19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 1

19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Þórunn Richardsdóttir er fædd 4. des. 1862 í Arnagerði í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar, Ric- hard Þórólfsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, voru fá- tæk, en einkar vel metin og af góðum ættum. Var Richard smiður, en Guðrún ljósmóðir. Tveggja ára fluttist Þórunn ineð foreldrum sínum upp á Fljótsdalshérað og ólst þar upp. Þegar hún var 18 ára fékk hún illkynjað hné- mein, sem eigi tókst að lækna þar eystra. Nokkrir frændur henn ar skutu þá saman farareyri handa lienni til Reykjavíkur. Það var að áliðnu sumri 1883. Lá hún þar nokkrar vikur á spítala undir umsjá Schierbecks landlæknis, en fékk lít- inn bata. Þá bauð frú Þórdís Thor- steinsen í Rvík henni til sín; hafði hún áður verið sýslumannsfrú eystra og þekt foreldra Þórunnar. Hjá henni dvaldi Þórunn 4 ár. Minnist hún jafnan frú Þórdísar sém beztu vin- konu sinnar og velgerðarkonu. 11. tbl. Haustið 1887 fór hún til Skollands á Royal Infirmary, fríspítala í Edin- borg. Þar var hún 14 mánuði undir lækna höndum og fékk þar loks fullan bata á hinu þráláta meini sínu. í Skotlandi dvaldi Þórunn hátt á fjórða ár. Vann hún þar fyrir sér með saum- um o. fl. Einnig ferð- aðist hún víða um Bretland, sem herberg- isþerna hefðarkvenna. Á þessum árum varð hún mjög vel að sér í enskri tungu — hafði hún lesið hana af kappi meðan hún lá rúmföst og fékk nú gott tækifæri til að kynnast mæltu máli þjóðarinnar frá ýms- um hliðum. Kunni hún vel að taka eftir og færa sér í nyt alt sem fyrir hana bar og mun hafa liaft afbragðs góða hæfileika lil tungu- málanáms. Meðan Þórunn dvaldi í Skotlandi kynntisí liún mörgum göfugum og hámentuðum mönnum, körlum og konum. Eignaðist hún meðal þeirra ágæta vini, sem jafnan hafa haldið trygð við hana og skrifast á við Reykjavík, maí 1920.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.