19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 3

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 3
19. JÚNÍ 67 til mín og annara húsmæðra? Þurf- um við ekki einnig að halda á hag- kvæmum áhöldum og vinnu aðferð- um, en spara okkur erfiði, tíma og fé. Þessum spurningum varð hún að svara játandi. Hún ásetti sér nú að kynnast þessu nýja fyrirkomulagi. Hún heimsótti verksmiðjur og sá hvernig vinnuvis- indin voru hagnýtt þer. Hún sá t. d. áhrif þeirra á jafn einfalt verlc og að hlaða múraðan vegg. Frá alda öðli höfðu múrsmiðirnir haft múrsteitiana í hrúgu á jörðinni. Það kostaði hann að beygja sig til jarðar í hvert sinn, er hann þurfti nýjan stein í hleðsl- una. Þúsund sinnum á d-ag beygði hann sig með öllum sínum líkams- þunga til að taka upp múrstein sem var 4 pund á þyngd. Þarna voru margar hreyfingar og mikil orka sem fór til einkis. Með einföidu áhaldi, hreyfanlegri fjöl, sem múrsteinarnir voru látnir liggja á, varð ráðin bót á þessu, og nú hlóð sami maður úr 350 steinum á klukkustund í stað 120 með gömlu aðferðinni og vann með minna erfiði og þreytu en áður. (Frh.) Ef hver og einn kaupandi »19. júní« út- vegaði blaðinu 1 nýjan kaupanda nú þegar, gæti blaðið við næstu árgangamót stækk- að um helming. Hver vill hjálpa til pess? Væri blaðið hálfu stærra, yrði efni pess margfalt fjölbreyltara. Nú verður pað að vanrækja margt sem konum er kært að fræðast um. 1 nýr kaupandi frá hverjum eldri, getur ráðið bót á þessu. Eríslenzkrikvenpjóðofvaxiðaðeigablað, er ræði um málefni þeirra? Nei. Reynslan skal sýna að svo er ekki. »19. júní« lieit- ir á allar góðar konur að hjálpa til þess. Kvennafundur, einstakur í sinni röð, var haldinn í Stokkhólmi í janúar þ. á. Þar voru samankomnar um 700 konur viðs- vegar af landinu. Þar mættust and- stæðustu skoðanir og allar stéttir kvenna áttu þar sína fulltrúa. Til fundarins boðaði díakonissu- stjórn hinnar sænsku kirkju. Og á dagskrá fundarins var: Staða kon- unnar á heimilinu, í þjóðfélaginu og kirkjunni. Forseti fundarins var erki- biskupsfrú Anna Söderblom í Upp- sölum. Fundurinn stóð þrjá daga og hver dagur ætlaður einu þeirra þriggja at- riða sem fyr eru nefnd. Fyrsta dag- inn var fundarefnið: Konan og þjóð- félagið. Fyrstu ræðuna ílutti frú Sö- derblom, um »köllun konunnar í nú- tíð og framtíð«. Gerði stuttlega grein fyrir stöðu hennar á heimili og ut- an og sýndi fram á hve fróðlegt við- fangsefni biði þess sagnaritara, er skrá vildi þá sögu ýtarlega. Ræða frú Sö- derblom var eigi einungis fyrsta ræða fundarins, hún setti blæ á hann all- an, fluttur með djúpri sannfæringu og orðum, er spegluðu göfugan hugsun- arhátt og mikla mentun. Skoðun frú Söderblom var í slutlu máli þessi: Starfsemi konunnar í þjóðfélaginu er og verður blessunarríkust á heimil- inu. Köllun hennar, þar sem mann- gildi hennar nær mestum þroska, er lieimilið, hjónabandið og móðurkall- ið. Þessi störf ber því að meta mest allra og leggja mesta alúð við. »Við fundum«, segir í finska blaðinu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.