19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 4

19. júní - 01.05.1920, Blaðsíða 4
92 1 9. JÚNI gróðursett tré. Alt er þetta girt með laglegri girðingu. Hliðin eru þannig gjörð, að smábörn geta ekki opnað þau. Mæðurnar geta því verið óhrædd- ar um, að þau hlaupi burt frá hús- inu. Húsið er einlyft með kvisti á framhlið. Niðri eru tvær stofur og eldhús; uppi eru tvö svefnherbergi, baðherbergi og vanhús. Kjallari er undir húsinu fyrir geymslu og eld- stæði, þar sem gufa til upphitunar öllu húsinu er leidd frá. í eldhúsinu, sem er bjart og rúm- gott, borðar vanalega fjölskyldan. Borðið, sem borðað er við, er með skúffum fyrir borðáhöld, og brauð- fjölum, sem rent er inn með borð- plötunni, þegar ekki þarf að nota þær. í borði þessu eru eintiig smá- skúffur fyrii; mjöl og aðra matvöru. í föstum bekk við eina hlið eldhúss- ins eru tvö þvottaker, með glerung á. í þeim eru vatnskranar fyrir heitt og kalt vatn. Yfir þvottakerunum er borðplata, þegar ekki er verið að nota þau. í horni stendur vatnsker, til að þvo í matarílát. í hann renn- ur einnig heitt og kalt vatn. Auðvit- að eru öll þessi vatnsker þannig út- búin, að ekki þarf annað en Iosa um tappa í botninum, svo skolpið renni burt gegnum pípu i gólfinu og út í skolpræsið. Vatnið er hitað í vatnsofni, sem áfastur er eldavélinni. Vatnið i bað- herbergið er einnig hitað þar. (Frh.) Vér leitum harksins til pess aö drekkjá par þagnar-þrá vorri. Tagore. Yinnuvisindi á heimilunum. FrH. Myndin á bls. 93 sýnir eitt horn- ið á eldhúsi með vinnuvísindafyrir- komulagi. Hún ælti að geta gefið dá- litla hugmynd um hvernig eldhúsið er að öðru leyti. Vér sjáum líka á henni hvernig eldakonan kemur sér fyrir með verkið. Á skutlinum hægra megin við hana eru óhreinu matar- ílátin —- er skutullinn á hjólum og ekið, með öllu á,úr matskála fram í eldhúsið. Uppþvegnu ílátunum hvolfir hún á þar til gerða grind hinumegin við vatnsþróna. Upp yfir hangir þurk- an, hún getur seilsl til hennar úr sæti sínu, og í hyllurnar raðar hún hreinum borðbúnaðinum. Sé nú öllu í eldhúsinu jafn hagan- lega fyrirkomið og þessu horni, segir það sig sjálft að hreinasta ánægja muni vera að vera »eldabúska« þar. Til vinnuléttis er áríðandi að borð, vatnsþró og eldavél séu mátulega há, við vöxt þess, er við þau starfar. Er erfitt að gefa ákveðið mál, en hver verður þar að byggja á sinni reynslu. Vegna þess að hér er alstaðar gert ráð fyrir lausum borðum — á fjór- um fótum — er hægðarleikur að smiða þau þannig, að hækka og lækka megi fæturnar, enda gert ráð fyrir því, á líkan hátt og t. d. leik- fimisáhald það, sem kallað er »hestur« er hækkað og lækkað. En með múr- eða naglfasta hluti telur Mrs. Freder- ich bezt að miða þá við talsvert háan verkmann, en hafa heldur lít- inn skemil við hendina handa þeim

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.