19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 6

19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 6
86 19. JÚNÍ upp, en séu ekki mjög djúpir. Allar dimmar skonsur undir eldhúsborð- um (við þekkjum þær svo vel hér) ættu algerlega að hverfa úr sögunni, því þær eru að eins til óhollustu og mikið verk að halda þeim hreinum. Eldhúsverkunum iná skifa í tvent, undirbúning matreiðslu og framreiðslu, og ræstingu mataríláta og eldhúss að lokinni máltið. Það er því mikilsvert að eldhúsinu sé þannig hagað, að verk þessi verði framkvæmd með sem mestum vinnu- og tímasparnaði. Séu þessi verk nánar sundurliðuð. sést, að undirbúningur máltíðarinnar er í því fólginn: að taka til það sem fara á í matinn, hreinsa matvælin, (kjöt, fisk o. a.) sjóða þau og tilreiða og bera á borðið. Að loknu borðhaldi er: að bera fram óhrein ílát og mat- arleifar, taka þær saman, þvo upp borðbúnað og potta, þerra það og koma hverjum hlut fyrir á sínum stað. Það er mikið undir tilhögun eld- hússins koinið, hve greiðlega þessi verk geta gengið. Eldhúsin þurfa að vera þannig útbúin, að konurnar (eða vinnukonurnar) geti unnið þar með sem minstum umsvifum. Húsmæð- urnar ættu sannarlega að hafa hönd í bagga með hvar húsasmiðurinn setur niður eldstóna og skolpþróna, hvernig hann kemur fyrir borðum og skápum. 111 tilhögun í eldhúsinu á sök á margskonar óþægindum við dagleg matreiðslu störf. Hér er sýnd mynd af eldhúsi með góðu fyrirkomulagi, gerð eftir bók mrs. Frederick. Oftast nær mun venjan vera sú, að hafa eitt borð, Iangí, i eldhúsinu. Mrs. Frederick telur það kost að liafa borðin íleiai og smærri, helzt laus borð á fótum. Á myndinni eru sýnd tvö borð sitt hvoru megin eldstóar. Það sem nær er dyrunum úr skúrnum, er ætlað til að undirbúa á matinn, áður en hann er settur á eldinn. Hitt til að setja hanu á, þá er hann er tek- inn af eldinum. Hinumegin í eldhús- inu er borð nokkru stærra, er það ætlað til að setja á óhreinu matar- ílátin, á plötu þess er kringlótt o]>, undir því er ætlast til að standi, á palli, fala er taki á móti rusli, bein- um og öðrum úrgangi. Strykalinurnar á myndinni, merkt- ar A og B sýna hvernig koma skal verkunum haganlega fyrir. A línan sýnir hvaða leið matvælin fara á leiðinni milli geymslu og matskála,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.