19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 7

19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 7
19. J Ú N 1 87 B línan leiðina, er matarilátin fara úr matskálanum fram í eldhúsið, uns þeim er komið fyrir, hreinum, í skáp- unum beggja vegna vatnsþrónnar. Áhersla skyldi lögð á að finna öll- nm áhöldum og tækjum stað, þar sem hægast er að grípa til þeirra, þá er þau skal nota. Pottar og pönnur séu sem næst eldstónni, alt það sem að uppþvottinum lýtur sem næsl vatnsþrónni o. s. frv. Það er og hentugt að geyma öll smærri matvæli (grjón o. þ. h.) og krydd í skáp uppi yfir borðinu vinstra megin við eldstóna, og sem gert er ráð fyrir að matartilbúningurinn fari fram við. Margskonar liagræði í þessu falli getur hver húsmóðir bezt fundið sjálf, ef hún íhugar það nógu vel. Tíma og umsvif má spara jafnvel í hinu smæsta og þó vinna verkið jafn vel eða betur. Mrs. Frederick setur eilt dæmi. Með gömlu aðferð- inni í óhaganlegu eldhúsi kostaði jafn óbrotið verk og að setja upp kartöflur hana 18 snúninga og tók 5 mínútur. Með nýja fyrirkomulaginu í haganlega eldhúsinu var það gert á tveimur minútum og með hálfu minni UmSVÍfum. Frh. Útbreiðið »19. júní«. Styðjið blaðið með því að útoega þvi nýja kaupendur. Vekjið athygli kunningja yðar á blaðinu og hvetjið þá til að kaupa það. »19. júní« á erindi til allra kvenna. Hann vill komast inn á hverl einasta heimili. Útbreiðið »19. júní«. Landsspítalasjóðsdagurinn fer nú enn á ný í hönd. Að vísu mun óþarft að minna konur á dag þenna, svo vel var hans minst víða síðaslliðið sumar, og eflaust verða hin sömu öfl og þá störfuðu fyrir hann einnig starfandi að þessu sinni. En stjórn sjóðsins vill engu að síður beina þeim tilmælum lil allra kvenna, að þær minnist þessa dags á líkan hátt og gert heflr verið hin siðari ár. Hér er úr stórfeldum skorti, miklu böli að bæta. Síðastliðinn landsspí- talasjóðsdagur sýndi hvetnargir skilja þörfina og er Ijúft að leggja skerf af mörkum, svo úr henni verði bráðlega bælt. Að þessu sinni bætast eflaust margir nýir í hópinn. En það eru konúrnar, einstakar konur og félög kvenna, sem hvervetna eiga að hafa forystuna í þessu máli. Þær hafa eignað sér dag þenna. Hann eiga þær þvi að nota til skemtunar og upp- örfunar og til að hrinda fram jafn- nauðsynlegu máli og Landsspítala- málið er, mál, sem vér höfum tekið oss á lierðar og höfum skyldur við að rækja. Vorið er komið. Vér fögnum komu þess eftir ómunalega langan og harðan vetur. Vér vonum og þráum að það verði bjart og blílt. »19. júní« verður fegursti vordagurinn ef vér verjum honum til að breiða hálíða- blæ yfir hversdagslífið, og í þarlir góðs málefnis. Síðaslliðið vor sendi stjórn Lands- spítalasjóðsins út áskorun til kvenna um að gangast fyrir því að 19. júní væri hátíðlega lialdinn. Pó slík áskor-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.