19. júní - 01.03.1920, Síða 7

19. júní - 01.03.1920, Síða 7
19. JÚNÍ 71 til hæfls. En margt má þó gjöra til þess að sveitalífið verði skemtilegra og meira aðlaðandi en það nú er yf- irleitt. Hinn nýji tími krefst þess líka, að svo verði ef vel á að fara. Fyrst og fremst þurfa heimilin og bæirnir að vera svo aðlaðandi sem unt er. Húsakynni viðunandi og þrifnaður utanbæjar og innan. Það er fyrsta og stærsta sporið og það spor er mest komið undir konunum sem sljórna heimilunnm. Og það er trúa mín að í þessari baráttu um verka- fólkið ráða konurnar eigi minna en bændurnir hvernig fer. Með þessum fáu línum var það lilgangur minn að vekja áhuga hús- mæðra fyrir þessu mikilsverða máli. En það veit eg, að örstutt blaðagrein nægir ekki til að breyta hugsunar- hætti húsmæðra og umskapa heim- ilin. Hins vænti eg fasllega, að þær konur sem liafa fullan skilning á málinu og sjálfar eiga fyrirmyndar- heimili, leggi kapp á það, að koma öllum konum í fullan skilning um það, að rnargt þaif að breytast lil batnaðar í sveilunum, og það er eigi minna undir konum komið, en bænd- um, hvort sveitalífið fullnægir sveita- fólkinu eða ekki. Málið þatf að ræðast alment með- al kvenna í sveitum, svo áhuginn vakni. Þær konur sem framar standa en fjöldinn, ættu að leggja á ráðin hvað gjöra skuli. Það er deginum Ijósara, að eitt- hvað þarf að gjöra til að halda verka- fólkinu í sveitunum. Hingað til held eg að bændur hafi verið tillögufáir um það mál, en vilja þá ekki kon- urnar hefjast handa? Lei/ur ungi. Dropi í hafið. Hjálpin er mikil sem hörmunga þjóð- unum í Miðevrópu er veitt, en þó er hún aðeins sem dropi í haflð. Hún kemur alt of seint. Þjóðirnar hafa liðið og hungrað áður þær báðust hjálpar, þess- vegna er úr svo miklu að bæta og margt sem aldrei verður bætt. Enskar konur hófust handa strax eftir vopnahléð. Eitt af því fyrsta er þær sendu voru svo þús- undum skifii af gummi-pelatottum. Margs þurfti með. Enskar konur, einkum kvekarar, létu eigi sitt eftir liggja að mótmæla hafnbann- inu. Fjöldi enskra og ameríkskra kvenna hefir í vetur dvalið á Þýzkalandi og í Austurríki, til að útbýta gjöfunum að heiman. Nýlega var í Genf, í Sviss, hald- in ráðstefnu tit að kotna á samhandi milli allra sem lijálpa. Nauðsynlegt að regla sé á um lijálpina, enginn má gleymast. Upplýsingum um þörfina safnar »rauöi krossinn« og lét ráðstefnunni í té. Lífið og sálin í þessu fyrirtæki er ensk kona, ungfrú Eglantyne Jehb. Á Norðurlöndum hefir sérstök tilliög- un orðið algeng. Kallast Kollegahjálp. Gefandi ánafnar hjálparþurfa stéttarbróð- ur sínum það sem hann lætur af hendi rakna, t. d. kennari kennara, lækni lækni, ekkja ekkju, o. s. frv. Kollegahjálpin tek- ur á móti hvað litlum skerf sem er, gef- andinn getur ákveðið hver njóta skuli. Pannig hafa margar lestir matvæla verið sendar frá Danmörku suðnr á bóginu. Börnum frá Auslurríki er nú dreift út um öll lönd, til góðra manna er taka þau, svo þau geti styrkst og safnað kröftum. í þeirri hjálp tökum við ofurlítinn þátt. Fjarlægðin veldur því hve seint hún kem- ur.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.