19. júní - 19.06.1920, Blaðsíða 1

19. júní - 19.06.1920, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, 19. júní 1920. 12. tbl. Á tímamótum. í dag minnumst vér þess að 5 ár eru liðin síðan miklum hluta is- lenzkra kvenna var veittur kosninga- réttur og kjörgengi. Þó þeim rétti væri þá sett allmikil takmörk, voru víst allar konur á einu máli urn áð mikið væri á unnið. Árin sem siðan eru liðin hafa fært með sér svo miklar breytingar og byltingar á þjóðfélagsskipun heimsins að slíkra eru ei dæmi fyr. Hvarvetna ríkir ringulreið. Mennirnir finna til þess að hið gamla þjóðfélagsskipulag þarf umbóta við, en fálma, eins og börn í myrkri, og vita eigi hvert stefnir. Á þessum neyðarárum hefij hver- vetna verið kallað á konuna til hjálpar. Réltur sá, er henni var áður harð- lega neitað um, er nú boðinn fram. Stjórnendur landanna vona að kon- ur, með þátttöku sinni í löggjöf þjóð- anna, geti leyst þann hnút, er vald þeirra og stjórn, um margar aldir, hefir hert að hálsi þjóðfélaganna. það er enn hulið móðu framtíðarinnar, livort konum verður auðið að eiga hlutdeild í að upp rísi ný og betri jörð, úr þeim rjúkandi rústum, er mann- kynið nú stendur á. Enginn efi er á að ekki vantar þær viljan til þess. Rjóðfélagsheimilið okkar, íslenzkra kvenna, er lítið; fáar af bylgjum hins æsta úthafs ná að ströndum þess. En samt er hér margt að iagfæra. Spyrjuin sjálfar oss í dag hvert starf vort hafi verið, hvort þátttöku þeirrar í opinberum málum, er vér nú eigum aðgang að sjái nokkurn stað, hvaða endurbótum vér höfum komið á, hvaða óreglu lagfært. Getum við bent á nokkuð verulegt, er sé þess ótvíræður vottur, að rétt- indi þau, er oss voru veitt 19. júní 1915 hafi orðið þjóðinni til heilla? Máske eru þau merki bæði fá og smá, sé svo, megum vér eigi örvænta um getu vora — nei, ef oss fiast vér hafa litlu áorkað, þá stígum á stokk og strengjum þess heit, að leggja ótrauðlegar fram krafta vora á kom- andi árum. Velrarríki. Vetur yfir sæ og svcit sáldrar snjónum bjarta Vetur er í vorum reit, vetur í mörgu hjarta. Líðandi stund. Bjóðist geisli, er blæs hann kalt og bíti frost og hríðar. Stund sem líður er mér alt en ekkert fyr né síðar. ,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.