19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 8

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 8
72 19. JUNÍ Pað er eins og allur heimurinn vilji nú taka höndum saman um að græða sárin. Fyrsta. — Fyrsta konan sem sæti tekur á þingi Breta er Lady Nancy Astor. Maður henn- ar var þingmaður í neðri málstofunni, en er hann í haust erfði lávarðstign föð- ur síns, fluttist hann upp í lávarðadeild- ina. Purfti því að kjósa á ný í kjördæmi hans og var frú Astor kosin með miklum meiri hluta. Lady Astor er þó ekki fyrsta kona sem kosningu hlýtur til þings. í fvrra var á írlandi kosin greifafrú Markieycy, en sök- um þess að hún tilheyrir byltingaflokkn- um írska, Sinn Feiner, heflr hún eigi tek- ið sæti á þingi. Fréttir. Kosningaréttnr kvenna á Englandi hefir nú verið aukinn að miklum mun. Aldurs- takmarkið fært úr 30 árum niður í 21. Kjósendum fjölgar um 6 miljónir við þessa breytingu. Kvenréttindaféiagasamhandið heldur 1. fund sinn eftir stj7rjöldina, nú í vor, 2.—8. maí í Madrid. Heíir ekki komið saman í 7 ár og verður þessi fundur því án efa efnismikill og fróðlegur. Nokkrar konur hér á landi hafa fengið boð um að sækja fundinn. En fjarlægðin er sem fyrri illur þröskuidur. Ráðleggingar. Að iireinsa iivít loðskinn. Hvita skinn- kraga og múffur má hreinsa á eftirfar- andi hátt: Berja skal alt ryk úr skinninu og núa það síðan vel með tusku vættri I bensíni. Pegar bensínið er orðið þurt, skal með höndunum núa fínu, muldu gipsi vandlega inn á milli háranna og láta skinnið liggja nokkra stund áður en það er hrist og barið. Sé skinnið þá eigi orðið nógu hreint, skal endurtaka sömu aðferð og að síðustu bursta það rækilega með hreinum bursta. Hvít gæruskinn af gólfuin hreinsast bezt með heitu mjöli, helst haframjöli. Mjölið er hitað í hakarofninum og því svo núið heitu inn í skinnið. Pegar búið er að dusta mesta mjölið úr, er skinnið látið liggja með loðnu hliðina niður, í einn eða tvo sólarhringa, og fer þá mest alt mjölið úr því. Síðan er það barið vel á báðum hliðum og dustað. Tvær gamlar stökur. Margir leita langt um kring lukkunnar, og kvarta; vita ei að þetta þing þó ber hver í hjarta. Aldrei græt eg gengna stund, en gleðst af því sem líður; því ijóst eg veit að læknuð und lengur ekki svíður. ,,19. JÚNÍ“ kemur út einu sinni I mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. innan- lands, í Vesturheimi 1 dollar og greið- ist helmingur þess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn (skriíleg) bundin við árganga- skifti, se komin til útgefanda fyrir áramót. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.