19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 5

19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 5
19. JÚNÍ 45 y>í9. júrih er ljúft að verða við tilmæl- um háttvirts greinarhöfundar, svo langt sem kraftar hans ná, og ljær fúslega rúm í blaðinu umræðum um petta mál. Nú líður óðum að 100 ára afmæli frú H. B. og væri vel við eigandi að þau tímamót mörkuðu hér ákveðið fram- kvæmdaspor. Vestflrzkar konur, bæði þær er vestra dvelja og hinar, er þaðan eru runnar, ættu að minnast aldarafmælis frú H. B. með því að bindast samtökum um að skóli hennar kæmist sem fyrst á fót og yrði svo fullkominn sem kröfum nútimans bezt hentar. Og — orðið er frjáls — ræðið þetta skólamál og framkvæmið það síðan á þann hátt, er þið bezt vitið í samræmi við óskir og vilja hinnar örlátu, látnu höfðingskonu. Litilsháttar misskilning höf. um áhrif Reykjavíkurdvalar á aðkomustúlkur hyggjum vér að nokkru af ókunnugleik sprottjnn. Verði þau áhrif óheppileg, er orsökin langt frá öll á aðra hliðina. Frækornið. Eftir Leo Tolstoj. (Niðurl.) Gamli maðurinn var að vísu nokkuð heyrnardaufur, en þó ólíkt fljótari til svara en sonur hans. »Ónei«, sagði hann, »það hefir aldrei orðið mitt hlutskifti að rækta þessa korntegund og hvergi heíi eg séð hana hafða á boðstólum. Þegar eg var og hét, þektust eigi peningar né peningaverzlun. Hver og einn ræktaði sjálfur alt það, er hann þurfli til heimilis notkunar og um aðrar nauðsynjar hjálpaði hver öðrum eflir efnum og ástæðum. Eg veit eigi hvar korn þetta hefir þroskast, því að þó að korn mitt væri talsvert stærra en það korn,, er nú sþrettur, var það smátt í samanburði við fræið að tarna. En eg man að faðir minn sagði að um hans daga hefði kornið verið talsvert stórvaksnara en það gerðist í minu ungdæmi. Vil eg því ráðleggja yður að kalla hann á yðar fund og leggja fyrir hann spurningar yðar«. Keisarinn sendi óðara eftir föður þessa öldungs og gekk hann hvatlega fvrir keisaran, staflaust, og voru augu hans enn skýr og röddin þróttmikil. Keisarinn sýndi honum frækornið og velti gamli maðurinn því fyrir sér og skoðaði í krók og kring. »Langt er nú orðið síðan eg sá þessa korntegund, en eg þekki hana að fornu fari«. Hann beit ofur litla flís úr fræinu tugði hana og sagði: »Þetta er áreiðanlega samskonar«. »Þá getur þú sagt mér, afi sæll, hvar og hvenær korn þetta hefir verið ræktað. Hefir þú sjálfur ræktað það í akri þínum, eða keypt það á markaði«. Gamli maðurinn svaraði: Þegar eg var ungur var korn þetta ræktað á hverjum akri. Á þessu korni lifði eg og hjálpaði öðrum um það. Eg hefi sáð, uppskorið og malað þetta korn«. »Segðu mér þá, afi sæll, varst þú vanur að kaupa þetta korn, eða rækt- aðir þú það jafnan með eigin erfiði«. Gamli maðurinn brosti. »Þegar eg var ungur datt engum í hug að drýgja þann glæp að selja eða kaupa korn. Sérhver hafði nægilegan forða handa sér«. »Seg þú mér, afi sæll, hvar rækt- aðir þú korn þitt, í hvaða bygðar-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.