19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 5

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 5
19. J Ú N í 69 eru ennþá fá og smá og reynslan þar lítil. Húsmæður, kennarar og konur sem vinna fyrir sér utan heim- ilanna á mörgum sviðum, allar mund- um við hafa gleði og gagn af að hittast. En því miður vantar margt, áhuga, vilja og gelu, og ekki sízt þá stofnun, er ætti upptök og forgöngu að slíku kvenna móti. Er það ekki, eitt með öðru, hlut- verk íslenzks kvennaráðs? Holland. Landið er lægra en hafið við strend- ur þess. Það verður að skýla sér með ílóðgörðum, en á þó sí og æ á hættu að sjórinn rjúfi skörð í þá og flæði yfir landið. Öll ófriðarárin synli þjóðin milli skers og báru, umkringd ófriðarflóð- inu, margfalt ægilegra en tryltustu öldum Norðursjóarins. í ófriðarbyrj- un flæddu hópar flóttamanna frá Belgiu yfir landið. Hollendingar tóku við öllum sem til þeirra leituðu og í nauðum voru staddir. Hjálpsemin var takmarkalaus. Einn hollenzkur smábær, á slærð við Reykjavík, hýsti 20,000 munaðarlaus börn. Hve mörg- um hollenzkuni hjónum skyldi þá hafa farið eins og hjónunum í smá- sögunni ógleymanlegu. »Ef við tök- um hana Katrínu litlu lil okkar verð- um við að hætta að kaupa okkur salt út í grautinnrr, sagði konan. »Við borðum hann þá saltlausan«, sagði bóndinn. Og það gjörðu þau. — Hungursneyð ógnaði landinu, ekki vegna íbúanna sjálfra, heldur vegna hinna framandi munna, er það hafði að melta. Þau erfiðu ár liðu þó einhvernveg- inn. Landið hélt hlutleysi sínu, þó oft væri hætt komið. Svo komst friður á. Ófiiðarþjóð- irnar fóru að gera upp reikningana, og þá fór sem fyrri, að sigraðir menn verða að sætta sig við alt. þegar búið var að rýja Þjóðverja öllu: löndum, hrávörum, kvik- fénaði og skipum, snéru sigurveg- ararnir sér lil Hollands og kröfðust að þeir seldu þeim í hendur keis- ara Þýzkalands, sem leitað hafði hæl- is í landi þeirra. Þá reyndi á dreng- lyndi Hollendinga. Fámenna og varn- arlitla þjóðin stendur nú frammi fyr- ir stórveldum heimsins og svarar kröfu þeirra á þessa leið: »Boðorð gestrisninnar er oss heilagt. Vér brjót- um það eigi. Þann sem í raunum sinum hefir leitað hælis undir þaki voru, framseljum vér eigi í óvina hendur, hvort heldur hann er keisari eða kotungi«. Hún veit það vel að hún á á hættu að verða fyrir ónáð og reiði vold- ugra nágranna. En hún vill ekki reynast ódrengur. Fyrsta hefndar til- raunin kemur nú fram á íþrótta- mönnum Hollendinga. Þeir eiga ekki að fá að taka þátt í Ólympíuleikun- um. En þó þeim auðnist ekki að koma heim þaðan með neina lárvið- arsveiga, hefir þjóðin öll unnið sér þann sveig, sem aldrei mun visna. Hollendingar hafa sýnt það, á þess- um dögum ribbaldaskapar og hermd- arverka, að enn er til réttsýni og

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.