19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 8

19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 8
24 19. JÚNÍ hégómagirndar kvennanna. — Sagan segir, að þá er Helena hin fagra gleymdi eiginmanni sínum, föðurlandi og heiðri, til þess að fylgja París til Trojuborgar, hafi hún eigi látið hjá hjá líða, að hafa burt með sér gull- spegil sinn. En spegillinn hefir og aðra hlið, og menn hafa frá því fyrsta eignað honum siðferðisleg og þroskandi áhrif. Þess vegna fékk hann snemma heitið: »Skuggsjá sannleikans«. Fáir hlutir eru nú jafn algengir og spegillinn, hann er til í hreysi og höllu, og er notaður eigi að eins sem hýbýla-prýði, heldur og engu síður í margskonar áhöldum bæði af læknum, stjörnufræðingum eg vís- indamönnum. Og mörg merkileg upp- götvun, mörg dásamleg lækning er speglinum að þakka. Úr „Urd“. Frá alþingi. Vegna sambandslaganna varð að gera nokkrar breytingar á stjórnarskránni. Um leið flaut þar inn mikilsverð breyting á kosningarlögunam, sem hefir það í för mcð sér, að nú verður kosningarétturinn bundinn við 25 ára aldur. Stjórnin mun hafa tekið breytingu þessa upp af sjálfs- dádum og er það vel farið. Lýsir sú rýmk- un sem hér er á gerð eigi svo litlu frjáls- lyndi og verði hún samþykt, hefir þing- mönnum óneitanlega mjög vaxið hugrekki síðan 1915, er eigi þótti þorandi að hleypa þeim mikla fjölda nýrra kjósenda — sem voru »konur og hjú« — að kjörborðinu í einu. Pað er að vísu gleðilegt, að yngri kyn- slóðin fær nú afmáðan þann vantrausts- blett sem stjórnarskráin 1915 setti á hana — en ekki munu hinir nýju kjósendur nú taka atkvæðisrétti sínum með álíka gleði og orðið hefði, ef hann hefðiverið veittur öllum jafnt 1915. Búist er við að stjórn- arskrárbreyting þessi náí fram að ganga þegjandi hljóðalaust. Lagafrumvörp þau til nýrrar hljóna- bands- og barnalöggjafar, er vér gátum um í siðasta blaði, verða efalaust eigi tekin til umræðu á þessu þingi. Fá þau að liggja i salti til næsta þings eða leng- ur. Við þennan drátt vinst konum timi til að kynna sér frumvörpin og teljum vér líklegt að hin pólitísku kvenfélög vor, taki sér það verk fyrir hendur, að gera konum lögin kunn og vaki að öllu leyti yfir þvi, að lög þessi verði svo úr garði gerð, að þau séu til verulegra bóta. Launakjör ljósmæðra hafa á þessu þingi verið endurskoðuð svo sem launa- kjör allra opinberra starfsmanna. Samkv. hinum nýju tillðgum geta hæstu laun orðið kr. 1000,00. Borgun fyrir Ijósmóður- störf hækka einnig nokkuð. Pessar tillög- ur eru án efa framkomnar í samráði við stjórn Ijósmæðrafélags íslands, sem stofn- að var síðastliðið vor, og í eru gengnar Ijósmæður um land alt. Fyrsta —. Fyrsti þjónandi kvenlæknir hér á landi er ungfrú Katrín Thoroddsen, sem í sum- ar gegnir læknisstörfum við heilsuhælið á Vífilsstöðum í fjarveru Sigurðar læknis Magnússonar. Fyrsta konan sem hér á landi kannaði loftsins bláu vegi í flugvél, er ungfrú Ásta Magnúsdóttir, aðstoðarmaður hjá ríkisfé- hirði. Flaug hún sem farþegi og lætur hið bezta af ferðalaginu. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.