19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 1

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, marz 1920. 9. tbl. Y innuYÍsindi á heimilunum. Elst og þýðingarmest allra starfa eru heimilisslörfin. Þau munu einnig vera flestum öðrum störfum vanda- samari og margbrotnari. Það er því furða, með hve lítilli alúð allur þorri kvenna er búinn undir þau. Iðnað- armaðurinn þarf þó ákveðinn tíma til að búa sig undir starf sitt, sem oft er aðeins í því fólgið að stjórna einu verkfæri eða vél. Karlmennirnir hafa verið fúsir á og fljótir til að breyta og bæta vinnu- aðferðir sínar og vinnutæki. Kven- fólkið hefir reynst vanafastara, að minsta kosti eru breytingarnar hæg- fara á þeirra sérstaka starfssviði, heimilunum. Áður á tímum var það máske óþarft að hugsa um nokkurn vinnusparnað; þá var nóg til af kven- fólki sem bókstaflega hafði ekkert annað að gera en hugsa um heimil- isstörfin. Nú er þelta breytt. Vinnu- kraft vantar hvergi eins tilfinnanlega og á heimilunum. Þar eru húsmæð- urnar oft einar um öll verk, þær elda matinn, halda herbergjum hreinum, þvo þvoltinn og gera við hann, sjá um börnin og gegna öllum þeim ótelj- andi snúningum sem að kalla. Eng- in furða þó mörg húsmóðir hafi orð- ið þreytt á hvíldarlausum áhyggjum og ónæði, og taki fegins hendi þeiin ráðum er verða mættu til að létta henni erfiðið. Á síðuslu áratugum liðinnar aldar hófst hreyfing, sem spáð var að á skömmum tíma mundi gjörbreyta lifn- aðarháttum manna og heimilislífi. Hagfræðingar sýndu fram á það með tölum, hve mikil eyðsla það væri að hver fjölskylda eldaði sinn mat út af fyrir sig, í sínu eldhúsi, og hve mik- ið mundi sparast ef menn slægju sér saman um matreiðslu, þannig, að t. d. í hverju stóru húsi væri eitt eld- hús fyrir alla þá, sem þar byggju og sami rnatur á borðum, hvort sem menn kysu að fá hann fluttan í lyfti- vél, upp í íbúð sína, eða neyta hans i sameiginlega matsalnum. Þvottinn átti auðvitað að láta þvo í sameigin- Iegu þvottahúsi. Eða að lijónin keyptu sér fæði á matsölustað, það losaði konuna við að búa til matinn; þvott, þjónuslu og ræstingu ætti út að kaupa, og þar sem börn væru á heimilinu væru þau í skóla eða barnagarði 6—7 stundir á dag. Með þessu móti gæti konan svo unnið utan heimilisins, engu síður en maðurinn, og að vinnu- tímanum loknum gæti hún, laus við heimilisáhyggjur, verið manni sín-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.