19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 2

19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 2
42 19. J Ú N 1 þá mikið áhugamál að slík viðskifti er, gert er grein fyrir i bréfinu, gætu komist í framkvæmd. Um leið og vér viljum fastlega benda íslenzkum konum á að nota sér hið góða boð dansk-íslenzka fé- lagsins, þökkum vér fyrir þeirra hönd ungfrú Rosendal það vinarþel í vorn garð, sem bréf hennar ber svo ótví- ræðan vott um. »Dansk-íslenzka félagið, sem vinnur að því að efla og glæða góð viðskifti og kynni milli dönsku og íslenzku þjóðarinnar, vill fúslega styðja að því að ungar stúlkur frá dönskum og islenzkum heimilum skiftist á dvalar- stað, um stundarsakir, sem orðið gæti báðum aðilum til gagns og á- nægju, þannig að þau heimili, er hlut ættu að máli, veittu hvort annars dælrum viðtöku sem sínum eigin, alstaðar þar sem slíkum beinum skiftum yrði á komið. En þar sem um það eilt væri að ræða að ung íslensk stúlka óskaði að komast á danskt heimili — eða gagnkvæmt — gætu auðvitað einhver störf orðið int af hendi sem endurgjald dvalar- innar, eða þá þar sem þetta eigi kæmi til mála, ákveðin, umsamin borgun. Aðalatriðið: að ungu stúlkurnar kæmust á áreiðanleg og góð heimili vill dansk-íslenzka félagið tryggja, og er það fúst til að kynna sér á- stæður og kjör í hvert sinni, er um slíka ráðningu væri að ræða. Að vísu bendir margt til að ungar slúlkur íslenzkar sem leita vilja til Danmerkur til langdvalar — t. d. lil þess að fullnuma sig í einhverju námi — verði talsvert fleiri en þær dönsku slúlkur, er tækju sér álíka dvöl á íslandi, en sérhver Dani, sem með áhuga fylgir starfi dansk-íslenzka félagsins, vonar að vaxandi skiln- ingur þjóðar hans á þeim verðmæt- um, er íslenzka þjóðin og landið hefir að geyma, muni meðal annars bera þann ávöxt að danskar meyjar, hér eftir, meira og meira, beini þrá sinni eftir að sjá önnur lönd, kynnast öðrum venjum og lifnaðarháttum, til íslands. Þess vegna vænta þeir þess að ráðagerð sú, er hér kemur fram, geti komið í framkvæmd svo nokkru nemi. Dansk-íslenzka félagið — skrifstofa þess er Nyhavn 2211 Köbenhavn K, — vill af fúsum hug vera milliliður milli íslenzkra og danskra heimila um þetta mál, veita viðtöku fyrir- spurnum og tilboðum og hjálpa eftir mætti þeim íslenzku foreldrum sem ekki eiga vini eða ættingja hér í Dan- mörku, og því með skiljanlegum kvíðboga vila dætur sínar leggja af stað hingað — út í óvissu. Óskandi væri að vilji félagsins og hæfileikar til að leiðbeina verði not- aðir, til ánægju og góðs árangur fyrir marga. Til vingjarnlegrar yfirvegunar is- lenzkra kvenna eru línur þessar rit- aðar af konu, er á mikla þakklætis- skuld að lúka íslandi og íslendingum. Kaupinannahöfn 2. sept. 1919. Dortea RosendaI.«.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.