19. júní - 01.02.1920, Blaðsíða 7

19. júní - 01.02.1920, Blaðsíða 7
19. JÚNl 63 styrkurinn muni nema árlega 1,900,000 krónum. Heimilið. Hvernig1 vér eyðnm. Margt er um það ritað, hvernig spara megi — og eigi. Pess vegna væri ekki úr vegi að minna á það, hvernig oft er eytt í hugsunarleysi. Kjðti má eyða á margan hátt. Með því að kaupa of mikið í einu. Einkum á þetta við um nýtt kjöt, þegar heitt er í veðri. Kaupið ekki meira en áreiðanlegt er að borðist upp meðan kjötið er óskemt- Geymslan flýtir oft fyrir að kjötið spill- ist. Geymið kjöt og flsk á köldum stað, þar sem flugur komast ekki að því. — Hangibjöt má ekki geyma í raka, þar sem það myglar. Kjöt ódrýgist við ó- hentuga suðu. Hún sé hvorki of né van. Ofsoðið kjöt er laust í sér og ódrjúgt. Illa soðið kjöt borðast ver og heflr ekki hið fulla næringargildi. Kjöt ætti ávalt að sjóða undir hlemm, það missir þá minna næringargildi og verður meyrara og bragðbetra. Grænmeti er gott að sjóða með kjötinu og yfirleitt má drýgja kjöt mikið með því. Við notum kannske ekki nógu vel kjötleifarnar. Ur þeim — með grænmeti — má búa til marga góða smá- rétti. Soð og sósuafganga má nota saman við. Brúkum eigi of oft kjöt. Hæfileg til- breyting i mataræði er holl og ómiss- andi. Fiskinum eyðum við syndsamlega, ef við fleygjum haus og lifur úr nýjum þorski eða þyrsklingi. Fisk þarf að skera í hæfileg stykki og láta hann ekki sjóða i sundur. Sjóðið flskinn ekki i of þröng- um potti. Fiskleifar má nota í fiskkökur, gratin, plokkfisk o. fl. Af fiski, sem á að geyma soðinn, er bezt að taka roðið áður en hann kólnar. Brauðið okkar ódrýgist, ef við geym- um mélið í sagga eða þar sem mýs eða önnur kvikindi komast að því. Korn- byrðuna eða méltunnuna ætti að viðra vel og sópa innan áður en nýjar birgðir eru látnar í hana. Neyðarúrræði er að geyma mél og grjón í bréfpokum. Gamlír smjörlíkis-blikkbaukar eru ágæt ílát undir það, þar sem lítið er keypt í einu, eins og venja er í kaupstöðum. Látið ekkert verða eftir á brauðfjölinni, þegar brauðið er hnoðað. Brauðin þurfa góða og nógu mikla bökun; linbökuð brauð súrna og kökur með eggjum skemmast fyr, séu þær of lítið bakaðar. Geymið brauðið þar sem það harðnar ekki, helzt í blikk- ilátum. Að vefja því innan í rýju eða pappír er ekki ráðlegt. Pað dregur rak- ann úr brauðinu. Gamalt, hart hveiti- brauð verður ijúfi'engt á ný, sé það skor- ið í sneiðar og bakað við glóð. Enginn brauðmoli er svo smár, að ekki megi nota — ef ekki til annars, þá handa smá- fuglunum í vetrarharðindunum. Garðávöxtur spillist oft við óhentuga geymslu. Verjið hann frosti. Sumir sjóða kartöflurnar afhýddar. Pá fer */» af matu- um til spillis með hýðinu, og næringar- efnin úr kartöfiunum fara mestöll út í vatnið. Sjóðið ekki of mikið í einu. — Grænmeti geymist illa soðið. Súra mjólk má nota í kökur og í áfa- súpu. Mysa er ágæt í hveitibrauð i stað mjólkur. Pað er svo margt, sem við eyðum í hugsunarleysi eða látum fara til spillis. En er það ekki heilög skylda vor altaf að »taka saman leifarnar, sem afgangs eru, svo ekkert spillist«. Og þá eigi sízt nú, er hungur og harðrétli sverfur að mörgum miljónum manna, og í heimin- um er almennur skortur lífsnauðsynja — auk þess sem alt það, er til daglegs við- urværis þarf, er í afarverði. Myudtn á fremstu siðu hefir eigi fyr sést í íslensku blaði. Hún er uppruna- lega birt i tímariti Norðurlandamanna í Vesturheimi (The American Scandinavian Review) og hefir ritstjóri þess góðfúslega útvegað »19. júni« mót það, er myndin er preutuð eftir.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.