Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Blaðsíða 2
t» Bltstjórar: Gfsli J. Ástþórsson (30) og Benedlkt Gröndal.—ASstoCarritstjóri BJörgvin GuSmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Simar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi: 14:906 — ASsetur: AlþýðuhúBÍS. — Prentsmtðja AlþýSublaSains, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 6 mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. HRINGLANDI ¦¦¦ SKRIF TÍMANS um Hvalfjarðarmálið gefa aerið tilefni til spurninga um, hver sé stefna Fram- sóknarflokksins í utanríkismálum. Hefur flokkur inn sveiflazt öfga á milli, allt frá sálufélagi við kommúnista yfir til Varðbergs eftir því hvernig vindur hefur blásið hverju sinni. í rauninni virðast framsóknarmenn vera með öllu skoðanalausir á utanríkismálum, en taka af- stöðu bverju sinni eftir því, hvort þeir eru í stjórn eða utan stjórnar. Þegar þeir eru í ríkisstjórn eru þeir hörðustu NATO-menn, en utan stjórnar breyt as't þeir skjótlega í þjóðvarnar-kommúnista. í lok síðasta ófriðar voru framsóknarmenn ut- an ríkisstjórnar. Þá voru þeir svo ruglaðir, að flest ir þingmanna þeirra voru á móti þátttöku íslands í Sameinuðu þjóðunum! Nokkru síðar var gerður Keflavíkursamning- ur við Bandaríkin. Má nærri geta, að framsóknar- menn voru á móti honum. Þegar málið var komið á lokastig í þinginu breytti Eysteinn Jónsson skyndi- lega um skoðun og með honum stór hópur fram- sóknarþingmanna. Gerðust þeir stuðningsmenn samningsins, enda var þess ekki langt að biða, að Framsókn gerðist aðili að stjórn og Eysteinn yrði ráðherra. Árabilið 1950—56 voru framsóknarmenn í stjórn og hinir mestu fylgismenn Atlantshafs" bandalagsins og landvarna á íslandi. Þeim þótti fyrirtækið Sameinaðir verktakar of þröngt í snið- um og börðust með góðum árangri fyrir víðtækari félagsskap um hermangið. Tókst þeim að koma hlutafélaginu Regin h.f. að jötunni og leigja Ame- ríkumönnum Hvalf jarðartanka. Þegar Bermann Jónasson sleit samstarfi við sjálfstæðismenn 1956, var tekin upp önnur stefna í utanríkismálum og brottför hersins veifað fram- an í landsmenn, meðan á kosningum stóð. Nokkr- um mánuðum síðar, þegar framsóknarmenn voru komnir í ráðherrastól á nýjan leik, var því máli sleppt og ekki á það minnzt, fyrr en Framsókn lenti aftur í stjórnarandstöðu. \ Þessi ferill framsóknarmanna er ékki fagur. Hann gef ur til kynna^ að þeir braski með utanrík- ismál eftir því, hvað hentar þeim sjálfum hverju sinni — og hvað er nauðsynlegt fyrir þau fyrir- tæki, sem þeir haf a á sinni könnu. .: Þegar athugaður er ferill framsóknarmanna iirídanfarna tvo árátugi, kemur í ljós stefnuleysi þeirra og hrossakaup í utanríkismálum. í því ljósi ver.ða skrif Tímans um Hvalfjarðarmálið harla lít ils virði. - RESTCOLD Kæliskápar fyrir: Veltingahús Verzlanir Barnaheimili Hótel Sjúkrahús Heiniavistarskola HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR íf ->«?; -¦¦ 1 \rr-0\ri yýrr' ,-j Wyr^r-S -rá H 178 cm. Br. 112 cm. D. 69 cm. Verð kr. 2I.Í09.00 20,5 sub.ft (581 I.) Raftækjadeild O JOHNSON & KAABER H.F. Snorrabraurt: 38. HANNES Á HORNINU SPANH) er runnið í merg og bein fjöldans. Krafsið er orðið honum eiginlegt. Þetta er aldar- svipiur íslenzku þjóðarinnar, en um Teið birtast manni miklar framkvæmdir, stórkostlegar bygg ingar, aHt á ferð og flugi hvar sem Iitið er. Toga'ri keyptur fyrir 50 i^lljóntj fyriri nol^um árum. Seldur fyrir 30 milljónir í dag. DÆMIN ERU við hvert fót- mál. Svipur fólksihs er markað- ur þeim, tal ungmenna mengað af því, bloðin ein allsherjarmynd a£ aldarandanum fangelsin full vegna þess að glæpir eru bein afleiðing. Það er eins og allir glotti við tönn í blindu æðinu, eins og máð ur sjái grinímdarbros á andlitun- um. Og sögurnar eru ótelJEndi. Eftirfárandi saga var mér sögð í gær eftir að pistill minn kom út: FYRIR NOKKRU var maður lagður inn á sjúkrahús. Þar var búið um hann og hlúð að honum. Hann átti fyrst að hvílast, síðan átti að taka sjúkdóm hans til rannsóknar. Hann hafði við og við fótavist og gat hringt í síma Leigu bifreiðastjóri kom í heimsókn til hans — og er hann var farinn gerð ist sjúklingurinn ölvaður. Brátt varð hann óviðráðanlegur svo að kalla várð á lögreglu til þess að fara með hann í fangageymslu. ÉG VEIT EKKI hvort þessi saga er sönn, en hún gæti verið sönn, svo- mikið þekki ég af eigin i.,tmmi»jn.iii>iun"il>l»l«imiilllll,.lli jiiniiiiiimiiiiiiiiiiniimmiinnnmiHimtiimiiimitmnmii.....nt......t f -k Hvað er stolt þitt maður? = -^ Enn liirt nokkur riæmi. | tV ^aga úr sjúkrahúsi. f -^- TÁR er réttnéfni. iiiiiiiMiiiiiiliiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiirn.....iiiuiiiiii>ii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiN!iiitiiiiin>iiiiiiii!itii!iiiii)iiu reynslu. Þetta er ein myndin enn af því hve djúpt við erum eokkin. H.J. SKRIFAR: „Einu sinni tóku menn upp á því, að kalla Áfengis- og tóbaksverzlunina TÁR. Það var gott nafn, en mátti ekki haldast. Það hefði kannski dregið úr söl- unni, sem er rekin með sliku ofur kappi, að tóbakið er lánað í allt að eex mánuði út um land, og er þar handh. og kærkomið rekstrar fé. En hér í borginni raun það ekki lánað lengur en þrjá mánuði. Og svo er verið að betla á götun- um, til að lækna krabbann, sem tóbakið veldur. ÞANGAD, SEM ENGIN brenni- | vínssala er, er brennivínið sent í pósti. Ég held að það sé varla lög | legt, en íslenzku lögin skilur eng inn. Væri ekki nær að sendingarn ar færu til hreppsstjóra, sýslu- manna eða fógeta? Þá væru þær síður misnotaðar. Menn eru að mikla fyrir sér drykkjuslark ungl- inganna, sem eru að leika þá full- orðnu. Við vorum ekkert betri, sem orðin eiíu gömul, höfðum bara ekki eins mikil tækifæri. FORELDRAR GETA ekkert gert og bera enga sök á ósómanum. Stórlátir atvinnurekendur biðja um vinnuafl, verkamenn þekkja þeir ekki. Og þá eru börn fátækra fullgóð og fá kaupið greitt. Sam- þykkis foreldranna er ekki leitað og foreldrarnir geta ekki flogizt á við börnin, sem langar til að vera eins og fínir félagar þeirra. ÉG HELD að áfengisgróðinii borgi sig ekki fyrir þjóðfélagið svo margfalt er tjónið í glötuðum vinnustundum og glötuðum manns lífum. Væri ekki nær að draga úr sölunni, t.d. með því að eng- inn fengi keypt áfengi nema hann hefði með sér skattnúmer- ið sitt; afhent af lögreglunni. Á- fengiskaupin ætti aö skrá og af- henda Skattstofunni. En þeir, sem keyptu óeðlilega mikið magn mán aðarlega væru sektaðir eftir á- fengismagni. Ef þetta væri gert gætu unglingar, áfengisaumingjar og leynivínssalar varla aflað sér áfengis að mun, og ástandið nokkuð lagazt. MENN MUNU SEGJA, að ]>á færu menn að smygla í flugvéhirn, og skipum. Þetta er nú gert átölu- Framhald á 12. síðu. 2 4. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.