unnum, skjótum máli voru til allra, karla og kvenna, og heitum á þá til liðveizlu í orði og verki. St. H. Sjötta fund I. C. W. bar að réttu lagi að halda á þessu ári, því fimm ár voru þá liðin frá því, að fimmti fundurinn var haldinn, en það var í Rómaborg 1914. En tímabilið frá 1914 hefir verið lítt fallið til alþjóðastarfsemi, og konurnar með ófriðarþjóðunum hafa haft nógu að sinna heima fyrir. Þegar ófriðarokinu tók að létta í vetur, fóru konurnar að hugsa sér til hreyfings. Að boða til reglulegs fundar var ómögulegt, meðan fullur friður var ekki kominn á. Hinsvegar var þráin að hittast og löngunin til að taka aftur til starfa. Það varð þvi að ráði, að halda aukafund, að nokkru leyti til undirbúnings undir næsta reglulegan fund. sem nú hefir verið ákveðið að halda skuli í Nor- vegi næsta sumar. Þessi fundur var haldinn í Lund- únum dagana 18., 19. og 20. júní siðastliðinn. Til fundarins hafði verið boðið fulltrúum frá bandaþjóðunum og hlut- lausu þjóðunum, íem í alþjóðasam- bandinu eru. Auk þess hafði Bandalagi kvenna borist boð um að senda fulltrúa á fundinn. Mættu á honum 22 fulltrú- ar frá 16 löndum. Meðal fundarmanna voru auk Lady Aberdeen, formanns I. C. W. og Mrs Ogilvie Gordon, for- manns kvennaráðs Stórabretlands og og írlands, ýmsar nafnkunnar konur, t. d. Madame Avril de. Sainte Croix fulltrúi franskra kvenna. Mrs Henry Fawcett, ein af elstu og helztu kvenn- réttinda konum Englands, frk. Henni Forchhammer 1. vara form. I. C. W. og fulltrúi danskra kvenna, o. fl. Það var eftirtektarvert fyrir okkur hlutleysingjana, sem höfðum horft á »álengdar fjær«, að hlýða á mál systra okkar, sem búið höfðu með ófriðarþjóð- irnar sína á hverja hlið. »Við gátum að eins skifst bréfum á við konurnar, ►

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.