19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 7

19. júní - 01.12.1919, Blaðsíða 7
reiknuðum þá liðveizlu ekki eftir krónutalinu einu, nei, hitt var oss meira um vert, að vér þóttumst þess visar, að nú væri ísinn brotinn milli allra landsins kvenna, fjarlægðin og ólíkir staðhættir að engu orðin og mismunandi áhugamál hefðu þokað þann daginn fyrir þessu eina. Og að vér framvegis mundum allar láta það til vor taka. Þeir, sem í upphafi voru vantrú- aðir á að Landsspítali (og í sam- bandi við hann Landsspítalasjóður) væri heppilega valinn til að sameina allar landsins konur, eru nú orðnir trúaðir á að betri leið varð eigi valin. Almennur skilningur á málinu og ó- venjuleg fórnfýsi manna hlutu að vekja trú þeirra, og hvert árið sem leið staðfesti hana. En hitt vitum vér öll, að hér á landi eru óunnin óteljandi líknar- verk, er bíða skjótra framkvæmda. Vér viljum allar og hljólum allar að skilja það, að eðlilegt sé, að hver og einn líti fyrst í kringum sig eftir þörfinni, sem þar er brýnust. Og vér óskum og vonum, að hver lands- fjórðungur megi sjá sín áhugamál rætast hið fyrsta. Og í því ættum vér eftir megni að styrkja hver aðra, en um leið reyna að sneiða hjá öllu því, er orðið gæli einu fyrirtækinu til hnekkis, án þess þó að gefa hinu verulegan árangur. Berklahælismálið norðlenzka á það sannarlega skilið, að allir landsmenn leggi því lið. Það væri Sunnlending- um til sóma, ef þeir ynnu eitthvað verulegt fyrir það mál. Og vonanda á framtíðin eftir að leiða í Ijós hlut- töku allra landsmanna í fjársöfnun þeirri, er norðlenzku konurnar hafa hafið. En þá mega þær ekki gera neitt það, er afli málinu óvinsælda. Velji þær 17. júní til fjársöfnunar- dags, er hætt við að margir skoði það tillæki sem stein í götu Lands- spilalsjóðsius, og víst er það, að með því móli geta þær aldrei vænst þess, að konur syðra styðji þá fjársöfnun þeirra. En svo er á það að líta, hvort sá dagur sé að öðru leyti heppilega valinn. Væri eigi belra, að taka til fjársöfnunar, sem einkum nær til Norðurlandsins, einhvern dag að á- liðnu sumri? Þá er flest um fólk í sveitunum og síldarverin full af fólki, sem í góðum árum hefir mikla pen-. inga handa á milli. Og margl annað, sem með niælir. En framar öllu ber að Hta á það, að 17. og 19. júní mundu spilla afarinikið hvor fyiir öðrum — og á því liöfum við eigi ráð, — hvorki Landsspítalasjóðurinn né Berklahælis- sjóðurinn mega við því, en ósagt skal látið, hvors skaðinn yrði meiri af jafnóheppilegri ráðstöfun sem þess- ari. Alheimsfriðarmerkið til viðreisnar dómkirkjunni í Reims. Þetta veglega guðshús er eitt hið dýrð- legasta listaverk liðinna alda. Byggingar- listin hefir aldrei komist á hærra stig og hið innra var kirkjan öll þakin ómetan- legum listaverknm. Aldrei hefir manns- andinn látið jafn skýrt í ljósi lotningu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.