19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 1

19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, des. 1919. 6. tbl. Utanferðir. Árlega fer allstór hópur íslenzkra stúlkna utan að leita sér mentunar eða atvinnu. Megnið af þeim straum berst til Danmerkur. En hvert sem ferðinni nú er heilið, mun það oftast vera sameiginlegt með þessum út- sæknu unglingum, að eiga að litlu að hverfa í hinu ókunna landi. Þær hafa kannske rétt að eins heyrt nefnd- an einhvern skóla, sem þær ætla sér svo að komast að á. Eða, fari þær til að leita sér atvinnu, láta þær alt reka á reiðan þangað til út er komið. t»ví miður gera þær sér ekki Ijóst hve afarmikils er um það vert, að eiga gott og örugt athvarf í ókunnu landi, meðan alt er nýtt og ókunnugt og málið oft vondur þrepskjöldur. Vegna þessa ónóga undirbúnings verð- ur árangur fararinnar margfalt minni en fyrirhugað var — t. d. þegar um nám er að ræða — og fæstar hafa kost á að taka sér íleiri en eina slíka ferð á hendur. Farareyririnn eyðist oft áður varir, meðan verið er að leita fyrir sér eftir kenslu eða dvalar- stað og þá er oft eigi annars kostur en snúa heim aftur, án þess að framadraumarnir hafi ræzt. Annað skaðræði sem því fylgir að fara þannig út í heiminn án ákveð- ins takmarks er það, að margar stúlkur skoða dvöl sína ytra að eins sem skemtun, er engin alvara, ekkert starf þurfi að fylgja. En hverri ein- ustu uppvaxandi stúlku, hvar í mann- félaginu sem hún er sett, ætti að vera það áhugamál að læra eitthvað það, er hún geti unnið fyrir sér með, og velja sér það starfssvið, er hún finn- ur vera í fylstu samræmi við hneigð sina og hæfileika. En oft á hún ó- hægt með að komast inn á þá braut vegna ókunnugleika og einstæðings- skapar. Þess vegna ættu íslenzkar konur, eldri sem yngri, að taka þvi með fögnuði, ef hægt væri að benda stúlk- um, er utan leita, á áreiðanlegan fé- lagsskap, er vill leiðbeina þeim, að- stoð, sem þær geta reitt sig á að að- eins lætur hið besta í té og gefur öllum jafnt, er til þess leita, upplýs- ingar þær, er þeir með þurfa. Að engin íslenzk stúlka sem til Danmerkur hyggst að fara, þurfi lengur, að fara algörlega út í óvissu sýnir eftirfarandi bréf til »19. júní« frá danskri kouu og ágætum íslands- vini. Bréfritarinn kom hingað til lands í leiðangri danskra kennara 1906 og hefir jafnan síðan borið hlýjan hug til íslands, enda á hún hér ýmsa góða vini. Síðastliðið sumar kom hún hingað í stutta heimsókn og var henni

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.