19. júní - 01.12.1919, Side 6

19. júní - 01.12.1919, Side 6
46 19. JÚNÍ lagi bjóst þú, hvar var akur sá, er þú plægðir«. Og gamli maðurinn svaraði. »Akur- inn var jörð drottins. Eg plægði hana. Og jörðin var öllum frjáls, enginn hafði slegið eign sinni á hana. Sér- hver naut uppskeru þess er hann sáði. Aleiga hans var árangur vinnu hans«. »Seg þú mér enn fremur«, sagði keisarinn, »í fyrsta lagi, hvernig á því stendur að kornið er nú orðið margfalt smávaxnara en það áður var, og í öðru lagi: Hversvegna son- arsonur þinn gengur við tvær hækju, sonur þinn við eina, en sjálfur geng- ur þú með öllu óstuddur, hefir ágæta sjón og heyrn og þróttmikla rödd. Seg þú mér hvernig á öllu þessu slendur«. þá svaraði gamli maðurinn: »Ástæðan til alls þessa er sú, að nú lifa menn eigi á vinnu sinni, eins og þeir gerðu fyrrum, en eru farnir að sælast eftir eignum nágranna sinna. Úað gerðu þeir ekki í gamla daga. Þá lifðu þeir eftir orði Drott- ins. Voru sínir eigin herrar, en ásæld- ust eigi það sem annara var. Oheppilegt val. í fundargerð sambandsfundar norð- lenzkra kvenna, sem haldinn var á Húsavík síðastliðið sumar, er sam- þykt að verja einum ákveðnum degi á ári til fjársöfnunar handa berkla- hæli á Norðurlandi, en stofnun slíks hælis er eitt af áhugamálum sam- bandsins. Er helzt stungið upp á 17. júní sem fjársöfnunardegi, en eigi er það þó fastákveðið. Það er í alla staði eðlilegt, að norðlenzkar konur hugsi sér þessa leið, með öðrum, til fjársöfnunar. Því einmitt það, að vígja einhvern einn ákveðinn dag slíkum málum, er mjög líklegt til góðs ár- angurs, sé deginum vel stjórnað og verði þátttaka í fjársöfnuninni al- menn. Þelta hefir sýnt sig með Lands- spítalasjóðsdaginn. Sá dagur hefir nú síðastliðin fjögur ár verið gerður að hátíðisdegi og varið til fjársöfnunar. Árangur hennar vex mjög með hverju líðandi ári og þátttakan margfaldast. Einkanlega þó í ár. Samtökin mikil og góð og ágóðinn alveg framúrskar- andi mikill. Alt virtist því vera í réttu horfi. 19. júní var að verða, um land alt, að hátíðisdegi kvenna og starfsdegi þeirra í þarfir stærsta þjóðþrifaverksins, er þær hafa tekið sér fyrir hendur. Og hefði nú vel verið, ef svo hefði mátt standa um ókomin ár, án þess að upp risi beinn keppinautur við þelta starf. En með þessari ályktun um að taka 17. júní sem fjársöfnunardag handa öðru fyrirtæki, líks eðlis, er komið inn á hættulega braut sam- kepni, er skaða hlýtur báða máls- aðila. Við sunnlenzku konurnar, sem fyrir rás viðburðanna höfum átt mestan þátt í því, að Landsspítala- sjóðurinn er til orðinn, fögnuðum því svo innilega í vor, er okkur harst mikil og góð liðveizla frá þeim héruðum landsins, er áður höfðu ekkert fyrir hann unnið. Og við

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.