19. júní - 01.12.1919, Side 3

19. júní - 01.12.1919, Side 3
19. J Ú N í 43 Skiftir um hver á heldur. Þannig varð mér að orði, þegar eg nýlega las í »19. júní« grein eftir frú Þórunni Ríkharðsdóttur: »Ný- næmi úr sveitinni«. Eg varð svo hrifin af þessari grein, því eg er sannfærð um, að mörg sveitastúlkan hefði haft hollari og farsælli not af svona lagaðri mentun í sveit, heldur en þurfa að sækja hana til Reykjavíkur. Það eru rétt 10 ár síðan eg bar fram svipaða uppástungu við nokkr- ar meiri háttar konur í Reykjavík, en þeim lá við að brosa að mér. Eg var líka ekki annað en ómentuð sveitakona og hefi því fráleitt kunn- að að klæða hugsanir mínar í við- eigandi búning. Pað var sumarið 1909. Eg átti þá heima i Reykjavík, en fór mér til skemtunar vestur á land að heim- sækja vini og kunningja, og kom eg þá á eitt af þessum indælu sveita- heimilum, sem eg get ekki hugsað til að falli úr sögunni. Þar bjó þá frændi minn. Hann átti fjórar dætur, og tel eg þær meðal þessara ágætu heimasæta, sem frú Þ. R. farast þannig orð um: »Sem við eigum, Guði sé lof, enn þá fjölda af í sveit- inni«. Frændi minn og kona hans tóku mér tveim höndum, sögðu nýtt að sjá gest úr Reykjavík og báðu mig blessaða að segja sér margt og mikið úr höfuðstaðnum. »Það get eg ekki, frændi, svona í fljótu bragði, en ef þú vilt spyrja, skal eg reyna að svara«. Hann brosti og sagðist þá fyrst ætla að spyrja mig, hvers konar aðdráttarafl það væri, sem nú á þessum síðustu árum drægi allan fjölda fólks til Reykjavíkur, svo til vandræða horfði með vinnukraft í sveitunum. Eg sagði honum, að þetta væri mjög eðlilegt, því Reykjavík væri miðstöð íslenzkrar menningar; þar væri mesta atvinnu að fá og hærri vinnulaun heldur en í sveitinni. »Já«, segir hann, »eg skil nú þetta vel, þegar litið er á það frá þessari hlið. Eins og þú veizt, á eg dætur, sem langar til að mentast meira en það, sem hægt er að veita þeim hér. Eg hefi nóg efnin til þess, en það berast svo misjafnar sögur af Reykja- víkurlífinu og mér hrýs hugur við að senda þær þangað«. Eg sagði honum, að þessar sögur væru vanalega ýktar og rangfærðar. En samt gæti eg ekki láð honum þetta, því vesalings saklausu stúlk- unum væri oft villugjarnt á ókunn- um brautum. Eg sagði frænda mín- um, að eg hefði komið að Ólafsdal fyrir rúmum 30 árum, þegar alt var í blóma. Mér varð þá að orði: Hvers vegna eru ekki svona skólar í sveit- unum fyrir stúlkur? En mér var svarað, að þær gætu farið á Kvenna- skólann í Reykjavik. »En nú skalt þú, frændi minn, grípa þessa hugmynd og mynda lítinn handavinnuskóla hér á heimili þinu«. Hann sagðist vel geta mist eina stofu, sem rúmaði um 8—10 stúlkur, en kenslukonu væri hvergi að fá. »Hún kemur auðvitað úr Reykja- vík«, sagði eg. »Þetta verður bara

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.