Alþýðublaðið - 04.09.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 04.09.1963, Qupperneq 3
FYRSTA „CINEMASCOPE KVIKMYNDIN TEKIN E ÞESSI mynd er tekin nokkru áður en lciðangrur- inn Ieggur upp í kvikmynda tökuferðina. Þar sjást, talið frá vinstri: Guðbjartur Páls son, Gísli Gestsson, Willi- am Lubschansky, Reynir Oddsson og Halldór Eyjólfs- son frá Rauðalæk. USA framselja ekki þrjá munka Washington og Saigon, 3. 9. NTB-Reuter. Bandariska sendiráðið í Sai- gon hefur hafnað þeim tilmælum jStjórnarinnar í Suður-Vietnam, að þrír Búddamunkar, sem leit- uðu hælís í sendiráðinu fyrir fá- um dögum síðan, verði framseld- ir. Formælandi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hefur jafn- framt borið til baka, að banda- ríska leyniþjónustan standi að samsæri um að steypa stjórn Di- j ems forseta. ! Búddhamunkarnir þrír, þar á' I meðal Thich T’iL Quan,g, sem talinn er helzti andstæðingur Di- | ems, eru enn í bandaríska sendi- ráðinu og ekki er vitað, hve lengi þeir munu dveljast þar. Sendiráðið hefur fengið fyrir- mæli um að veita mönnum ekki hæli sem pólitískum flóttamönn- um nema, ef fólk það, sem biður um hæli, geti talizt í lífshættu. Henry Cabot Lodge sendiherra ; hefur farið samkvæmt fyrirmæl- um þessum með því að veita munkunum þrem hæli í sendiráð- inu, sagði formælandi utanríkis- ráðuneytisins. UMMÆLI KENNEDYS. • Kennedy forseti sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi, að hann. efaðist um, að takast mundi a9 sigra kommúnista í Suður-Viet- nam, ef stjórnin í Saigon sýndi ekki mikla viðleitni í þá átt að afla sér stuðnings þjóðarinnar. Að sögn AFP telja stjómmála- menn/í Saigon að þessi ummæli forsetans geti merkt, að banda- ríska stjórnin hafi stigið enn eitt skref til þess að einangra stjórn Diems. Eftir að hafa reynt að fá herforingjana til þess að í.:ar- lægjast .stjórnina, reyni Banda- ríkin að einangra stjórnina frá þjóðinni. Ummæli Kennedys hafa vakið miög mikla athygli ráðamanna, í sem telja forsetann ekki hafa nógu góðar upplýsingar !im h:ð raunverulega ástand í S-Vietnam. Stjórmnálamenn telja, að spennan í sambúð stjórna Banda ríkjanna og S-Vietnam muni auk ast enn frekar eftir ummæli Ken- nedys. Mikið er bollalagt um það, hvaða alvarlegu tíðindi muni ger- ast á næstunni. AFP hermir, að miltillar stríðs þreytu gæti í Saigon. Þjóðin í S-Vietnam hefur átt í styrjöld í 20 ár að heita má. Kvikmyndafélagið Geylsir hef- ur nú hafið töku nýrrar kvikmynd- ar. Þetta er alhliða kynningar- mynd af landi og þjóð og atvinnu háttum. Myndin er tekín í „Cin- emascope“ á 35 mm Eastman Col- or filmu. Stjórnandi er Réynir Oddsson, en myndatökumaður William Lubschansky, og aðstoð- armyndatökumaðu/r, Gísli Gests- son. Myndatakan hófst á sunnudag á sildarmiðunum fyrir Austur- landi á síldarskipinu Hannesf Haf stein, sem er eitt glæsilegasta skip ílotans. Sveinn Benediktsson utgerðar maður og síldarsaltandi, veitti leiðangrinum höfðinglega fyrir- ^eiðsllu fyrir austars, og þarf engu að kvíða um framhaldið, ef annað fer eftir því. Framlög og lán til myndatök- unnar koma frá ýmsum aðilum, j sem hafa áhuga á landkynningu, ; svo sem flugfélögunum. utanríkis- ráðuneytinu, ýmsum sölusamtök- um útgerðarmanna og fiskfram- leiðenda, SÍS, skipafélögunum, ferðaskrifstiofum og sérleyfishöf um. Bílaleigan Bíllinn leggur fram bíla til afnota meðan á tök | unni stendur, og framkvæmdastjór inn, Guðbjartur Pálsson, hefur tek ið að sér að skipuleggja og undir- búa þá ferð, sem nú er að hefjast um öræfi landsins. Guðbjartur vcrður sjálfur leiðangursstjóri, en fylgdarmaður verður Halldór Eyj ólfsson á Rauðalæk. Farið verður á tveim fjallabilum og taka 10 manns þátt í förinni. Farið verður á ýmsa fegurstu og merkustu staði öræfanna svo sem Landmanna- laugar, Veiðivötn, Eldgjá, Jökul heima í Vatnajökli, Eyvindarkofa- ver, Öskju, Herðubreiðarlindir o fl., og er áætlað að hálendisferð in taki um 10 daga. Þetta er í fyrsta sinn, sem 35 mm cinemascopemynd verður gerð á íslandi, og ætlað er, að hún verði sýnd sem aukamynd í kvikmyndahúsum víða um heim. Kvikmyndafélagið Geysir hefur ásett sér að bæta úr þeim skorti, sem nú er á sýningarhæfum heim ildarmyndum um íslenzk efni og koma íslenzkri kvikmynda list af heimilisiðnaðarstiginu. Næsta verkefni félagsins er þegar í undirbúningi, og er Þor geir Þorgeirsson að vinna a3 handriti. rap 4 stúlkubarn STOKKHOLMI 3.9 (NTB). Nokkur hundruð lögreglumenn leituðu í dag að kynferðisglæpa- manni, sem nauðgaði og drap f jög- urra ára gamla stúlku, Ann-Krist- Norðurlandaför Johnsons hafin Stokkhólmi, 3. september. Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon Johnson, sem kom hingað til Svíþjóðar í dag í opinbera heim sókn og hóf þar með Norðurlanda- ferð sína, mun ekki eiga viðtöl við blaðamenn í Svíþjóð eða ann- ars staðar á Norðurlöndum. Af bandarískri hálfu hefur verið lögð áherzla á, að Lyndon John- son heimsæki Norðurlönd sem per sónulegur fulltrúi Kennedys for- seta. Heimsóknin er fyrst og fremst kurteisisheimsókn, en einn- ig mun Johnson eiga viðræður við fulltrúa ríkisstjórna Norður- landanna fimm. Johnson kom til flugvallarins við Stokkhólm í morgun og kona hans og 19 ára dóttir þeirra hjona í fylgd með honum svo og fjöl- mennt fylgdarlið. í ræðu, sem Johnson hélt við komuna, lagði hann áherzlu á vin áttu Svía og Bandaríkjamanna. — Hann minntist síðustu heimsókn- ar sinnar til Svíþjóðar þegar hann var fulltrúi Kennedys forseta vi5 útför Dags Hammarskjölds í Upp- sala fyrir tæpum fjórum árum. í dag kem ég í gleðilegri erindagjörð um, byggðum á gamalli vináttu og trausti, sa^ði hann. Hann kvaðst sannfærður um, að heimsóknin mundi stuðla að því, að treysta bönd vináttu Svía og Bandaríkjamanna enn frekar. Krústjov kveður Tito með kossi Belgrad, 3. september. — NTB-Reuter. TITO forseti og Krústjov for- sætisráðherra föðmuðust og kysst ust á flugvellinum í Belgrad í dag þegar Krústjov hélt heimleiðis til Sovétríkjanna að lokinni hálfs mánaðar heimsókn í Júgóslaviu. Kinverski sendifulltrúinn í Belgrad, Chou Min, var ekki við- staddur á flugvellinum. Aftur á móti var fjöldi júgóslavneskra ráð herra og annarra stjórnmála- manna mættur, svo og margir sendimenn erlendra ríkja. Full- trúar kínverska sendiráðsins voru 2. sendiráðsritari og lágt settur starfsmaður. Krústjov forsætisráðherra hefur átt nokkrar viðræður við Tito for- seta meðan hann hefur dvalizt í Júgóslavíu. Við brottförina lögðu þeir áherzlu á vináttu ríkjanna. | Krústjov sagði, að viðræðurnar við Tito mundu efla sósíalismann og málstað friðarins og styrkja ó- rjúfandi vináttu landanna. Tito forseti kallaði Krústjov mann, sem berðizt fyrir friði og friðsamlegri sambúð og frábær- an leiðtoga sovézka ríkisins og kommúnista flokksins. Hann lagði áherzlu á, að unnt væri að fara ýmsar leiðir hvað snerti ýmis vandamál er vörðuðu alþjóðahreyfingu verkamanna. Formælandi júgóslavnesku stjórnarinnar harmaði í dag, að bandarískum blaðamönnum var meinaður aðgangur að plastverk- smiðju í Zagreb, sem byggð er fyrir bandarískt fé og Krústjov heimsótti á sunnudaginn. Formæl- andinn kvað þetta hafa stafað af rangri túlkun á öryggisákvæðum. Hann kvaðst vona, að atvik þetta yrði ekki talið mikilvægt. in Svensson í skemmtigarði í Stokkhólmi á mánudag. Margt bendir til þess að hér sé um að ræða sama manninn, sem drap Berit Glesing, sem er sex ára, í öðrum garði í Stokk- hólmi fyrir þremur vikum. 25 þús. sænskum kr. hefur ver- ið heitið öllum þeim sem geta gef ið lögreglunni upplýsingar um morðingjann. Svo til allir starfs- menn sakamálalögreglunnar unnu að því í dag að rannsaka ýmsar upplýsingar, sem borizt hafa. Lögreglan telur sig hafa lýsingu á glæpamanninum og er honum lýst sem grannvöxnum manni á aldrinum 40-45 ára. Tveir leikfélagar Ann-Kristin heitinnar heyrðu manninn lokka litlu stúlkuna með sér inn í runna með því að lofa að gefa henni sælgæti og peninga. Leikfé lagarnir urðu óttaslegnir, hlupu heim til sín og sögðu foreldrum sínum frá því sem hafði gerzt. Þegar önnur móðirin kom á ve+tvang skömmu síðar fann hún Ann-Krlstin litlu meðvitundar- lausa og misþyrmda. Kallað var á lögreglu og sjúkrabifreið. Að- eins nokkrum mínútum síðar var leitin að glæpamanninum komin í algleyming. ALÞÝÐUBLAÐID — 4. sept. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.