19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 4

19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 4
44 19. J ÚN í vísir, þangað til skólinn hennar frú Herdísar Benediktsen kemur«. »Já, vel á minst. Nær kemur hann?« Þessu gat eg því miður ekki svarað. Eftir nokkurra vikna dvöl í sveit- inni fór eg heim aftur, en áður hafði frændi minn tekið það loforð af mér að útvega sér kenslukonu, og komast eftir, hvenær yrði byrjað á skóla- byggingunni. Það er opinbert mál, að frú Her- dís Benediktsen gaf á deyjanda degi 40,000 kr. i sjóð, sem eftir víst tíma- bil átti að verja til byggingar kvenna- skóla á Vesturlandi. Síðan hefir þessu skólamáli lítið verið hreyft. Úegar eg kom heim úr þessari ferð minni, spurðist eg fyrir um skóla- bygginguna, en fékk það svar, að ekki væri nægilegt fé fyrir hendi. Árið 1911 flytur »Nýtt kirkjublað« mynd af frú H. Benediktsen og nokk- ur ummæli um skólann; segir, að sjóðurinn sé orðinn um 70,000 kr., og leyfi eg mér að taka nokkrar setningar úr blaðinu, sem eru á þessa leið: »Má ekki fara að hugsa um að byrja? Skólinn verður þó að vera kominn upp á ■ 100 ára afmæli frú Herdísar Benediktsen og helzt fyr«. Síðan éru nú liðin 8 ár og hefi eg ekki heyrt minst á það síðan. Auð- vitað hafa stríðsárin dregið úr þess- um framkvæmdum, sem öðru, en samt finst mér naumast vansalaust, ef ekki er byrjað að minsta kosti að ræða málið á 100 ára afmæli frú H. Benediktsen. Vill nú ekki »19. júní« svo vel gera að beita sér fyrir þessu máli eins og öðrum velferðarmálum ís- lenzkra kvenna? Eg þekki þá illa vestfirzku kon- urnar í Reykjavík, ef þær vilja ekki Ijá svona málefni fylgi sitt. Eg leyfi mér að nefna nokkur nöfn, svosem: frú Katrínu Magnússon, frú Bryndísi Zoöga og þær systur, frú Ásthildi Thorsteinsson og frú Theódóru Thor- oddsen. Komist málið í þeirra hend- ur, veit eg að því er vel borgið. Skiftar skoðanir hafa verið um það, hvar skólinn eigi að standa, en mér finst naumast nema um tvo staði að ræða, nefnilega Flatey á Breiða- firði eða Haga á Barðaströnd — gam- alt ættaróðal frú H. Benediktsen. — Margt mælir þó með að skólinn sé heldur settur í Flatey, einkum það, að þar lifði og starfaði frú H. Bene- diktsen um 30 ár og mun hafa unn- að þeim stað mest. Svo spillir ekki fyrir, að nú er þar komin loftskeyta- stöð, svo þessi ey er komin í sam- band við umheiminn. Og ekki trúi eg því, að Fiateyingar selji dýrt grjótið og sandinn í svona byggingu, því að nóg er þar af hvorutveggja. Eg gæti trúað, að þær væru í tuga- tali sveitakonurnar, sem teldu sig sælar, ef þær gætu sent dætur sínar til náms að »Sunnuhvoli« eða á eitt- hvert svipað heimili, hvar sem það væri á landinu, í staðinn fyrir að senda þær til Reykjavíkur eftir þenn- an síðasta ógleymanlega vetur. Eg vona og óska, að »19. júní« láti svo lítið að svara þessum einföldu lín- um. Gömul veslfirzk sveitakona.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.