19. júní - 01.12.1919, Side 8

19. júní - 01.12.1919, Side 8
48 19. JÚNl sína, aðdáun og tilbeiðslu á því, er hann þekti háleitast, sem í hinni kirkjulegu list kaþólskra manna á miðöldunum. Og tæplega mun hann eiga eftir að skapa jafn hrein listaverk á neinu sviði, Pví það, er knúði þau fram — innileg trú- rækni og tilbeiðsla — er nú löngu úr sögunni, útflæmt af þessari jörð. Lista- menn síðari alda hafa engir náð þeim tökum á viðfangsefnum sínum, sem hinir frægu málarar og myndhöggvarar mið- aldanna, þeir Giovanni da Fiesole, Leo- nardo da Vinci, Rafael Santi, Correggio, Tizian o. fl. Og dómkirkjan mikla í Reims var einn fegursti vottur snildar þess tíma. Af henni var allur heimurinn hreykinn, — taldi hana sameign sína. Hún var manns- andanum ævarandi gleði eins og alt sem fagurt er. Pað var þvi öllum heimi hrygðarefni, er það barst út um löndin, að kirkjan í Reims væri undirorpin skemdum af völd- um styrjaldarinnar, er engu þyrmdi. Rithöfundur einn danskur, Mogens Falck, heíir nú látið sér koma til hugar, að öll menningarlönd heimsins taki hönd- unr saman til þess að reisa kirkjuna úr rústum og koma henni í sína fyrri mynd, að svo miklu leyti sem það er hægt. Petta hugsar hann að framkvæmt verði með því að hver þjóð leggi til sinn skerf og sé því fé safnað með sölu sérstaks merkis, sem er hið sama í öllum lönd- um, en með mismunandi litum. A merk- inu er mynd dómkirkjunnar og yfir því orðið »Pax« (friður), en undir myndinni stendur: aVeritas, Libertas, Justitia« (sannleikur, frelsi, réttlæti). Einnig hingað hafa borist tilmæli um að vér tökum þátt í þessu, og fanst þeim mönnum, er sú áskorun var beint til, þeir eigi geta undan henni skorast. Hafa þeir því fengið fleiri í lið með sér og er nú ákveðið, að sala merkjanna skuli fram fara í tvo mánuði, desember og janúar. Vonandi er að margir vilji kaupa merki merki þessi og setja á bréf sín og póst- sendingar þennan tíma, svo að sá skerf- ur, er hér safnast, verði meiri en það, sem fer i kostnað við prentun merkjanna og útsendingu þeirra, svo að liið sjálf- stæða íslenzka ríki geti einnig átt nokkra hlutdeild í þessu veglega endur- reisnarstarfi. Að gera mikið gott af litlum efnum. Benjamín Franklín, hinn frægi stjórn- málamaður og heimspekingur Bandaríkj- anna, ritaði einu sinni frakkneskum manni, sem bað hann um peningahjálp, svohljóðandi bréf: »Hér með sendi eg yður 10 dollara á- vísun. Pað er eigi ætlun mín að gefa yður þetta fé. Pér fáið það aðeins að láni. Pegar þér eruð komnir heim til föðurlands yðar, býst eg við að þér fáið bráðlega atvinnu og getið þá borgað skuldina. Pá er fjárhagur yðar leyfir það og fari svo að þér hittið ráðvandan mann, sem sé í sömu þröng og þér eruð nú, bið eg yður að afhenda honum þessa 10 dollara með því skilyrði, að hann borgi þá öðrum á sama hátt og með sömu skilmálum. Vona eg að þessi upp- hæð eigi eftir að ganga gegnum margra hendur áður en hún slaðnæmist lijá einhverjum, sem er svo minnislaus eða litilmannlegur, að harin gleymi að senda hana frá sér aftur. Með þessum fyrirmælum vænti eg að geta gert mikið gott af litlum efnum«. ,,lí). JÚNÍ“ kemur út einu sinni i mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. innan- lands, í Vesturheimi 1 dollar og greið- ist helmingur þess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn (skrifleg) bundin við árganga- skifti, sé komin til útgefanda fyrir áramót. Ritstjóri: Inga L. Lárusdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.